Aðalfundur Læknafélags Íslands (LÍ) sem haldinn var í Kópavogi föstudaginn 20. október síðastliðinn sendi frá sér tvær mjög afdráttarlausar ályktanir,  um nikótínpúða annars vegar og hins vegar um nikótínvörur almennt.

Í ályktun fundarins um nikótínpúða er athygli heilbrigðisráðherra vakin á þeirri heilsufarsvá sem nikótínpúðar eru á markaði í dag. Notkun hafi aukist í yngri aldurshópum og slysabyrlunum barna fjölgað verulega. Brýnt sé að setja reglugerð sem bannar sölu og innflutning á nikótíni í púðum, vökvum eða öðru formi með bragðefnum. Vörur sem falla undir lyfjalög (nikótíntyggjó og önnur nikótínuppbótarlyf) séu undanskildar.

Í hinni ályktuninni skorar aðalfundurinn á heilbrigðisráðherra og alla þingmenn að beita sér fyrir að fella allar vörur sem innihalda nikótín, aðrar en lyf, undir tóbaksvarnarlög. Það myndi styrkja umgjörð sölu þessara vara og með því minnka líkur á að fyrri árangur í tóbaksvörnum glatist.

Við værum þakklát ef þú deilir þessari frétt ...

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar