Samstarf og aðild

FRÆ á í samstarfi við fjölmarga
sem tengjast fíkniefnamálum og forvörnum

SAFF er samstarfsvettvangur íslenskra félagasamtaka í forvörnum, stofnaður árið 2004. Aðildarsamtök SAFF vinna að heilsueflingu og áfengis-, tóbaks- og vímuefnaforvörnum á vettvangi mannræktar, velferðar, félagsmála, samfélagsþróunar, uppeldis- og skólamála, íþróttamála og tómstundastarfs. Samstarfið byggist á virðingu fyrir fjölbreytni, ólíkri aðkomu samtaka í forvörnum og mismunandi áherslum.

Félagasamtök eru þverskurður af samfélaginu með félagsfólk á öllum aldri, af báðum kynjum og starfa í þéttbýli sem dreifbýli. Félagasamtök búa því yfir margvíslegum og mikilvægum möguleikum til þess að vinna að forvörnum og lýðheilsu. Þau geta t.d. nýtt tengslanet sín til þess að virkja sjálfboðaliða í nærsamfélaginu á skömmum tíma og þátttaka þeirra getur haft margfeldniáhrif í samfélaginu. Félagasamtök eru skapandi afl sem getur boðið fjölþættar lausnir í forvörnum.

SAFF leggur sérstaka áherslu á að börn og unglingar njóti verndar gegn skaðsemi ávana- og vímuefna, enda eru þau sérstaklega berskjölduð gagnvart neyslu þeirra. Öll börn og ungmenni eiga rétt á að alast upp vernduð fyrir neikvæðum afleiðingum ávana- og vímuefnaneyslu eins og mögulegt er. Meðal annars er mikilvægt að koma í veg fyrir eða fresta upphafi neyslu áfengis og annarra vímuefna eins og hægt er.

Með samstarfi sínu á á vettvangi SAFF vilja aðildarsamtökin:

  • Efla samstarf sín á milli og vinna að viðurkenningu á mikilvægi félagasamtaka í heilsueflingu og forvörnum.
  • Kalla eftir og taka með formlegum hætti þátt í að móta opinbera stefnu í forvörnum.
  • Þrýsta á stjórnvöld um að tryggja fjármagn til forvarna.
  • Veita stjórnvöldum stuðning við framkvæmd opinberrar stefnumörkunar og framkvæmd hennar, en jafnframt veita stjórnvöldum aðhald hvað það varðar.
  • Eiga frumkvæði að því að taka upp ýmis mál sem varða forvarnir.

Frá stofnun hefur SAFF m.a. staðið fyrir árlegri forvarnaviku í október, Viku 43, þar sem sjónum er beint að ýmsum forvarnamálum, vakin athygli á hlutverki og forvarnastarfi félagasamtaka og gildi samstarfs í forvörnum. SAFF hefur einnig sett á laggirnar ýmis forvarnaverkefni, s.s. fræðsluverkefni um kannabis og fræðsluverkefni sem tengist útisamkomum og frítíma fólks.

SAFF starfar náið með FRÆ, Fræðslu og forvörnum. FRÆ heldur utanum samstarfið, undirbýr verkefni og leiðir framkvæmd þeirra í samstarfi við stjórn SAFF og aðildarsamtök þess:

Bandalag íslenskra skáta

Bindindissamtökin IOGT

Blátt áfram

Brautin, bindindisfélag ökumanna

Félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa – FÍÆT

Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu

Heimili og skóli – landssamtök foreldra

Hiv-Ísland, alnæmissamtökin á Íslandi

ÍSÍ – Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Krabbameinsfélagið/Krabbameinsfélag Reykjavíkur

Kvenfélagasamband Íslands

Lionsumdæmið á Íslandi

Núll prósent – samtökin

Olnbogabörnin á Íslandi

SAMFÉS, samtök félagsmiðstöðva

Samhjálp, félagasamtök

Samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum

Samtök skólamanna um bindindisfræðslu – SSB

Unglingaregla I.O.G.T.

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ)

Ungmennahreyfing IOGT

Vernd, fangahjálp

Vímulaus æska – Foreldrahús

Þjóðkirkjan

Stjórn SAFF skipa:

Guðrún Björg Ágústsdóttir, formaður   Foreldrahús/Vímulaus æska

Guðlaug Guðjónsdóttir                             Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins

Málfríður Sigurhansdóttir                       Ungmennafélag Íslands

Árni Guðmundsson                                   Samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum

Aðalsteinn Gunnarsson                            IOGT á Íslandi

Náum áttum er forvarna- og fræðsluhópur samtaka, stofnana og áhugafólks um forvarna- og uppeldismál og hefur starfað síðan 2000. Hópurinn heldur nokkra morgunverðarfundi á ári sem eru orðnir fastur liður í upplýsinga- og fræðslustarfi í forvörnum. Fundirnir eru haldnir á Grand Hotel að öllu jöfnu og þá sækir fagfólk og ýmsir sem vinna að málefnum barna og ungmenna. Fundirnir eru yfirleitt teknir upp og eru aðgengilegir á vefsíðu hópsins http://naumattum.is/. Einnig má benda á fésbókarsíðuna https://www.facebook.com/naumattum/.

Umfjöllunarefni morgunverðarfunda Náum áttum undanfarin ár:

2019

  • janúar: Jákvæð samskipti í starfi með börnum – samfélag virðingar og ábyrgðar.
  • febrúar: Persónuvernd barna – áskoranir í skólasamfélaginu.
  • mars: Verum snjöll – jafnvægi í snjalltækjanotkun barna.
  • september: Heilsa og velferð barna og unglinga.
  • október: Stuðningur við ungmenni í áhættu vegna vímuefnaneyslu.

2018

  • mars: Metoo og börnin – öryggi barna og ungmenna í tómstunda-, íþrótta- og æskulýðsstarfi.
  • apríl: Réttur barna í opinberri umfjöllun.
  • september: Skólaforðun – falinn vandi.
  • október: Lyfjanotkun ungmenna. Íslenskur veruleiki.
  • nóvember: Vímuefnavandi ungmenna – Hvar getum við betur?

