Áfengisfrumvarpið
Kári á móti áfengisfrumvarpinu
Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist í viðtali í Morgunblaðinu í dag (5. mars 2015 og Eyjan vitnar líka í) alfarið vera á móti áfengisfrumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi og bíður þar annarrar umræðu. Segir Kári rangt, sem reynt sé að halda fram í frumvarpinu, að áfengi sé ekki hættulegt því staðreyndin sé sú að 12,5 prósent þjóðarinnar búi við verri hag en ella vegna þess, séu ýmist alkóhólistar eða skyldmenni alkóhólista.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.