Fréttir2025-03-11T12:28:43+00:00

Fréttir

2602, 2025

Heilbrigðisráðherra afdráttarlaus um áfengismálin.

Alma Möller, heilbrigðisráðherra, var afar skýr í máli í viðtali á Rás tvö í dag (26. febrúar) um mikilvægi einkasölu ríkisins á áfengi. Hún tekur þar við keflinu af fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórssyni, sem einnig var á sama máli. Alma lýsti í viðtalinu yfir afdráttarlausum stuðningi við núverandi fyrirkomulag á smásölu áfengis og varaði við því að markaðsöflin tækju hana yfir. Þar vísaði hún meðal annars í nýja [...]

2610, 2023

Drykkja ungmenna virðist vera að aukast til viðbótar við mikla aukningu í notkun nikótíns. Ef efnin eru ekki álitin skaðleg má búast við aukinni neyslu.

Ýmsir hafa undanfarið viðrað áhyggjur af aukinni neyslu áfengis hjá ungmennum, sem virðist koma nú í kjölfar mikillar aukningar á nikótíni. Ef til vill þarf þetta ekki að koma alfarið á óvart ef litið er til þess að seint og illa var brugðist við óheftri markaðssetningu og sölu á nikótíni og aðgengi að áfengi verið aukið mikið undanfarið. Meðal þeirra sem lýsa áhyggjum af þessari [...]

2410, 2023

Brýnt að setja reglugerð sem bannar sölu og innflutning á nikótíni í púðum, vökvum eða öðru formi með bragðefnum.

Aðalfundur Læknafélags Íslands (LÍ) sem haldinn var í Kópavogi föstudaginn 20. október síðastliðinn sendi frá sér tvær mjög afdráttarlausar ályktanir,  um nikótínpúða annars vegar og hins vegar um nikótínvörur almennt. Í ályktun fundarins um nikótínpúða er athygli heilbrigðisráðherra vakin á þeirri heilsufarsvá sem nikótínpúðar eru á markaði í dag. Notkun hafi aukist í yngri aldurshópum og slysabyrlunum barna fjölgað verulega. Brýnt sé að setja reglugerð [...]

2609, 2023

Kveðjuorð: Halldór Árnason

Í dag er borinn til grafar Halldór Árnason fyrrum formaður FRÆ-Fræðslu og forvarna. Stjórn, starfsfólk félagsins og félagsfólk kveður góðan vin og traustan félaga með söknuði og virðingu og sendir fjölskyldu hans og ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Halldór sat í stjórn FRÆ meira og minna frá stofnun félagsins 1993 til ársins 2014, lengstum sem formaður. Eftir að hann hætti stjórnarstörfum var hann kjörinn einn af félagslegum [...]

3006, 2021

Frumvarp um félög til almannaheilla samþykkt við þinglok. Mikilvægum áfanga náð.

Frumvarp um félög til almannaheilla varð loksins að lögum fyrir þinglok fyrr í þessum mánuði. Breiður stuðningur var við frumvarpið. Með þessum lögum verða félagasamtök til almannaheilla aðgreind frá öðrum félagasamtökum, sérstaða þeirra skilgreind og þau skráð sérstaklega hjá fyrirtækjaskrá. Yfirsýn um starfsemi þeirra mun þar af leiðandi batna til muna sem stuðla mun að almennu trausti í þeirra garð, þeirra á milli og gagnvart [...]

404, 2015

Árangursríkar leiðir í eineltismálum

Einelti Árangursríkar leiðir í eineltismálum Næsti fundur Náum áttum fjallar um eineltismál, á hverju árangursríkar leiðir byggjast.  Fyrirlesarar eru Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstundafræðum sem fjallar um árangursríkar leiðir í eineltismálum, þeir Páll Óskar Valtýsson og Magnús Stefánsson frá Marita fræðslunni sem fjalla um einelti út frá geranda og þolanda og Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, Save the children á [...]

204, 2015

Allraheill – undirskriftarátak á móti frjálsri sölu áfengis

Áfengisfrumvarpið Allraheill - undirskriftarátak á móti frjálsri sölu áfengis Þessa daga fer fram undirskriftarátak á netinu, www.allraheill.is þar sem mótmælt er frumvarpi um frjálsa sölu áfengis.  Undirskriftarsöfnunin hófst 31. mars og með henni er verið að  undirstrika það sem kemur fram í könnunum, að meirihluti þjóðarinnar er á móti frjálsri sölu áfengis. Það eru Bindindissamtökin IOGT á Íslandi, Núll prósent og Barnahreyfing IOGT á [...]

