Útgáfa
FRÆ aflar gagna og upplýsinga um áfengis- og fíkniefnamál með sérstaka áherslu á forvarnir. Um er að ræða blaðagreinar, útgefnar bækur á íslensku, skýrslur, rannsóknaniðurstöður o.fl. Fylgst er með straumum, stefnum og reynslu annarra þjóða með tengslum við stofnanir og samtök sem vinna að áfengis- og fíkniefnamálum, einkum á hinum Norðurlöndunum og öðrum Evrópuríkjum.
Miðstöðin tekur saman og gefur út eftir föngum ýmsar upplýsingar um forvarnamál. Þeim er miðlað í skýrslum, myndböndum og öðru útgefnu efni, á vefsíðum og í tímaritum. Miðstöðin stendur einnig að gerð fræðsluefnis, námskeiðum eða fræðslufyrirlestrum og upplýsingamiðlun á annan hátt.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.