Áfengisfrumvarpið

Hefur áhyggjur af áhrifum á lýðheilsu og hvetur alþingismenn til þess að fella áfengisfrumvarpið

Mariann Skar framkvæmdastjóri Eurocare hvetur alþingismenn til þess að fella áfengisfrumvarpið sem nú bíður frekari umræðu og afgreiðslu á Alþingi. Eurocare er samstarfsvettvangur félagasamtaka í Evrópu sem vinna að áfengisvörnum og lýðheilsu.

Mariann hefur áhyggjur af afleiðingum þess fyrir heilsu Íslendinga verði frumvarpið samþykkt og segir á vefsíðu samtakanna að aðgengi sé tvímælalaust meðal viðurkenndustu leiða til þess að vernda heilsu fólks. Sölu- og afgreiðslutími sé mikilvægur en það hafi einnig sýnt sig að ríkisreknar áfengiseinkasölur standi sig betur í að virða aldursmörk og séu þess vegna mikilvægar til þess að sporna gegn unglingadrykkju. Með því að færa sölu áfengis í hendur smásala fjölgi sölustöðum umtalsvert. ,,Þess vegna teljum við að frumvarpið sé spor í öfuga átt“, segir Mariann og hvetur alþingismenn til þess að standa vörð um ríkiseinkasölu á áfengi í þágu lýðheilsu.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.