Í dag er borinn til grafar Halldór Árnason fyrrum formaður FRÆ-Fræðslu og forvarna. Stjórn, starfsfólk félagsins og félagsfólk kveður góðan vin og traustan félaga með söknuði og virðingu og sendir fjölskyldu hans og ástvinum innilegar samúðarkveðjur.

Halldór sat í stjórn FRÆ meira og minna frá stofnun félagsins 1993 til ársins 2014, lengstum sem formaður. Eftir að hann hætti stjórnarstörfum var hann kjörinn einn af félagslegum skoðunarmönnum reikninga og sinnti því til dauðadags. Halldór tók að auki að sér ýmis trúnaðarstörf fyrir félagið og ávallt var hann reiðubúinn að leggja lið væri eftir því leitað.

Félagið naut góðs af brennandi áhuga Halldórs á lýðheilsumálum og forvörnum. En ekki síður af mikilli reynslu hans í félagsmálastörfum og þekkingu á stofnunum og stjórnkerfi landsins. Allt sem hann tók sér fyrir hendur var innt af hendi fumlaust og skipulega. Betri samstarfsfélagi er vandfundinn. Spor hans liggja víða um samfélagið. Við í FRÆ erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta krafta hans og þökkum samfylgdina.

Fyrir hönd stjórnar FRÆ og félagsfólks, Árni Einarsson og Heimir Óskarsson

Við værum þakklát ef þú deilir þessari frétt ...

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar