Þjónusta
Við bjóðum fræðslu og ráðgjöf í forvörnum
sem byggð er á rannsóknum, reynslu og mati á árangri
verkefna hér á landi og erlendis
Stjórnvöldum, s.s. sveitarfélögum, skólum, uppalendum og félagasamtökum stendur til boða fræðsla og ráðgjöf í forvörnum sem byggð er á rannsóknum, reynslu og mati á árangri verkefna hér á landi og erlendis.
FRÆ veitir skólum forvarnaráðgjöf og býður upp á fræðslufyrirlestra fyrir starfsfólk og foreldra um forvarnastarf á Íslandi; þátt heimila og uppeldis í forvörnum; um forvarnir og skólastarf; um þróun og stöðu áfengis- og fíkniefnamála fyrir ýmsa aðila og áhrif áfengis- og vímuefna á heilsu og samfélag.
Grunnskólum stendur einnig til boða að senda nemendur til miðstöðvarinnar í sama tilgangi. Skólarnir nýta sér þann kost einkum á vorin í tengslum við starfsdaga og þemadaga.
FRÆ býður sveitarfélögum ráðgjöf og verkstjórn við að hrinda í framkvæmd forvarna- og vímuvarnaverkefnum. Auk þessa er óformleg ráðgjöf veitt í síma og með tölvupóstsamskiptum. Greiðsla fyrir þjónustu FRÆ er samkvæmt samkomulagi og tekur mið af umfangi.
Þeir sem vilja notfæra sér þjónustu FRÆ
geta haft samband á netfanginu
frae(hjá)forvarnir.is eða í síma 861 1582.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.