2017

  • febrúar: Umfang kannabisneyslu: Þróun-áhrif-samfélag.
  • mars: Einmanaleiki og sjálfsskaðandi hegðun ungs fólks.
  • apríl: Rödd unga fólksins-er hlustað á skoðanir ungmenna?
  • maí: Hvernig líður börnum í íþróttum?
  • október: Viðkvæmir hópar – líðan og neysla
  • nóvember: Ungmenni utan skóla. Hagir og úrræði.

2016

  • janúar: Er geðheilbrigði forréttindi? 1001 dagur í lífi hvers barns.
  • febrúar: Verndum börnin. Alþjóðastefna í vímuvörnum.
  • mars: Forvarnir í leikskólum.
  • apríl: ERU Börn í framhaldsskólum? Ábyrgð foreldra og skóla á velferð barna.
  • september: Rafrettur og munntóbak – nýr lífsstíll eða óvægin markaðssetning?
  • október: Foreldar í vanda. Mikilvægi stuðnings og fræðslu til foreldra.
  • nóvember: Of mikið á netinu? Áhrif snjalltækja.

2015

  • 21. janúar: Eru snjalltækin að breyta skólastarfi? Um snjalltækjanotkun barna og ungmenna.
  • 25. febrúar: Heimilisofbeldi, viðbrögð, úrræði, nýjar leiðir
  • 18. mars: Geðheilbrigði barna, viðbrögð, úrræði og nýjar leiðir.
  • 15. apríl: Einelti, úrræði og forvarnir.
  • 30. september: Ester, ný nálgun í forvarnastarfi.
  • 21. október: Líka þér við þig? Sjálfsmynd og forvarnir.
  • 25. nóvember: Skóli fyrir alla – eða hvað? Hvað þarf til að skólinn sé fyrir alla?

2014

  • 22. janúar: Brotthvarf úr framhaldsskólum
  • 12. mars: Úti alla nóttina… næturlíf og neysla
  • 14. maí: Barnafátækt á Íslandi
  • 1. október: Verður áfengi á nýja nammibarnum? Er hagsmuna barna gætt í nýju frumvarpi um sölu áfengis í matvöruverslunum?
  • 29,. október: Opinber umfjöllun um börn – ábyrgð fjölmiðla og foreldra
  • 26. nóvember: eru jólín hátíð allra barna? Velferð, vernd, virkni og virðing

2013

  • 6. febrúar: Hundur eða blaðra? Vímuefnaleit í framhaldsskólum á skólaskemmtunum.
  • 14. mars: Forvarnagildi íþrótta- og tómstundastarfs. Hvað virkar og hvað virkar ekki?
  • 17. apríl: Hver er ég? – Kynferði og sjálfsmynd unga fólksins
  • 15. maí: Brotin sjálfsmynd barna og ungmenna. Ábyrgð fjölmiðla og foreldar – úrræði.
  • 25. september: Unglingar og vímuefni
  • 27. nóvember: Byrgjum brunninn – snemmtæk íhlutun

2012

  • Febrúar: Stuðningur við börn í erfiðum aðstæðum.
  • Mars: Óbein áhrif áfengisneyslu.
  • Apríl: Fastur á netinu? – tölvunotkun unglinga.
  • Maí: Sumarið er tíminn – samvera, úthátíðir; ábyrgð hverra?
  • September: Velferð barna þremur árum eftir Hrun II.
  • Október: Velferð barna þremur árum síðar! Hvað segja lykiltölur um stöðuna í dag?
  • Nóvember: Ábendingar barnaréttanefndar Sameinuðu þjóðanna.

2011

  • Febrúar: Áhrif hagræðingar á velferð barna
  • Mars: Vanlíðan og hegðan barna.
  • Maí: Eru hagsmunir barna hafðir að leiðarljósi við ákvörðunartöku í forsjár og umgengnismálum?
  • September: Frístundir, áhætta, forvarnir.
  • Október: Til að forvarnir virki!
  • Nóvember: Streita og kvíði barna – einkenni og úrræði.

2010

  • Febrúar: Börn og ADHD – ekki gera ekki neitt.
  • Mars: Börn og vímuefni – viðbrögð kerfisins.
  • Apríl: Velferð barna – tækifæri til skimunnar og þjónustu í skólakerfinu.
  • Maí: Að þora að vera foreldri.
  • September: Eineltisáætlun – hvað svo?
  • Október: Að uppræta einelti!
  • Október: „Þetta er bara gras“ – í samvinnu við Viku 43 um kannabis.
  • Nóvember: Áhrif niðurskurðar á framhaldsskólann og brottfall.

Almannaheill – samtök þriðja geirans – voru stofnuð sumarið 2008 til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignastofnanir sem starfa í almannaþágu, vinna að sem hagfelldustu starfsumhverfi fyrir þessa aðila, styrkja ímynd þeirra, efla stöðu hans í samfélaginu og koma fram fyrir hönd þriðja geirans gagnvart opinberum aðilum og fjölmiðlum. Þá vinna samtökin að því að heildarlöggjöf verði sett um starfsemi frjálsra félagasamtaka, að skattaleg staða þeirra verði bætt, og að sýnileiki þriðja geirans í þjóðfélaginu verði aukinn.

FRÆ hefur verið aðili að Almannaheillum frá árinu 2015. Framkvæmdastjóri FRÆ var kjörinn varamaður í stjórn á aðalfundi samtakanna 24. maí 2017 en situr alla stjórnarfundi.

Nánari upplýsingar á vefsíðu samtakanna.

FRÆ gerðist árið 1995 aðili að samstarfi opinberra stofnana og stjórnvalda á Norðurlöndum um vímuvarnir. Þessu samstarfi var hætt í árslok 1998.

