Starfsemi

Verkefni FRÆ skiptast í aðalatriðum í eftirfarandi fjóra þætti.
Þeim til viðbótar kemur svo almennur rekstur, tekjuöflun, tengsl við félagsfólk, samstarfsaðila og stjórnvöld og önnur umsýsla.

1

Öflun upplýsinga og úrvinnsla

Á hverjum tíma er þörf fyrir upplýsingar um stöðu mála og ráðgjöf sem byggist á fyrirliggjandi þekkingu á grundvelli reynslu og rannsókna. Miðstöðin aflar gagna og upplýsinga um ávana- og vímuefnamál með sérstaka áherslu á forvarnir og vinnur úr þeim. Um er að ræða blaðagreinar, útgefnar bækur á íslensku, skýrslur, rannsóknaniðurstöður, fræðslufundi og ráðstefnur. Fylgst er með straumum, stefnum og reynslu annarra þjóða með tengslum við stofnanir og samtök sem vinna að áfengis- og fíkniefnamálum, einkum á hinum Norðurlöndunum og öðrum Evrópuríkjum, s.s. með þátttöku í NordAN, sem er samstarfsvettvangur u.þ.b. eitt hundrað félagasamtaka á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum og tengslum við Eurocare sem er hliðstæður vettvangur félagasamtaka í Evrópu.

2

Upplýsingamiðlun og útgáfa

Þessi þáttur er umfangsmesti þátturinn í starfi FRÆ. Miðstöðin tekur saman og gefur út eftir föngum ýmsar upplýsingar um forvarnamál. Þeim er miðlað í skýrslum, útgefnu efni, á vef- og samfélagsmiðlum FRÆ og dagblöðum og tímaritum. Fréttir, upplýsingaefni og gögn eru aðgengileg á vefsíðu FRÆ, forvarnir.is.
FRÆ stendur að gerð fræðsluefnis, stendur fyrir námskeiðum og miðlar upplýsingum með ýmsum hætti, s.s. með starfrækslu vefsíðna (forvarnir.isbaragras.isheilheim.isallsgad.is og oafengt.is), fyrirlestrahaldi á ráðstefnum, málþingum og háskólum og öðrum skólastigum. FRÆ gefur út fréttabréf og tímaritið Áhrif í þeim tilgangi að miðla upplýsingum um ávana- og vímuefnamál og forvarnir.

3

Ráðgjöf í forvörnum

FRÆ veitir stjórnvöldum, sveitarfélögum, skólum, upp alendum og félagasamtökum ráðgjöf, stundum verkefnisstjórn, í forvörnum sem byggð er á rannsóknum, reynslu og mati á árangri verkefna hér á landi og erlendis.

4

Samstarf og stefnumörkun

Árangur í forvörnum kallar á samstarf og heildarsýn. Forvarnir eru viðfangsefni stjórnvalda, stofnana, félagasamtaka, fyrirtækja, fjölskyldna og einstaklinga. FRÆ hefur formlegt og óformlegt samstarf við þessa aðila og aðra sem vinna að ávana- og vímuvörnum í landinu og erlendis eftir föngum. FRÆ leggur sérstaka áherslu á að styrkja aðkomu grasrótarinnar í forvörnum og skapa farveg fyrir fjölþætta þekkingu og framlag félagasamtaka til forvarna og stilla saman strengi þessara aðila. FRÆ nýtir sér möguleika til þess að hafa áhrif á opinbera stefnumörkun og lagasetningu með umsögnum um þingmál og upplýsingagjöf til stjórnvalda, þingnefnda, Alþingis og ríkisstjórnar. FRÆ hefur átt, og á, fulltrúa í ýmsum opinberum nefndum og ráðum um forvarnir og ávana- og vímuefnamál.

Útgáfa

Fræðsla

Samstarf og aðild

Forvarnaskólinn

Þjónusta

Greinar og viðtöl

Forvarnabókin

Ýmis verkefni

Baragras.is

Heilheim.is

Allsgad.is

Oafengt.is

Bara gras?

Upplýsinga- og fræðslusíða um kannabis. Fræðsla um eiginleika kannabisefna, áhrif þeirra á heilsu og samfélag, sögu þess, neyslu og útbreiðslu. Aðgengilegir fræðslufyrirlestrar.

HEIL HEIM

Verkefni sem felst í birtingu upplýsinga um ölvunarakstur og áhrif ávana- og vímuefna á ökuhæfni og umferðaröryggi. Lögð er áhersla á þekkingu og ábyrgð ökumanna.

ALLSGÁÐ

Verkefni sem felst í birtingu heilræða og hvatningu um að láta neyslu áfengis ekki spilla hátíðagleði barna um jól og áramót, heldur tryggja þeim góðar og jákvæðar minningar.

Óáfengt

Uppskriftir og hugmyndir að óáfengum drykkjum. Aukin áhersla á heilbrigði og hollar lífsvenjur hefur leitt til vaxandi áhuga og eftirspurnar eftir óáfengum drykkjum.

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.