Áfengisfrumvarpið

Áfengisfrumvarp: Minnihluti stendur að meirihlutaáliti

Minni­hluti stend­ur að meiri­hluta­áliti
 

Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd af­greiddi frum­varp um smá­sölu áfeng­is á fundi sín­um í morg­un og fer það nú til 2. umræðu á Alþingi. Þó að meiri­hluti hafi verið fyr­ir því að af­greiða frum­varpið úr nefnd­inni stóðu aðeins þrír nefnd­ar­menn af níu að meiri­hluta­áliti á því.

Frum­varpið hef­ur ekki notið stuðnings meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar en því var engu að síður vísað áfram til umræðu á þingi á fundi nefnd­ar­inn­ar í dag. Ekki ligg­ur fyr­ir hvenær 2. umræða um það verður tek­in á dag­skrá.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is stóðu aðeins þrír nefnd­ar­menn að meiri­hluta­áliti á frum­varp­inu, þar af aðeins tveir aðal­menn.

Frum­varp sem heim­il­ar sölu áfeng­is í versl­un­um var lagt fram á þingi í vet­ur. Leyfi til sölu á áfengi verður sam­kvæmt því ekki ein­ung­is bundið við bjór og létt­vín held­ur verður öll sala leyfð að ýms­um skil­yrðum upp­fyllt­um. 

Skil­yrðin snúa til dæm­is að sölu­tíma áfeng­is í versl­un­um, en ekki verður heim­ilt að selja áfengi eft­ir klukk­an átta á kvöld­in. Þá verður áfengið selt í af­mörkuðu rými inn­an versl­ana og sá sem af­greiðir þarf að hafa náð til­skild­um aldri. Leyf­in eru einnig háð samþykki viðkom­andi sveit­ar­fé­laga. Þá eru einnig gerðar kröf­ur um frá­gang áfeng­is­ins í versl­un­inni, svosem um lag­er­geymslu, sem og ör­yggis­kröf­ur til þess að sporna við þjófnaði og öðru slíku.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.