Árið 2000 stofnuðu nokkur félagasamtök á Norðurlöndum samstarfsvettvanginn NordAN (Nordic Alcohol and Drug Policy Network). Einu kröfurnar sem gerðar eru til aðildarsamtaka NordAN er að starf þeirra byggist á sjálfboðastarfi, þau styðji virka stefnu í áfengis- og vímuefnamálum og séu á engan hátt á mála hjá áfengisframleiðendum og seljendum áfengis. Nú eru 90 norræn félagasamtök og samtök í Eystrasaltsríkjunum þremur aðilar að NordAN. Þetta eru samtök sem starfa á ýmsum sviðum forvarna og beita sér fyrir áfengis- og vímuvarnastefnu sem hefur að markmiði að draga úr neyslu áfengis og annarra fíkniefna. NordAN er með skrifstofu í Eistlandi og skipa fulltrúar allra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna þriggja, auk Færeyja, stjórn samtakanna. FRÆ gerðist formlegur aðili að NordAN vorið 2001.

Árni Einarsson framkvæmdastjóri FRÆ hefur setið í stjórn NordAN frá stofnun.

Íslensk aðildarsamtök að NordAN:

Brautin – Bindindisfélag ökumanna
Samtök skólamanna um bindindisfræðslu -SSB
Komið og dansið
FRÆ – Fræðsla og forvarnir
Samstarf félagasamtaka í forvörnum

IOGT á Íslandi

FRÆ hefur átt í margvíslegum samskiptum og samstarfi við IOGT í gegnum tíðina. Starfsmenn og forystumenn beggja hittast af og til, ræða stöðu forvarnamála og samstarfsfleti. FRÆ og IOGT standa saman að ýmsum verkefnum, svo sem málþingum og vinnu vegan opinberrar stefnumörkunar. Framkvæmdastjóri IOGT situr sem varamaður í stjórn FRÆ sem styrkir þessi tengsl mikið.

Krabbameinsfélagið

Starfsmenn Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og FRÆ hittast reglulega og kynna verkefni sín og ræða stöðu og þróun í tóbaks-, áfengis- og vímuvörnum. Auk þess vinna félögin nú saman að sérstöku verkefni um rafsígarettur sem hófst árið 2018. Því var fram haldið árið 2019 en hlé var gert á verkefninu árið 2020 vegna kófsins.

Árni Einarsson framkvæmdastjóri FRÆ situr í stjórn Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins (sem formaður frá ágúst 2014). Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins situr einnig í stjórn FRÆ. Vegna þessa eru óhjákvæmilega sterk tengsl þarna á milli.

Ungmennafélag Íslands

Ungmennafélag Íslands á sér langa sögu og starfsemi sem meira eða minna miðar að bættri lýðheilsu og almannaheill. Markmiðið með starfi UMFÍ er m.a. að ungmenni finni sér heilbrigð áhugamál og lífsstíl og telji sjálfsagt að sniðganga tóbak, áfengi og önnur vímuefni. UMFÍ heldur úti verkefnum og tekur þátt í ýmiss konar samstarfi sem miðar að þessu og byggir á skilgreindri forvarnastefnu.

UMFÍ og FRÆ eiga sér því sterkan samnefnara og gagnkvæmur skilningur ríkir þeirra á milli. Það styrkir enn tengslin að framkvæmdastjóri FRÆ var fyrr á árum nátengdur UMFÍ með þátttöku í starfi ungmennafélaga og sem félagsmaður. Flutningur FRÆ í húsakynni UMFÍ í ársbyrjun 2015 hefur styrkt þessi tengsl enn frekar.

Ráðgjafarskóli Íslands
FRÆ kom að undirbúningi að stofnun Ráðgjafarskóla Íslands árið 2004. Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ, hefur verið einn af kennurum Ráðgjafarskólans frá upphafi og flytur þar fyrirlestra reglulega.

Evrópska fagráðið í forvörnum og ráðgjöf

Norræna fagráðinu í forvörnum og ráðgjöf var breytt í Evrópufagráðið í forvörnum og ráðgjöf (ECB) á árinu. Við það stækkar starfssvæði ráðsins umtalsvert. Átta Evrópulönd hafa þegar ákveðið að gerast aðilar að ráðinu. Hlutverk ráðsins er að votta hæfni ávana- og vímuefnaráðgjafa, forvarnaráðgjafa og fleiri á svipuðum sviðum á grundvelli skilgreindra hæfnis- og menntunarviðmiða. Með því er ætluin að stuðla að fagmennsku, færni og hæfni þeirra sem starfa á þessum sviðum. Evrópa er sameinað starfssvæði og fólksflutningar innan hennar frjálsir. Það kallar á að fyrir hendi sé samræmt matskerfi sem auðveldar fólki að starfa í löndum Evrópu og aðveldar þeim sem ráða til sín ráðgjafa að treysta því að þeir hafi menntun og færni til starfa. ECB rekur vefsíðu og heldur úti fésbókarsíðu. Framkvæmdastjóri FRÆ er einn þriggja stjórnarmanna í ráðinu.

BRAUTIN – bindindisfélag ökumanna

Brautin, bindindisfélag ökumanna er félag sem hefur það að markmiði að draga úr neyslu áfengis og auka umferðaröryggi. Veltibíllinn er þekktasta verkefni félagsins en nauðsynlegt þótti að endurnýja bílinn í byrjun árs 2020. Einnig er unnið að uppsetningu fræðsluvefsíðu um ölvunarakstur og umferðaröryggi. Síðan er einkum ætluð til fræðslu fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla og fyrstu bekkjum framhaldsskóla. FRÆ hefur tekið að sér ýmis fræðslu- og upplýsingaverkefni fyrir félagið um árabil. Árni Einarsson framkvæmdastjóri var kjörinn formaður félagsins á aðalfundi þess 11. maí 2017 og styrktust tengslin til muna við það. Árni lét af formennsku í félaginu í maí 2021.

