Fréttir
Hve mikill gæti samfélagslegur kostnaður orðið við að leggja ÁTVR niður?
Ingibjörg Ísaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, lagði 13. mars síðastliðinn fram fyrirspurn á Alþingi til fjármála- og efnahagsráðherra um mögulegan samfélagslegan kostnað af áfengisneyslu verði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins verður lögð niður. Fyrirspurnin er eftirfarandi: 1. Er ráðherra sammála því að ætla megi að samfélagslegur kostnaður af áfengisneyslu á ári sé 2,6% af vergri landsframleiðslu í hátekjulöndum, líkt og haldið var fram í skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í nóvember árið 2024, og hafi [...]
Hvað hefur verið gert í fjármála- og efnahagsráðuneytinu á undanförnum fimm árum, á grundvelli skatta- og tollalaga, til að hafa eftirlit með því að innflutningur og sala áfengis fari fram með löglegum hætti? Stendur til að leggja ÁTVR niður og liggur fyrir lýðheilsumat á áhrifum þess?
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, og Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður flokksins, hafa lagt fram þrjár fyrirspurnir til núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, um sölu áfengis með tilliti til skatta- og tollalaga, eftirlit ráðuneytisins með sölu áfengis og hvort stefnt sé að því að leggja ÁTVR niður. Sigurður Ingi lagði fram eftirfarandi fyrirspurn á Alþingi 3. mars síðastliðinn til eftirmanns síns í ráðuneytinu og óskar [...]
Frábær fundur með félags- og húsnæðismálaráðherra – Velferð barna fer ekki saman við aukið aðgengi að áfengi.
Fulltrúar Breiðfylkingar forvarnasamtaka áttu í gær, 12. mars 2025, góðan fund með Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um samspil lýðheilsu, velferðar barna og stóraukinnar netsölu áfengis á Íslandi. Rætt var um félagslegar afleiðingar óhóflegrar áfengisneyslu s.s. vanrækslu barna, ofbeldis í nánum samböndum og meðal hópa barna, örorku, fötlunar, minni framleiðni, slysa- og sjúkdómabyrði. Þá er neysla áfengis oft upptaktur að fíkniefnaneyslu barna- og ungmenna. Ráðherrann tók hópnum fagnandi og [...]
Skammt að bíða niðurstöðu í kæru vegna ólöglegrar netsölu áfengis.
Fulltrúar Breiðfylkingar forvarnasamtaka áttu í fyrradag (5. mars 2025) góðan og upplýsandi fund með Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, ásamt fulltrúum frá ákærusviði embættisins, um stöðu kæru sem ÁTVR lagði fram á hendur aðilum sem selja áfengi í smásölu og afhenda neytendum beint af lager sem er á Íslandi, fyrir tæpum 5 árum, eða þann 16. júní 2020. Í bréfi samtakanna frá 14. febrúar síðastliðnum, þar sem óskað er [...]
Sandra nýr formaður FRÆ.
Á aðalfundi FRÆ, sem haldinn var 24. Febrúar síðastliðinn, urðu formannaskipti í FRÆ. Sandra Heimisdóttir var þar kjörin formaður í stað Heimis Óskarssonar, sem verið hefur formaður frá árinu 2015. Þar áður var Heimir í stjórn félagsins frá árinu 2012. Önnur í stjórn FRÆ voru kjörin: Linda Björg Þorgilsdóttir, Guðlaug Birna Guðjónsdóttir, Heimir Óskarsson og Aðalsteinn Gunnarsson. Sandra hefur setið í stjórn FRÆ frá árinu 2017 og þekkir því vel [...]
Heilbrigðisráðherra afdráttarlaus um áfengismálin.
Alma Möller, heilbrigðisráðherra, var afar skýr í máli í viðtali á Rás tvö í dag (26. febrúar) um mikilvægi einkasölu ríkisins á áfengi. Hún tekur þar við keflinu af fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórssyni, sem einnig var á sama máli. Alma lýsti í viðtalinu yfir afdráttarlausum stuðningi við núverandi fyrirkomulag á smásölu áfengis og varaði við því að markaðsöflin tækju hana yfir. Þar vísaði hún meðal annars í nýja [...]
Vinnustofa um hagnýtar aðferðir í meðferð og bata.
Þeir sem glíma við hinar ýmsu fíknir þurfa að horfast í augu við þann veruleika að hafa misst stjórn á neyslu og/eða hegðun. Þá fer það ferli í gang að komast í svokallað „fráhald“ frá efnum og hegðunum og síðan tekur við bataferli þar sem viðkomandi tileinkar sér nýjar hegðunarreglur til að fara eftir til að ná og viðhalda „bata“. Hlutverk ráðgjafa er að styðja við þetta ferli. FRÆ, [...]
Ekki boðlegt að lögreglan hunsi kæru ÁTVR út í hið óendanlega.
