Áfengisfrumvarpið
Áfengisfrumvarp gegn stefnu Reykjavíkurborgar
Forvarnarfulltrúar Reykjavíkurborgar telja að frumvarp um afnám einkasölu á áfengi fari gegn stefnu Reykjavíkurborgar í forvörnum og tekur velferðarsvið borgarinnar undir það sjónarmið. Sviðið telur mikilvægt að frumvarpið nái ekki fram að ganga.
Í umsögn velferðarsviðs borgarinnar um frumvarp Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að sala áfengis verði heimiluð í matvöruverslunum, segir að mikilvægt sé að áfengi verði áfram selt samkvæmt núverandi fyrirkomulagi.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.