Samtök skólamanna um bindindisfræðslu

Samtök skólamanna um bindindisfræðslu voru stofnuð árið 1953. Tilgangur þeirra var, og er, að vinna að heilbrigðu þjóðaruppeldi á grundvelli bindindissemi. Síðustu ár hefur ekki farið mikið fyrir starfi samtakanna. Helst er þar að nefna samstarf við önnur samtök sem starfa á svipuðum grundvelli og að sömu markmiðum. Árni Einarsson framkvæmdastjóri FRÆ er formaður SSB.

 

Fagráð Embættis landlæknis
Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu er landlækni gert skylt að setja á fót fagráð á helstu verksviðum forvarnastarfs embættisins, þ.m.t. á sviði áfengis- og vímuvarna og tóbaksvarna. Fagráð skulu vera landlækni til ráðgjafar. Fagráðin voru skipuð í fyrsta skipti 11. maí 2012 til tveggja ára. Í ráðunum eiga sæti sérfróðir aðilar og fulltrúar stofnana og félagasamtaka á viðkomandi sviði. Framkvæmdastjóri FRÆ var aðalmaður í fagráði um áfengis- og vímuvarnir 2012-2018 en skipaður varamaður árið 2018, en endurskipað var í fagráðin haustið 2014, vorið 2018 og 2020. Guðlaug B. Guðjónsdóttir er skipuð aðalmaður í Fagráði um tóbaksvarnir. Fagráð í áfengis- og vímuvörnum og tóbaksvörnum eru nú þannig skipuð til ársins 2022 með skipunarbréfi 1. október 2020:

Í fagráði um áfengis- og vímuvarnir sitja:

Guðrún Halla Jónsdóttir, félagsráðgjafi í Miðgarði
Til vara: Álfgeir Logi Kristjánsson, Lektor í Lýðheilsuvísindum, Ríkisháskólinn í V-Virginíu
Ársæll Már Arnarsson prófessor, Háskóli Íslands
Til vara: Hervör Alma Árnadóttir, lektor í félagsráðgjöf við félagsvísindasvið HÍ
Þór Þórarinsson, sérfræðingur í velferðaráðuneytinu
Til vara: Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Ingunn Hansdóttir, sálfræðingur, SÁÁ
Til vara: Árni Einarsson, uppeldis- og menntunarfræðingur, framkvæmdastjóri FRÆ
Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna, fulltrúi Embættis landlæknis

Í fagráði um tóbaksvarnir sitja:

Sigrún Lilja Jónsdóttir, læknir

Til vara: Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur

Jóhanna Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur, verkefnisstjóri Ráðgjafar í reykbindindi
Til vara: Sif Hansdóttir, yfirlæknir lungnalækninga á lyflækningasviði LHS
Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins
Til vara: Jón Steinar Jónsson, Yfirlæknir á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu
Ásgeir Helgason, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu
Til vara: Karl Andersen hjartalæknir, LSH
Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna, fulltrúi Embættis landlæknis

Eitt af leiðarljósum FRÆ er samstarf, ekki síst þeirra sem sinna uppeldis- og menntamálum, félagsmálum, félagsstarfi eða sinna með öðrum hætti lýðheilsumálum og forvörnum. FRÆ lítur svo á að framkvæmd forvarna, árangurinn, byggist á samstarfi grasrótarinnar og stjórnvalda. Byggist á því að virkja fólk þar sem það er með stuðningi sveitarfélaga og annarra stjórnvalda.

SAFF er samstarfsvettvangur íslenskra félagasamtaka í forvörnum, stofnaður árið 2004. Aðildarsamtök SAFF vinna að heilsueflingu og áfengis-, tóbaks- og vímuefnaforvörnum á vettvangi mannræktar, velferðar, félagsmála, samfélagsþróunar, uppeldis- og skólamála, íþróttamála og tómstundastarfs. Samstarfið byggist á virðingu fyrir fjölbreytni, ólíkri aðkomu samtaka í forvörnum og mismunandi áherslum.

Félagasamtök eru þverskurður af samfélaginu með félagsfólk á öllum aldri, af báðum kynjum og starfa í þéttbýli sem dreifbýli. Félagasamtök búa því yfir margvíslegum og mikilvægum möguleikum til þess að vinna að forvörnum og lýðheilsu. Þau geta t.d. nýtt tengslanet sín til þess að virkja sjálfboðaliða í nærsamfélaginu á skömmum tíma og þátttaka þeirra getur haft margfeldniáhrif í samfélaginu. Félagasamtök eru skapandi afl sem getur boðið fjölþættar lausnir í forvörnum.

SAFF leggur sérstaka áherslu á að börn og unglingar njóti verndar gegn skaðsemi ávana- og vímuefna, enda eru þau sérstaklega berskjölduð gagnvart neyslu þeirra. Öll börn og ungmenni eiga rétt á að alast upp vernduð fyrir neikvæðum afleiðingum ávana- og vímuefnaneyslu eins og mögulegt er. Meðal annars er mikilvægt að koma í veg fyrir eða fresta upphafi neyslu áfengis og annarra vímuefna eins og hægt er.

Með samstarfi sínu á á vettvangi SAFF vilja aðildarsamtökin:

  • Efla samstarf sín á milli og vinna að viðurkenningu á mikilvægi félagasamtaka í heilsueflingu og forvörnum.
  • Kalla eftir og taka með formlegum hætti þátt í að móta opinbera stefnu í forvörnum.
  • Þrýsta á stjórnvöld um að tryggja fjármagn til forvarna.
  • Veita stjórnvöldum stuðning við framkvæmd opinberrar stefnumörkunar og framkvæmd hennar, en jafnframt veita stjórnvöldum aðhald hvað það varðar.
  • Eiga frumkvæði að því að taka upp ýmis mál sem varða forvarnir.

