Forvarnaskólinn

Aukum þekkingu þeirra
sem starfa að forvörnum

Forvarnaskólinn tók til starfa í janúar 2007 og fyrstu nemendur voru útskrifaðir vorið 2007. Skólinn býður upp á nám fyrir þá sem vinna að forvörnum. Markmið Forvarnaskólans er að auka þekkingu þeirra sem starfa að forvörnum með því að bjóða upp á skipulagða og skilgreinda fræðslu fyrir þá sem starfa við eða hyggjast starfa við forvarnir, s.s. í sveitarfélögum, fyrirtækjum, skólum, félagasamtökum, æskulýðs- og íþróttastarfi, löggæslu, sálgæslu, félagsþjónustu og kirkjulegu starfi. Með náminu gefst kostur á að öðlast yfirsýn á forvarnir á stuttum tíma. Forvarnaskólinn er ekki starfræktur árlega.

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.