Áfengisfrumvarpið

Allraheill – undirskriftarátak á móti frjálsri sölu áfengis

Þessa daga fer fram undirskriftarátak á netinu, www.allraheill.is þar sem mótmælt er frumvarpi um frjálsa sölu áfengis.  Undirskriftarsöfnunin hófst 31. mars og með henni er verið að  undirstrika það sem kemur fram í könnunum, að meirihluti þjóðarinnar er á móti frjálsri sölu áfengis. Það eru Bindindissamtökin IOGT á Íslandi, Núll prósent og Barnahreyfing IOGT á Íslandi sem standa að þessu átaki og með því skora á þingmenn að hafa réttindi barna og ungmenna í fyrirrúmi þegar ákvörðun um áfengisfrumvarpið er tekin. Í áskorun sem send var til þingmanna stendur m.a.:
Fyrir Alþingi er nú til meðferðar frumvarp nr. 17 til laga um verslun með áfengi og tóbak, þar sem lagt er til að sala áfengis verði gefin frjáls og einkasala ÁTVR á smásölu áfengis verði aflagt. Við hvetjum þig eindregið til að huga að þeirri aukningu á neikvæðum afleiðingum sem aukið aðgengi að áfengi mun hafa á velferð barna og ungmenna, áður en þú greiðir atkvæði um frumvarpið.

Hér má sjá heimasíðu átaksins www.allraheill.is

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.