Samfélagsmiðlar
Fagna aðgerðum lögreglu gegn fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum
Aðalfundur FRÆ sem haldinn var í fyrradag (3. mars) fagnar í ályktun aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum. ,,Samfélagsmiðlar eru almennur samskiptavettvangur barna og ungmenna“, segir í ályktuninni, ,,og því brýnt að fíkniefnasalar og aðrir sem láta sig velferð þeirra engu skipta hafi þar ekki ótakmarkað svigrúm. Þá er einnig brýnt að foreldrar sýni árvekni, ræði við börn sín um þessi mál og fylgist með netnotkun þeirra.“
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.