Fréttir2019-02-19T16:59:41+00:00

Fréttir

3105, 2024

Krabbameinsfélagið skorar á stjórnvöld að taka skýra afstöðu með lýðheilsu og fólkinu í landinu, virða gildandi lög og reglur og auðvelda ekki aðgengi að áfengi, tóbaks- og nikótínvörum.

Í ályktun aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem haldinn var 25. maí síðastliðinn er meðal annars heilbrigðisráðherra hvattur til þess, í samstarfi við önnur stjórnvöld, að setja forvarnir í forgang, með virkum stjórnvaldsaðgerðum til að efla lýðheilsu. Margir erlendis horfi til Íslands varðandi árangur í forvarnarmálum, tóbaksvörnum og áfengisneyslu ungmenna sérstaklega. Standa þurfi vörð um þennan árangur og gera enn betur. Aðalfundurinn skorar á stjórnvöld að taka skýra [...]

3005, 2024

Heilbrigðisráðherra stendur eindregið með lýðheilsusjónarmiðum varðandi sölu og dreifingu á áfengi.

Í gær, 29. maí 2024, áttu fulltrúar Breiðfylkingar forvarnasamtaka fund með Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um ólöglega netsölu áfengis. Á fundinum lýstu samtökin áhyggjum sínum af því að ekki skuli vera farið að landslögum hvað varðar netsölu með áfengi á Íslandi sem felur í sér að áfengi er selt og afhent til neytenda á nokkrum mínútum af lager sem er innanlands og er því smásala [...]

2305, 2024

Ólíðandi að áfengisnetverslanir fái að starfa óáreittar þar sem starfsemi þeirra brjóti í bága við lög.

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis ræddi ólöglega netsölu áfengis á alþingi 17. maí síðastliðinn.  Sagði hún meðal annars ólíðandi að slíkar verslanir fái að starfa óáreittar þar sem starfsemi þeirra brjóti í bága við lög og tími sé til kominn að alþingi og framkvæmdavaldið geri eitthvað í málinu. Þórunn furðar sig á því að ólögleg netsala áfengis hafi fengið að viðgangast [...]

2205, 2024

Ólöglegar netsölur áfengis sprottið upp hömlulaust.

,,Netsölurnar selja og afhenda áfengi í smásölu til neytenda þar sem áfengið er afhent af innlendum lager á örfáum mínútum eftir að pantað er, eða sent heim. Fyrirkomulag þetta er augljóst brot á einkarétti ÁTVR til smásölu. Þrátt fyrir kæru ÁTVR hefur lögreglan ekki sinnt þeirri kæru í tæp 4 ár. Fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem ÁTVR heyrir undir, hefur ekkert gert í stöðunni heldur. Róm [...]

105, 2024

Breiðfylking forvarnarsamtaka fundar með félags- og vinnumarkaðsráðherra um lýðheilsu og ólöglega netsölu áfengis.

Breiðfylking forvarnarsamtaka átti fínan fund með félags- og vinnumarkaðsráðherra þann 29. apríl 2024. Erindið var að ræða félagslegar afleiðingar þess ef netsala áfengis, eins og hún er stunduð á Íslandi, verður látin viðgangast. Samtökin láta sig lýðheilsu og félagslega velferð varða. Þau tala fyrir því að velferð fólks gangi framar ólöglegri markaðsvæddri netsölu áfengis. Um þessar mundir ræða samtökin við forystumenn í stjórnmálum um hvernig [...]

2003, 2024

Breiðfylking forvarnarsamtaka ræðir við ráðherra um lýðheilsu og ólöglega netsölu áfengis.

Þann 14. mars 2024 átti breiðfylking forvarnarsamtaka fund með dómsmálaráðherra til að undirstrika að lýðheilsa gangi framar markaðsvæddri netsölu áfengis. Óskað var eftir að ræða hvernig tryggja megi að landslögum sé fylgt og lýðheilsa varin eins og lög gera ráð fyrir. Á fundinum voru fulltrúar Samtakanna Fræðslu og forvarna-félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, en [...]

1302, 2024

Fjölmennt málþing um lýðheilsu og áfengi.

Hátt í hundrað þátttakendur sátu í dag málþing undir heitinu Lýðheilsa og áfengi-hver vilja kúvenda stefnunni og bjóða hættunni heim? og haldið var  í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Að málþinginu stóðu samtökin FRÆ - Fræðsla og forvarnir ásamt  Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarfi félagasamtaka í forvörnum. Málþingsstjóri var Siv Friðleifsdóttir fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ, sagði í setningarávarpi að [...]

402, 2024

Áfengi er þekktur krabbameinsvaldur.

,,Sérstök ástæða er til að vekja athygli á sambandi áfengisneyslu og tilurð krabbameina en það eru margir sem ekki vita að áfengi er þekktur krabbameinsvaldur. Jafnvel lítið magn eykur áhættu á krabbameinum og eru þannig engin örugg mörk varðandi neyslu áfengis en áhættan eykst eftir því sem notkunin er meiri.“ Þetta segir Alma D. Möller landlæknir í grein á visir.is í dag, 4. febrúar alþjóðadegi gegn krabbameini. [...]