Frá stofnun hefur SAFF m.a. staðið fyrir árlegri forvarnaviku í október, Viku 43, þar sem sjónum er beint að ýmsum forvarnamálum, vakin athygli á hlutverki og forvarnastarfi félagasamtaka og gildi samstarfs í forvörnum. SAFF hefur einnig sett á laggirnar ýmis forvarnaverkefni, s.s. fræðsluverkefni um kannabis og fræðsluverkefni sem tengist útisamkomum og frítíma fólks.

SAFF starfar náið með FRÆ, Fræðslu og forvörnum. FRÆ heldur utanum samstarfið, undirbýr verkefni og leiðir framkvæmd þeirra í samstarfi við stjórn SAFF og aðildarsamtök þess:

Bandalag íslenskra skáta

Bindindissamtökin IOGT

Blátt áfram

Brautin, bindindisfélag ökumanna

Félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa – FÍÆT

Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu

Heimili og skóli – landssamtök foreldra

Hiv-Ísland, alnæmissamtökin á Íslandi

ÍSÍ – Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Krabbameinsfélagið/Krabbameinsfélag Reykjavíkur

Kvenfélagasamband Íslands

Lionsumdæmið á Íslandi

Núll prósent – samtökin

Olnbogabörnin á Íslandi

SAMFÉS, samtök félagsmiðstöðva

Samhjálp, félagasamtök

Samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum

Samtök skólamanna um bindindisfræðslu – SSB

Unglingaregla I.O.G.T.

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ)

Ungmennahreyfing IOGT

Vernd, fangahjálp

Vímulaus æska – Foreldrahús

Þjóðkirkjan

Stjórn SAFF skipa:

Guðrún Björg Ágústsdóttir, formaður   Foreldrahús/Vímulaus æska

Guðlaug Guðjónsdóttir                             Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins

Málfríður Sigurhansdóttir                       Ungmennafélag Íslands

Árni Guðmundsson                                   Samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum

Aðalsteinn Gunnarsson                            IOGT á Íslandi

Náum áttum er fræðslu- og forvarnahópur nokkurra stofnana og félagasamtaka sem vinna að forvörnum, velferð, vernd og mannréttindum barna. Hópurinn skipuleggur morgunverðarfundi um ýmis mál er varða forvarnir og velferð barna og ungmenna. Fyrstu fundir Náum áttum voru haldnir árið 2000 en þá var mikil umræða um eiturlyf og forvarnir og innan verkefnisins Ísland án eiturlyfja 2002 vaknaði hugmynd um að efla þyrfti samstarf um upplýsinga- og fræðslustarf um vímuvarnir. Viðfangsefni fundanna spanna nú flest svið er varða forvarnir og velferð barna.Upptökur frá fundunum er aðgengilegar á vefsíðu verkefnisins, www.naumattum.is. Kostnaði er haldið í lágmarki og greiða fundargestir einungis fyrir morgunverð. Enginn sérstakur rekstur er um verkefnið, hvorki aðalfundir eða stjórn til staðar eða annað fast starfsfólk.

Fundina sækir fagfólk og ýmsir sem vinna að málefnum barna og ungmenna. Verkefnið hefur vefsíðuna: http://naumattum.is/ og fésbókarsíðuna https://www.facebook.com/naumattum/. Á vefsíðunni er hægt að nálgast fyrirlestra sem fluttir eru á morgunverðarfundunum.

Fulltrúi FRÆ í Náum áttum er Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ.

Umfjöllunarefni morgunverðarfunda Náum áttum undanfarin ár:

2023

2022

  • 16. febrúar: Samþætt þjónusta og vellíðan í þágu farsældar barna. Netfundur.
  • 16. mars: Skóli fyrir öll börn. Lausnir og tækifæri til farsældar. Netfundur.
  • 11. maí: samstarf og samstaða foreldra skiptir máli. Þorpið og uppeldið. Netfundur.
  • 21. september: Skilnaðir og áhrif á börn. Skaðleg áhrif skilnaðar. Netfundur.
  • 19. október: Ungmenni og vímuefni. Áhrifaþættir í uppeldi. Netfundur.
  • 16. nóvember: Börn sem beita ofbeldi. Netfundur.

2021

  • 10. febrúar: Notkun nikótíns í nútímasamfélagi. Netfundur.
  • 16. mars: Líðan og lífsstíll barna. Netfundur.
  • 11. apríl: Barnavernd á tímum Covid. Netfundur.
  • 12. maí: Netið gleymir ekki – Alvarlegur glæpaheimur selur nekt barna og ungmenna. Netfundur.
  • 15. september: Kynferðisofbeldi gegn börnum. Hvað er til ráða. Netfundur.
  • 13. október: Leiðir að félagsfærni og vellíðan barna í skólum. Netfundur.
  • 10. nóvember: Fátækt barna – hver getur haft áhrif.

2020

  • 19. febrúar: Forvarnir gegn vímuefnum í grunnskólum: Samfélagslegt langtímaverkefni. Haldinn á Grand Hotel.
  • 19. maí: Íslensk ungmenni og staða barna. Kynning á nýrri skýrslu um tengsl íslenskra ungmena við foreldra, vini og skóla. Netfundur.
  • 11. nóvember: Líðan barna og ungmenna á tímum Covid-19. Netfundur.
  • 9. desember: Ungt fólk á tímum Covid-19. Félagsstarf og félagastengsl. Netfundur.

2019

  • 19. janúar: Jákvæð samskipti í starfi með börnum – samfélag virðingar og ábyrgðar.
  • 20. febrúar: Persónuvernd barna – áskoranir í skólasamfélaginu.
  • 20. mars: Verum snjöll – jafnvægi í snjalltækjanotkun barna.
  • 15. maí: Hlutverk foreldra í forvörnum.
  • 25. september: Heilsa og velferð barna og unglinga.
  • 3. október: Stuðningur við ungmenni í áhættu vegna vímuefnaneyslu.
  • 5. nóvember: Barnasáttmálinn í 30 ár. Áhrif barna á eigin réttindi og samfélag.

