Áfengisfrumvarpið
Áfengisfrumvarp: Minnihluti stendur að meirihlutaáliti
Minnihluti stendur að meirihlutaáliti
Allsherjar- og menntamálanefnd afgreiddi frumvarp um smásölu áfengis á fundi sínum í morgun og fer það nú til 2. umræðu á Alþingi. Þó að meirihluti hafi verið fyrir því að afgreiða frumvarpið úr nefndinni stóðu aðeins þrír nefndarmenn af níu að meirihlutaáliti á því.
Frumvarpið hefur ekki notið stuðnings meirihluta nefndarinnar en því var engu að síður vísað áfram til umræðu á þingi á fundi nefndarinnar í dag. Ekki liggur fyrir hvenær 2. umræða um það verður tekin á dagskrá.
Samkvæmt heimildum mbl.is stóðu aðeins þrír nefndarmenn að meirihlutaáliti á frumvarpinu, þar af aðeins tveir aðalmenn.
Frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum var lagt fram á þingi í vetur. Leyfi til sölu á áfengi verður samkvæmt því ekki einungis bundið við bjór og léttvín heldur verður öll sala leyfð að ýmsum skilyrðum uppfylltum.
Skilyrðin snúa til dæmis að sölutíma áfengis í verslunum, en ekki verður heimilt að selja áfengi eftir klukkan átta á kvöldin. Þá verður áfengið selt í afmörkuðu rými innan verslana og sá sem afgreiðir þarf að hafa náð tilskildum aldri. Leyfin eru einnig háð samþykki viðkomandi sveitarfélaga. Þá eru einnig gerðar kröfur um frágang áfengisins í versluninni, svosem um lagergeymslu, sem og öryggiskröfur til þess að sporna við þjófnaði og öðru slíku.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.