2610, 2023

Drykkja ungmenna virðist vera að aukast til viðbótar við mikla aukningu í notkun nikótíns. Ef efnin eru ekki álitin skaðleg má búast við aukinni neyslu.

Ýmsir hafa undanfarið viðrað áhyggjur af aukinni neyslu áfengis hjá ungmennum, sem virðist koma nú í kjölfar mikillar aukningar á nikótíni. Ef til vill þarf þetta ekki að koma alfarið á óvart ef litið er til þess að seint og illa var brugðist við óheftri markaðssetningu og sölu á nikótíni og aðgengi að áfengi verið aukið mikið undanfarið. Meðal þeirra sem lýsa áhyggjum af þessari [...]

2410, 2023

Brýnt að setja reglugerð sem bannar sölu og innflutning á nikótíni í púðum, vökvum eða öðru formi með bragðefnum.

Aðalfundur Læknafélags Íslands (LÍ) sem haldinn var í Kópavogi föstudaginn 20. október síðastliðinn sendi frá sér tvær mjög afdráttarlausar ályktanir,  um nikótínpúða annars vegar og hins vegar um nikótínvörur almennt. Í ályktun fundarins um nikótínpúða er athygli heilbrigðisráðherra vakin á þeirri heilsufarsvá sem nikótínpúðar eru á markaði í dag. Notkun hafi aukist í yngri aldurshópum og slysabyrlunum barna fjölgað verulega. Brýnt sé að setja reglugerð [...]

2609, 2023

Kveðjuorð: Halldór Árnason

Í dag er borinn til grafar Halldór Árnason fyrrum formaður FRÆ-Fræðslu og forvarna. Stjórn, starfsfólk félagsins og félagsfólk kveður góðan vin og traustan félaga með söknuði og virðingu og sendir fjölskyldu hans og ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Halldór sat í stjórn FRÆ meira og minna frá stofnun félagsins 1993 til ársins 2014, lengstum sem formaður. Eftir að hann hætti stjórnarstörfum var hann kjörinn einn af félagslegum [...]

3006, 2021

Frumvarp um félög til almannaheilla samþykkt við þinglok. Mikilvægum áfanga náð.

Frumvarp um félög til almannaheilla varð loksins að lögum fyrir þinglok fyrr í þessum mánuði. Breiður stuðningur var við frumvarpið. Með þessum lögum verða félagasamtök til almannaheilla aðgreind frá öðrum félagasamtökum, sérstaða þeirra skilgreind og þau skráð sérstaklega hjá fyrirtækjaskrá. Yfirsýn um starfsemi þeirra mun þar af leiðandi batna til muna sem stuðla mun að almennu trausti í þeirra garð, þeirra á milli og gagnvart [...]

3006, 2021

Áföll og ofbeldi – orsakir og afleiðingar

Birtingarmyndir áfalla geta verið með ýmsum hætti en hafa verður í huga að upplifun fólks á áföllum er mismunandi. Atvik sem sumir upplifa sem áfall kann að hafa lítil sem engi áhrif á aðra. Slys, náttúruhamfarir, misnotkun, ofbeldi, vanræksla eða ástvinamissir eru dæmi um áföll. Áhrifin eru ýmiss konar, kvíði, streita og breytingar á hegðun sem oft verður leiðin til þess að takast á við [...]

2511, 2020

Öll áfengisneysla eykur hættu á krabbameini

Í fjölda rannsókna hefur verið sýnt fram á tengsl milli áfengisneyslu og nokkurra tegunda krabbameina. Þess vegna er áfengisneysla flokkuð sem þekktur krabbameinsvaldur hjá Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnuninni (IARC). Um flest krabbamein gildir að því meira sem drukkið er og því lengri tíma sem drykkjan nær yfir því meiri líkur eru á að fá áfengistengt krabbamein. Að minnka áfengisdrykkju eða - sem er enn betra - að sleppa [...]

2910, 2020

Skortur á þekkingu á áhrifum áfengis á krabbamein

Á netmálþingi um áfengi og krabbamein á Norðurlöndum sem haldið var að tilstuðlan samtakanna NordAN (Nordic Alcohol and Drug Policy Network) miðvikudaginn 28. október síðastliðinn voru fyrirlesarar sammála um að mikið vantaði á almenna þekkingu á tengslum áfengisneyslu og krabbameina, það er að áfengisneysla eykur verulega á hættuna á krabbameinum. Meðal fyrirlesara var Dr. Jóhanna Eyrún Torfadóttir frá Krabbameinsfélagi Íslands. Hún sagði meðal annars [...]

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.

    Fræðsla og forvarnir

    Hverafold 1-3, 112 Rekjavík

    Phone: +354 861 1582

    Go to Top