2018

  • 14. mars: Metoo og börnin – öryggi barna og ungmenna í tómstunda-, íþrótta- og æskulýðsstarfi.
  • 25. apríl: Réttur barna í opinberri umfjöllun.
  • 19. september: Skólaforðun – falinn vandi.
  • 10. október: Lyfjanotkun ungmenna. Íslenskur veruleiki.
  • 14. nóvember: Vímuefnavandi ungmenna – Hvar getum við betur?

2017

  • 8. febrúar: Umfang kannabisneyslu: Þróun-áhrif-samfélag.
  • 8. mars: Einmanaleiki og sjálfsskaðandi hegðun ungs fólks.
  • 5. apríl: Rödd unga fólksins-er hlustað á skoðanir ungmenna?
  • 3. maí: Hvernig líður börnum í íþróttum?
  • 18. október: Viðkvæmir hópar – líðan og neysla
  • 14. nóvember: Ungmenni utan skóla. Hagir og úrræði.

2016

  • 27. janúar: Er geðheilbrigði forréttindi? 1001 dagur í lífi hvers barns.
  • 17. febrúar: Verndum börnin. Alþjóðastefna í vímuvörnum.
  • 16. mars: Forvarnir í leikskólum.
  • 27. apríl: ERU Börn í framhaldsskólum? Ábyrgð foreldra og skóla á velferð barna.
  • 28. september: Rafrettur og munntóbak – nýr lífsstíll eða óvægin markaðssetning?
  • 26.október: Foreldar í vanda. Mikilvægi stuðnings og fræðslu til foreldra.
  • 16. nóvember: Of mikið á netinu? Áhrif snjalltækja.

2015

  • 21. janúar: Eru snjalltækin að breyta skólastarfi? Um snjalltækjanotkun barna og ungmenna.
  • 25. febrúar: Heimilisofbeldi, viðbrögð, úrræði, nýjar leiðir
  • 18. mars: Geðheilbrigði barna, viðbrögð, úrræði og nýjar leiðir.
  • 15. apríl: Einelti, úrræði og forvarnir.
  • 30. september: Ester, ný nálgun í forvarnastarfi.
  • 21. október: Líka þér við þig? Sjálfsmynd og forvarnir.
  • 25. nóvember: Skóli fyrir alla – eða hvað? Hvað þarf til að skólinn sé fyrir alla?

2014

  • 22. janúar: Brotthvarf úr framhaldsskólum
  • 12. mars: Úti alla nóttina… næturlíf og neysla
  • 14. maí: Barnafátækt á Íslandi
  • 1. október: Verður áfengi á nýja nammibarnum? Er hagsmuna barna gætt í nýju frumvarpi um sölu áfengis í matvöruverslunum?
  • 29,. október: Opinber umfjöllun um börn – ábyrgð fjölmiðla og foreldra
  • 26. nóvember: eru jólín hátíð allra barna? Velferð, vernd, virkni og virðing

2013

  • 6. febrúar: Hundur eða blaðra? Vímuefnaleit í framhaldsskólum á skólaskemmtunum.
  • 14. mars: Forvarnagildi íþrótta- og tómstundastarfs. Hvað virkar og hvað virkar ekki?
  • 17. apríl: Hver er ég? – Kynferði og sjálfsmynd unga fólksins
  • 15. maí: Brotin sjálfsmynd barna og ungmenna. Ábyrgð fjölmiðla og foreldar – úrræði.
  • 25. september: Unglingar og vímuefni
  • 27. nóvember: Byrgjum brunninn – snemmtæk íhlutun

2012

  • Febrúar: Stuðningur við börn í erfiðum aðstæðum.
  • Mars: Óbein áhrif áfengisneyslu.
  • Apríl: Fastur á netinu? – tölvunotkun unglinga.
  • Maí: Sumarið er tíminn – samvera, úthátíðir; ábyrgð hverra?
  • September: Velferð barna þremur árum eftir Hrun II.
  • Október: Velferð barna þremur árum síðar! Hvað segja lykiltölur um stöðuna í dag?
  • Nóvember: Ábendingar barnaréttanefndar Sameinuðu þjóðanna.

2011

  • Febrúar: Áhrif hagræðingar á velferð barna
  • Mars: Vanlíðan og hegðan barna.
  • Maí: Eru hagsmunir barna hafðir að leiðarljósi við ákvörðunartöku í forsjár og umgengnismálum?
  • September: Frístundir, áhætta, forvarnir.
  • Október: Til að forvarnir virki!
  • Nóvember: Streita og kvíði barna – einkenni og úrræði.

2010

  • Febrúar: Börn og ADHD – ekki gera ekki neitt.
  • Mars: Börn og vímuefni – viðbrögð kerfisins.
  • Apríl: Velferð barna – tækifæri til skimunnar og þjónustu í skólakerfinu.
  • Maí: Að þora að vera foreldri.
  • September: Eineltisáætlun – hvað svo?
  • Október: Að uppræta einelti!
  • Október: „Þetta er bara gras“ – í samvinnu við Viku 43 um kannabis.
  • Nóvember: Áhrif niðurskurðar á framhaldsskólann og brottfall.

Almannaheill – samtök þriðja geirans – voru stofnuð sumarið 2008 til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignastofnanir sem starfa í almannaþágu, vinna að sem hagfelldustu starfsumhverfi fyrir þessa aðila, styrkja ímynd þeirra, efla stöðu hans í samfélaginu og koma fram fyrir hönd þriðja geirans gagnvart opinberum aðilum og fjölmiðlum.

FRÆ hefur verið aðili að Almannaheillum frá árinu 2015. Guðlaug Guðjónsdóttir stjórnarmaður í FRÆ situr í aðalstjórn Almannaheilla og Árni Einarsson framkvæmdastjóri FRÆ var kjörinn varamaður í stjórn á aðalfundi samtakanna 24. maí 2017 og aðalmaður (ritari) í maí 2021. Árni hefur umsjón með kynningarhópi Almannaheilla og Guðlaug situr í fræðsluhópi sem skipuleggur ýmsa fræðsluviðburði á vegum þeirra, auk þess að vera gjaldkeri.