2803, 2015

Áfengisfrumvarp gegn stefnu Reykjavíkurborgar

Áfengisfrumvarpið Áfengisfrumvarp gegn stefnu Reykjavíkurborgar For­varn­ar­full­trú­ar Reykja­vík­ur­borg­ar telja að frum­varp um af­nám einka­sölu á áfengi fari gegn stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar í for­vörn­um og tek­ur vel­ferðarsvið borg­ar­inn­ar und­ir það sjón­ar­mið. Sviðið tel­ur mik­il­vægt að frum­varpið nái ekki fram að ganga. Í um­sögn vel­ferðarsviðs borg­ar­inn­ar um frum­varp Vil­hjálms Árna­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, þess efn­is að sala áfeng­is verði heim­iluð í mat­vöru­versl­un­um, seg­ir að mik­il­vægt sé [...]

1103, 2015

Náum áttum fundur um geðheilbrigði barna

Geðheilsa Náum áttum fundur um geðheilbrigði barna Næsti fundur Náum áttum verður miðvikudaginn 18. mars nk. á Grand Hótel að vanda.  Að þessu sinni verður fjallað um geðheilbrigðismál barna, viðbrögð og úrræði sem til staðar eru auk þess sem sérstaklega verður sagt frá nýrri nálgun í þessum efnum og sem hafa reynst vel. [...]

503, 2015

Hefur áhyggjur af áhrifum á lýðheilsu og hvetur alþingismenn til þess að fella áfengisfrumvarpið

Áfengisfrumvarpið Hefur áhyggjur af áhrifum á lýðheilsu og hvetur alþingismenn til þess að fella áfengisfrumvarpið Mariann Skar framkvæmdastjóri Eurocare hvetur alþingismenn til þess að fella áfengisfrumvarpið sem nú bíður frekari umræðu og afgreiðslu á Alþingi. Eurocare er samstarfsvettvangur félagasamtaka í Evrópu sem vinna að áfengisvörnum og lýðheilsu. Mariann hefur áhyggjur af afleiðingum þess fyrir heilsu Íslendinga verði frumvarpið samþykkt og segir [...]

503, 2015

Kári á móti áfengisfrumvarpinu

Áfengisfrumvarpið Kári á móti áfengisfrumvarpinu Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist í viðtali í Morgunblaðinu í dag (5. mars 2015 og Eyjan vitnar líka í) alfarið vera á móti áfengisfrumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi og bíður þar annarrar umræðu. Segir Kári rangt, sem reynt sé að halda fram í frumvarpinu, að áfengi sé ekki hættulegt því staðreyndin sé sú að 12,5 prósent [...]

403, 2015

Fagna aðgerðum lögreglu gegn fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum

Samfélagsmiðlar Fagna aðgerðum lögreglu gegn fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum Aðalfundur FRÆ sem haldinn var í fyrradag (3. mars) fagnar í ályktun aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum. ,,Samfélagsmiðlar eru almennur samskiptavettvangur barna og ungmenna“, segir í ályktuninni,  ,,og því brýnt að fíkniefnasalar og aðrir sem láta sig velferð þeirra engu skipta hafi þar ekki ótakmarkað svigrúm. Þá er einnig brýnt [...]

403, 2015

Stjórn FRÆ endurkjörin á aðalfundi

FRÆ Stjórn FRÆ endurkjörin á aðalfundi Stjórn FRÆ (Fræðslu og forvarna, félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu) var endurkjörin á aðalfundi sem haldinn var í gær (3. mars 2015). Formaður félagsins er því áfram Heimir Óskarsson og aðrir með honum í stjórn eru: Sigurður Rúnar Jónmundsson gjaldkeri, Andrea Ýr Jónsdóttir ritari, Halldór Árnason meðstjórnandi og Aldís Yngvadóttir meðstjórnandi. Markmið félagsins er að: [...]

303, 2015

Áfengisfrumvarp: Minnihluti stendur að meirihlutaáliti

Áfengisfrumvarpið Áfengisfrumvarp: Minnihluti stendur að meirihlutaálitiMinni­hluti stend­ur að meiri­hluta­áliti Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd af­greiddi frum­varp um smá­sölu áfeng­is á fundi sín­um í morg­un og fer það nú til 2. umræðu á Alþingi. Þó að meiri­hluti hafi verið fyr­ir því að af­greiða frum­varpið úr nefnd­inni stóðu aðeins þrír nefnd­ar­menn af níu að meiri­hluta­áliti á því.Frum­varpið hef­ur ekki notið stuðnings meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar en því var engu að [...]

2402, 2015

Náum áttum – heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi Náum áttum - heimilisofbeldi Næsti fundur Náum áttum fjallar um heimilisofbeldi.  Frummælendur verða þær Margrét Ólafsdóttir, aðjúnk við HÍ og Ingibjörg H Harðardóttir, lektor við HÍ, sem fjalla saman um "ofbeldi á heimilli" og Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri Lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu sem fjallar um "nýja nálgun lögreglu og félagsþjónustu". Úr erindi Öldu Hrannar: Heimiliofbeldi – Breytt nálgun lögreglu og félagsþjónustu [...]

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.

    Fræðsla og forvarnir

    Hverafold 1-3, 112 Rekjavík

    Phone: +354 861 1582

    Go to Top