,,Forvarnarsamtök fagna því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin láti sig varða fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi og vísi í því samhengi til lögreglukæru sem enga niðurstöðu hafi hlotið. Af þessu tilefni vilja forvarnarsamtök enn árétta margítrekaðar beiðnir til lögreglunnar um að leiða til lykta kærur sem ÁTVR lagði fram á hendur netsölu fyrir tæpum 5 árum, eða þann 16. júní 2020, netsölu sem selur í smásölu beint af innlendum lager til neytenda. Með [...]
Góður fundur með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra.
Það er okkur áhyggjuefni að svo virðist sem viðtækt sinnuleysi ríki gagnvart netsölu áfengis af hálfu stjórnvalda, sem gjarnan vísa í að lagaleg óvissa sé til staðar en gera þó ekkert til þess að eyða þeirri ætluðu óvissu fyrir atbeina dómstóla (ef með þarf) þannig að hægt sé að leggja fram afdráttarlausa staðfestingu á því hvort það fyrirkomulag sem er á netsölu áfengis hér á landi stenst lög eða [...]
Áfengissala á íþróttaviðburðum, fyrirmyndir í stúkunni, bjórdolla í annarri og forvarnaáætlun í hinni.
Félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa (FÍÆT) hefur sent sveitarfélögum landsins bréf til þess að mótmæla áfengissölu á íþróttaviðburðum á landinu. Félagið lýsir þar yfir þungum áhyggjum vegna þessa og segir hana auka hættu á óviðeigandi hegðun. Fyrirmyndirnar séu líka í stúkunni. Áfengissala á íþróttaleikjum hefur aukist á Íslandi á undanförnum árum, einkum á leikjum meistaraflokka og algengt er að sjá áhorfendur með bjór. Stundum hafa leyfamál ekki verið í lagi varðandi þessa áfengissölu. [...]
Ef áfengisgjaldið ætti að vera það sama nú og árið 1998 þyrfti það að hækka um 35 %.
,,Áfengisgjald eða betur nefnt áfengisskaðagjald – þarf að hækka í samræmi við verðbólgu og verðlagsvísitölu. Sérstaklega þarf að leiðrétta að gjaldið hefur ekki hækkað í samræmi við verðbólgu síðustu áratugi. Ef við lítum á áfengisgjaldið 1998 og nú 1. janúar 2025, þá þarf að hækka gjaldið um 35 %.“ Þetta segir Björn Sævar Einarsson, formaður IOGT á Íslandi, í sparnaðarráði sem hann sendi í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Björn birtir töfluna [...]
Spörum milljarða með því að takmarka aðgengi að áfengi.
Meðal tillagna sem ríkisstjórnin óskaði eftir um hvernig hægt er að hagræða í rekstri ríkisins er sparnaðarráð sextán félagasamtaka og forvarnasamtaka um að takmarka aðgengi að áfengi. Sérstaklega er bent á ávinning þess að hafa smásölu áfengis í hendi stjórnvalda, eða eins og er hér á landi í höndum Áfengis- og tóbaksverslunarinnar. Tillagan hefur í raun tvöfalt vægi, annars vegar efnahagslegt og hins vegar snýr hún að bættri lýðheilsu [...]
Húsfyllir á morgunfundi Náum áttum.
Húsfyllir var á morgunfundi Náum áttum sem haldinn var 22. janúar síðastliðinn. Yfirskrift fundarins var: Ungmenni og vímuefnaneysla. Fyrirlesarar voru: Jóna Margrét Ólafsdóttir, lektor á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands, sem fjallaði um áhrif vímuefnaneyslu unglinga á félagslega heilsu þeirra og virkni og Lára Sigurðardóttir, læknir á Vogi, sem fjallaði um áhrif áfengis og taugakerfi ungmenna. Silja Jónsdóttir, sálfræðingur barna og unglinga sem eiga foreldri með fíknivanda hjá SÁÁ og Bjarki Jóhannsson [...]
Ávana- og vímuefnamál á Fundi fólksins.
Á lýðræðishátíðinni Fundi fólksins, sem haldinn verður haldinn í Hörpunni föstudaginn 29. nóvember næstkomandi, verður meðal annars á dagskrá málstofa um ávana- og vímuefnamál. Yfirskrift fundarins er Ávana- og vímuefni – áskoranir í forvörnum. Er baráttan töpuð? Fundurinn er öllum opinn og ekki þarf að skrá sig. Umræðustjóri er Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna-félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu. Þátttakendur í umræðuhópnum eru: Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn [...]
Norræna áfengisstefnan er sjálfbær leið til lýðheilsu.
Í áratugi hafa Norðurlöndin verið leiðandi í áfengisstefnu þar sem lýðheilsa, öryggi og samfélagsleg velferð er í forgangi. Há gjöld á áfengi, auglýsingabann og ríkisstýring á smásölu áfengis eru hornsteinar þessarar stefnu. Með þessari stefnu hefur tekist að halda áfengisneyslu tiltölulega lágri og draga úr þeirri byrði sem tjón vegna hennar veldur samfélaginu. Á aðalfundi NordAN sem haldinn var í Osló 7. nóvember síðastliðinn var samþykkt ályktun þar sem [...]
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.