Stjórn Almannaheilla 2020-2021 skipa:

Jónas Guðmundsson, formaður, Neytendasamtökin

Hildur Helga Gísladóttir, varaformaður, Kvenréttindafélag Íslands

Guðlaug B. Guðjónsdóttir, gjaldkeri, Krabbameinsfélag Íslands

Árni Einarsson, ritari, Fræðsla & Forvarnir

Halldór Sævar Guðbergsson, ÖBÍ

Laufey Guðmundsdóttir, Kvenfélagasamband Íslands

Vilmundur Gíslason, Þroskahjálp

Varastjórn Almannaheilla 2020-2021:

Ásdís Eva Hannesdóttir, Norræna félagið

Einar Hermannsson, SÁÁ

Elín Sandra Skúladóttir, Kraftur

Helgi Pétursson, Landsamband eldri borgara

Hrannar B. Arnarson, ADHD samtökin

Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, UMFÍ

Kristín Ólafsdóttir, Hjálparstarf kirkjunnar

Nánari upplýsingar á vefsíðu samtakanna.

FRÆ gerðist árið 1995 aðili að samstarfi opinberra stofnana og stjórnvalda á Norðurlöndum um vímuvarnir. Þessu samstarfi var hætt í árslok 1998.

Árið 2000 stofnuðu nokkur félagasamtök á Norðurlöndum samstarfsvettvanginn NordAN (Nordic Alcohol and Drug Policy Network). Einu kröfurnar sem gerðar eru til aðildarsamtaka NordAN er að starf þeirra byggist á sjálfboðastarfi, þau styðji virka stefnu í áfengis- og vímuefnamálum og séu á engan hátt á mála hjá áfengisframleiðendum og seljendum áfengis. Nú eru 90 norræn félagasamtök og samtök í Eystrasaltsríkjunum þremur aðilar að NordAN. Þetta eru samtök sem starfa á ýmsum sviðum forvarna og beita sér fyrir áfengis- og vímuvarnastefnu sem hefur að markmiði að draga úr neyslu áfengis og annarra fíkniefna. NordAN er með skrifstofu í Eistlandi og skipa fulltrúar allra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna þriggja, auk Færeyja, stjórn samtakanna. FRÆ gerðist formlegur aðili að NordAN vorið 2001.

NordAN heldur úti vefsíðu www.nordan.org sem er uppfærð nærri daglega með fréttum og nýjum rannsóknaniðurstöðum og fésbókarsíðu http://nordan.org/blog. Fjöldi einstaklinga, samtaka og stofnana fá vikulega sendar í tölvupósti fréttir frá NordAN. Fulltrúar hvers lands sjá um að uppfæra listann fyrir sitt land.

Árið 2015 var formlega opnuð vefsíða (Nordic Alcohol Policy Report), eða rafrænt yfirlit yfir stöðu og þróun í áfengis- og vímuefnamálastefnu Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna. Stjórnarfólk sér um að uppfæra upplýsingar sem þar koma fram eftir þörfum. Árni Einarsson framkvæmdastjóri FRÆ annaðist efnisöflun fyrir íslenska hlutann.

Árni Einarsson framkvæmdastjóri FRÆ hefur frá því að Ísland gerðist aðili að NordAN setið í stjórn samtakanna. Árni hætti stjórnarsetu í nóvember 2020. Í hans stað var kjörinn Aðalsteinn Gunnarsson sem fulltrúi Íslands.

Stjórn NordAN kosin á aðalfundi 2023 skipa:

Svíþjóð            Mariann Skar formaður, kosinn beinni kosningu á aðalfundi

Danmörk          Christian Bjerre

Færeyjar           Edva Jacobsen

Ísland               Aðalsteinn Gunnarsson

Noregur           Stig Erik Sørheim

Svíþjóð            Peter Moilanen

Finnland           Juha Mikkonen

Eistland            Viljam Borissenko

Lettland

Litháen             Nijole Goustataite Midttun

Framkvæmdastjóri er Lauri Beekmann frá Eistlandi.

Íslensk aðildarsamtök að NordAN:

Brautin – Bindindisfélag ökumanna
IOGT á Íslandi
Komið og dansið
FRÆ – Fræðsla og forvarnir
Samstarf félagasamtaka í forvörnum

https://www.nordicalcohol.org/iceland

IOGT á Íslandi

FRÆ hefur átt í margvíslegum samskiptum og samstarfi við IOGT í gegnum tíðina. Starfsmenn og forystumenn beggja hittast af og til, ræða stöðu forvarnamála og samstarfsfleti. FRÆ og IOGT standa saman að ýmsum verkefnum, svo sem málþingum og vinnu vegan opinberrar stefnumörkunar. Framkvæmdastjóri IOGT situr sem varamaður í stjórn FRÆ sem styrkir þessi tengsl mikið.

Krabbameinsfélagið

Starfsmenn Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og FRÆ hittast reglulega og kynna verkefni sín og ræða stöðu og þróun í tóbaks-, áfengis- og vímuvörnum. Auk þess vinna félögin nú saman að sérstöku verkefni um rafsígarettur sem hófst árið 2018. Því var fram haldið árið 2019 en hlé var gert á verkefninu árið 2020 vegna kófsins.

Árni Einarsson framkvæmdastjóri FRÆ situr í stjórn Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins (sem formaður frá ágúst 2014). Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins situr einnig í stjórn FRÆ. Vegna þessa eru óhjákvæmilega sterk tengsl þarna á milli.

Ungmennafélag Íslands

Ungmennafélag Íslands á sér langa sögu og starfsemi sem meira eða minna miðar að bættri lýðheilsu og almannaheill. Markmiðið með starfi UMFÍ er m.a. að ungmenni finni sér heilbrigð áhugamál og lífsstíl og telji sjálfsagt að sniðganga tóbak, áfengi og önnur vímuefni. UMFÍ heldur úti verkefnum og tekur þátt í ýmiss konar samstarfi sem miðar að þessu og byggir á skilgreindri forvarnastefnu.

