Fréttir2019-02-19T16:59:41+00:00

Fréttir

3006, 2021

Frumvarp um félög til almannaheilla samþykkt við þinglok. Mikilvægum áfanga náð.

Frumvarp um félög til almannaheilla varð loksins að lögum fyrir þinglok fyrr í þessum mánuði. Breiður stuðningur var við frumvarpið. Með þessum lögum verða félagasamtök til almannaheilla aðgreind frá öðrum félagasamtökum, sérstaða þeirra skilgreind og þau skráð sérstaklega hjá fyrirtækjaskrá. Yfirsýn um starfsemi þeirra mun þar af leiðandi batna til muna sem stuðla mun að almennu trausti í þeirra garð, þeirra á milli og gagnvart [...]

3006, 2021

Áföll og ofbeldi – orsakir og afleiðingar

Birtingarmyndir áfalla geta verið með ýmsum hætti en hafa verður í huga að upplifun fólks á áföllum er mismunandi. Atvik sem sumir upplifa sem áfall kann að hafa lítil sem engi áhrif á aðra. Slys, náttúruhamfarir, misnotkun, ofbeldi, vanræksla eða ástvinamissir eru dæmi um áföll. Áhrifin eru ýmiss konar, kvíði, streita og breytingar á hegðun sem oft verður leiðin til þess að takast á við [...]

2511, 2020

Öll áfengisneysla eykur hættu á krabbameini

Í fjölda rannsókna hefur verið sýnt fram á tengsl milli áfengisneyslu og nokkurra tegunda krabbameina. Þess vegna er áfengisneysla flokkuð sem þekktur krabbameinsvaldur hjá Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnuninni (IARC). Um flest krabbamein gildir að því meira sem drukkið er og því lengri tíma sem drykkjan nær yfir því meiri líkur eru á að fá áfengistengt krabbamein. Að minnka áfengisdrykkju eða - sem er enn betra - að sleppa [...]

2910, 2020

Skortur á þekkingu á áhrifum áfengis á krabbamein

Á netmálþingi um áfengi og krabbamein á Norðurlöndum sem haldið var að tilstuðlan samtakanna NordAN (Nordic Alcohol and Drug Policy Network) miðvikudaginn 28. október síðastliðinn voru fyrirlesarar sammála um að mikið vantaði á almenna þekkingu á tengslum áfengisneyslu og krabbameina, það er að áfengisneysla eykur verulega á hættuna á krabbameinum. Meðal fyrirlesara var Dr. Jóhanna Eyrún Torfadóttir frá Krabbameinsfélagi Íslands. Hún sagði meðal annars [...]

506, 2020

Fjórðungur Íslendinga með skaðlegt neyslumynstur áfengis

Fjórðungur Íslendinga með skaðlegt neyslumynstur áfengis Samkvæmt vöktun áhrifaþátta heilbrigðis meðal Íslendinga, 18 ára og eldri*, segjast um það bil 86% fullorðinna Íslendinga hafa drukkið a.m.k. eitt glas af áfengum drykk síðustu 12 mánuði árið 2019 og 34% sögðust drekka áfengi í hverri viku. Þá segjast 26% svarenda hafa orðið ölvaðir einu sinni í mánuði eða oftar síðastliðna 12 mánuði og fellur [...]

1704, 2020

Almannaheillasamtök gegna mikilvægu hlutverki við að draga úr afleiðingum Covid-faraldursins.

Almannaheillasamtök gegna mikilvægu hlutverki  við að draga úr afleiðingum Covid-faraldursins. Yfirlýsing frá Almannaheillum: Almannaheill, regnhlífasamtök þriðja geirans, hvetja aðildarfélög sín, önnur félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir og allan almenning til að leggjast á sveif með yfirvöldum í að draga úr áhrifum veirufaraldursins og fylla í þau skörð sem ekki er á færi opinberra aðila að fylla. Eftir því sem líður á tíma Covid-faraldursins skýrast afleiðingar hans [...]

1504, 2020

Aukum ekki aðgengi að áfengi á meðan á Covidfaraldrinum stendur!

Aukum ekki  aðgengi að áfengi á meðan á Covidfaraldrinum stendur! „Áfengis er neytt í miklu magni í Evrópu og skilur eftir sig of mörg fórnarlömb. Við Covid-19 heimsfaraldurinn ættum við að leiða hugann að því hvaða áhætta fylgir því að fólk dvelji innilokað á heimilum sínum með efni sem er skaðlegt bæði hvað varðar heilsufar og skaðleg áhrif á hegðun fólks á aðra, þar á [...]

1802, 2020

Forvarnir eru alvörumál!