UMFÍ og FRÆ eiga sér því sterkan samnefnara og gagnkvæmur skilningur ríkir þeirra á milli. Það styrkir enn tengslin að framkvæmdastjóri FRÆ var fyrr á árum nátengdur UMFÍ með þátttöku í starfi ungmennafélaga og sem félagsmaður. Flutningur FRÆ í húsakynni UMFÍ í ársbyrjun 2015 hefur styrkt þessi tengsl enn frekar.

Ráðgjafarskóli Íslands
FRÆ kom að undirbúningi að stofnun Ráðgjafarskóla Íslands árið 2004. Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ, hefur verið einn af kennurum Ráðgjafarskólans frá upphafi og flytur þar fyrirlestra reglulega.

Evrópska fagráðið í forvörnum og ráðgjöf

Norræna fagráðinu í forvörnum og ráðgjöf var breytt í Evrópufagráðið í forvörnum og ráðgjöf (ECB) á árinu. Við það stækkar starfssvæði ráðsins umtalsvert. Átta Evrópulönd hafa þegar ákveðið að gerast aðilar að ráðinu. Hlutverk ráðsins er að votta hæfni ávana- og vímuefnaráðgjafa, forvarnaráðgjafa og fleiri á svipuðum sviðum á grundvelli skilgreindra hæfnis- og menntunarviðmiða. Með því er ætluin að stuðla að fagmennsku, færni og hæfni þeirra sem starfa á þessum sviðum. Evrópa er sameinað starfssvæði og fólksflutningar innan hennar frjálsir. Það kallar á að fyrir hendi sé samræmt matskerfi sem auðveldar fólki að starfa í löndum Evrópu og aðveldar þeim sem ráða til sín ráðgjafa að treysta því að þeir hafi menntun og færni til starfa. ECB rekur vefsíðu og heldur úti fésbókarsíðu. Framkvæmdastjóri FRÆ er einn þriggja stjórnarmanna í ráðinu.

BRAUTIN – bindindisfélag ökumanna

Brautin, bindindisfélag ökumanna er félag sem hefur það að markmiði að draga úr neyslu áfengis og auka umferðaröryggi. Veltibíllinn er þekktasta verkefni félagsins en nauðsynlegt þótti að endurnýja bílinn í byrjun árs 2020. Einnig er unnið að uppsetningu fræðsluvefsíðu um ölvunarakstur og umferðaröryggi. Síðan er einkum ætluð til fræðslu fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla og fyrstu bekkjum framhaldsskóla. FRÆ hefur tekið að sér ýmis fræðslu- og upplýsingaverkefni fyrir félagið um árabil. Árni Einarsson framkvæmdastjóri var kjörinn formaður félagsins á aðalfundi þess 11. maí 2017 og styrktust tengslin til muna við það. Árni lét af formennsku í félaginu í maí 2021.

Samtök skólamanna um bindindisfræðslu

Samtök skólamanna um bindindisfræðslu voru stofnuð árið 1953. Tilgangur þeirra var, og er, að vinna að heilbrigðu þjóðaruppeldi á grundvelli bindindissemi. Síðustu ár hefur ekki farið mikið fyrir starfi samtakanna. Helst er þar að nefna samstarf við önnur samtök sem starfa á svipuðum grundvelli og að sömu markmiðum. Árni Einarsson framkvæmdastjóri FRÆ er formaður SSB.

Fagráð Embættis landlæknis
Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu er landlækni gert skylt að setja á fót fagráð á helstu verksviðum forvarnastarfs embættisins, þ.m.t. á sviði áfengis- og vímuvarna og tóbaksvarna. Fagráð skulu vera landlækni til ráðgjafar. Fagráðin voru skipuð í fyrsta skipti 11. maí 2012 til tveggja ára. Í ráðunum eiga sæti sérfróðir aðilar og fulltrúar stofnana og félagasamtaka á viðkomandi sviði. Árni Einarsson framkvæmdastjóri FRÆ var aðalmaður í fagráði um áfengis- og vímuvarnir 2012-2018 en skipaður varamaður árið 2018, en endurskipað var í fagráðin haustið 2014, vorið 2018 og 2020. Guðlaug B. Guðjónsdóttir er skipuð aðalmaður í Fagráði um tóbaksvarnir. Árni dró sig út úr fagráðinu árið 2023. Fagráð í áfengis- og vímuvörnum og tóbaksvörnum eru nú þannig skipuð:

Í fagráði um áfengis- og vímuvarnir sitja:

Guðrún Halla Jónsdóttir, félagsráðgjafi í Miðgarði
Til vara: Álfgeir Logi Kristjánsson, Lektor í Lýðheilsuvísindum, Ríkisháskólinn í V-Virginíu
Jóna Margrét Ólafsdótir, lektor við Háskóla Íslands
Til vara: Hervör Alma Árnadóttir, lektor í félagsráðgjöf við félagsvísindasvið HÍ
Þór Þórarinsson, sérfræðingur, skrifstofa félags- og lífeyrismála, félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu
Til vara: Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Árni Guðmundsson, aðjúnkt við Háskóli Íslands
Til vara: Erna Gunnþórsdóttir, læknir hjá SÁÁ
Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna, fulltrúi Embættis landlæknis

Í fagráði um tóbaksvarnir sitja:

Sigrún Lilja Jónsdóttir, heilsugæslulæknir
Til vara: Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur
Jóhanna Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur
Til vara: Sif Hansdóttir, yfirlæknir á LHS
Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins
Til vara: Jón Steinar Jónsson, heilsugæslulæknir
Ásgeir Helgason, dósent við Karolinska Institutet Stokkhólmi
Til vara: Karl Andersen hjartalæknir, LSH
Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna, fulltrúi Embættis landlæknis

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.