Forvarnir eru alvörumál! Ávana- og vímuefnaforvarnir eru lifandi og síkvikt viðfangsefni. Markmið þeirra og inntak er að bæta lífsgæði fólks og firra samfélagið kostnaði sem fylgir ávana- og vímuefnaneyslu. Birtingarform viðfangsefnisins eru ekki ávallt þau sömu og ný þekking á áhrifaþáttum hennar hefur áhrif á þær leiðir sem lögð er áhersla á hverju sinni og ýmsar samfélagsbreytingar kalla á breytta nálgun í forvörnum. Meðal brýnna [...]

1712, 2019

Leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanna lækkað í nýjum umferðarlögum

Leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanna lækkað í nýjum umferðarlögum Um áramótin taka gildi ný umferðarlög sem samþykkt voru á Alþingi í júní síðastliðnum. Í nýju lögunum felast ýmsar breytingar sem Samgöngustofa hefur tekið saman á vef sínum. Meðal þess sem breytist með tilkomu nýju laganna er að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanna lækkar úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Refsimörk verða þó áfram miðuð við 0,5 [...]

1510, 2019

Lögleyfing kannabiss ekki skilað tilætluðum árangri

Lögleyfing kannabiss ekki skilað tilætluðum árangri. Dagana 11. og 12. október síðastliðinn stóð NordAN, sem er samstarfsvettvangur félagasamtaka á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum um stefnumörkun og forvarnir í ávana- og vímuefnamálum, fyrir árlegri ráðstefnu sinni sem haldin var að þessu sinni í Helsinki. Yfirskrift ráðstefnunnar var ,,áfengi og vímuefni í samfélagi breytinga“ með tilvísun í að ávana- og vímuefnamál eru ekki undanþegin breytingum og við því [...]

410, 2019

Vitundarvakning um áhrif rafsígaretta

Vitundarvakning um áhrif rafsígaretta. Mikil vitundarvakning hefur orðið á áhrifum og skaðsemi rafsígaretta á stuttum tíma. Stöðugt koma fram vísbendingar um skaðsemi þeirra og fréttir af veikindum og mögulegum dauðsföllum sem rakin eru til notkunar á rafsígarettum. Viðbrögð við þessu endurspeglast í hertum takmörkunum á notkun og dreifingu á rafsígarettum og  ákalli um að spyrna þurfi við fótum og herða regluverk og eftirlit með sölu [...]

310, 2019

Frumvarp til laga um félög til almannaheilla

Frumvarp til laga um félög til almannaheilla. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur lagt fram á alþingi frumvarp um almannaheillafélög. Frumvarpið heimilar félögum og félagasamtökum að skrá sig sérstaklega sem félag til almannaheilla og fá þannig endinguna .fta í fyrirtækjaskrá. Í frumvarpinu felast hagnýtar leiðbeiningar um stofnun og rekstur almannaheillafélaga þar sem vandaðir stjórnarhættir og fjármál eru höfð að leiðarljósi. Í frumvarpinu er í raun kveðið [...]

905, 2019

Slysum vegna fíkniefnaaksturs fjölgar

Slysum vegna fíkniefnaaksturs fjölgar. Í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi árið 2018 sem komin er út kemur fram að slysum vegna  fíkniefnaaksturs hefur fjölgað, svo og slysum vegna framanákeyrslna. Hins vegar hafa ungir ökumenn sjaldan staðið sig betur og bæta sig mikið á milli ára. Slösuðum bifhjólamönnum, hjólreiðamönnum og fótgangandi fækkar á milli ára. Erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis slasast í minni mæli en undanfarin ár [...]

103, 2019

Loksins komin lög um rafsígarettur. Sambærilegar reglur um sölu þeirra og sölu sígaretta.

Loksins komin lög um rafsígarettur. Sambærilegar reglur um sölu þeirra og sölu sígaretta. Ný lög um rafsígarettur og áfyllingar fyrir þær taka gildi í dag. Í lögunum er kveðið á um innflutning, markaðssetningu, notkun og öryggi vörunnar og ráðstafanir til að sporna við notkun barna á rafsígarettum. Engin sérlög hafa gilt um rafsígarettur fyrr en nú. Kannanir hafa sýnt að það eru fyrst og fremst [...]

2002, 2019

Persónuvernd barna. Netið gleymir engu

Persónuvernd barna. Netið gleymir engu Á vel sóttum morgunverðarfundi Náum áttum samstarfshópsins í dag var fjallað um persónuvernd barna og áskoranir í skólasamfélaginu sem tengjast henni. Það er auðvelt að misnota persónuupplýsingar. Það þarf því til dæmis að huga vel að því sem við setjum á Netið og hafa hugfast að Netið gleymir engu. Skólar þurfa að setja sér verklagsreglur um söfnun, miðlun og varðveislu [...]

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.

    Fræðsla og forvarnir

    Sigtúni 42, 105 Rekjavík

    Phone: +354 861 1582

    Go to Top