Fræðsla og forvarnir

Fræðslu- og upplýsingamiðstöð
í forvörnum og heilsueflingu

Félagið Fræðsla og forvarnir, félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu á og rekur fræðslu- og upplýsingamiðstöðina Fræðslu & forvarnir. Miðstöðin er rekin sem rekstrarlega sjálfstæð eining undir þriggja manna stjórn sem stjórn félagsins setur henni til árs í senn. Starfsemi miðstöðvarinnar er byggð á eigin fjármögnun, sölu á þjónustu og styrkjum frá Félagi áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu.

FRÆ var skráð á almannaheillaskrá árið 2022. Einstaklingar, félög og fyrirtæki hafa þar með heimild til þess að draga styrki/gjafir til FRÆ frá skattskyldum tekjum sínum.  Félagið er einnig skráð sem félag til almannaheilla.

Markmið

Styrkja og efla forvarnir í landinu með fjölbreyttu upplýsinga- og fræðslustarfi með þekkingu í þágu forvarna að leiðarljósi með því að auka almenna þekkingu og vitund um fjölþætt áhrif ávana- og vímuefna á lýðheilsu og samfélag. Aukin þekking hvað þetta varðar eflir skilning á mikilvægi forvarna og lýðheilsusjónarmiða við stefnumörkun í ávana- og vímuefnamálum. Sérstök áhersla er lögð á að ná til barna og ungmenna og efla þátttöku og samstarf félagasamtaka í forvörnum.

Forsendur

Forvarnir og viðbrögð (íhlutun/ráðgjöf) við mörgum þáttum áhættuhegðunar og lífsstílstengdum vanda, s.s. vegna neyslu áfengis og annarra fíkniefna, hafa fest sig í sessi sem viðfangsefni á ýmsum sviðum samfélagsins, s.s. skólum, sveitarfélögum, fyrirtækjum og félagasamtökum.  Með því hefur aukist þörf fyrir þekkingu og færni í forvörnum, íhlutun og áætlanagerð og framkvæmd á þessu sviði. Áfengis- og vímuefnamál eru umfangsmikill málaflokkur sem snertir fjölmörg svið samfélagsins.  Á hverjum tíma er þörf fyrir upplýsingar um stöðu mála og ráðgjöf sem byggist á fyrirliggjandi þekkingu á grundvelli reynslu og rannsókna.

Áherslur og hlutverk

Fræðsla og forvarnir – fræðslu- og upplýsingamiðstöð í forvörnum og heilsueflingu hefur það hlutverk að:

– Virkja samfélagið til þátttöku í forvörnum með samstarfi við félagasamtök, stjórnvöld og stofnanir –
– Styrkja og efla fíknivarnir í landinu með fjölbreyttu upplýsinga- og fræðslustarfi með þekkingu í þágu forvarna að leiðarljósi –
– Auka þekkingu í forvörnum og viðfangsefnum forvarna –
– Afla upplýsinga um fíkniefnamál og forvarnir –
– Starfrækja gagnasafn –
– Veita fræðslu og upplýsingar um fíkniefnamál og forvarnir –
– Veita ráðgjöf í forvörnum –

Stjórnun og ábyrgð

Rekstrarár miðstöðvarinnar og stjórnarseta miðast við almanaksár. Stjórn miðstöðvarinnar fundar a.m.k. tvisvar á ári. Stjórn miðstöðvarinnar ræður henni framkvæmdastjóra, sem ræður annað starfsfólk eftir þörfum.

Framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar stjórnar daglegum verkefnum hennar og ber faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfseminni. Framkvæmdastjóri gerir rekstrar- og verkefnaáætlun fyrir eitt ár í senn og leggur fyrir stjórn, a.m.k. mánuði fyrir lok starfsárs. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að fyrir liggi á aðalfundi starfsskýrsla og reikningar liðins ár og gerir stjórn grein fyrir starfsemi og rekstri þegar óskað er.

Miðstöðin er til húsa að Hverafold 1-3 í Reykjavík með aðgangi að funda- og kennslusal.

Á aðalfundi FRÆ sem haldinn var 26. febrúar 2024 voru eftirtalin kjörin í stjórn til eins árs:

Formaður: Heimir Óskarsson
Gjaldkeri: Linda Björg Þorgilsdóttir
Ritari:  Guðlaug Birna Guðjónsdóttir

Varamenn: Sandra Heimisdóttir og Aðalsteinn Gunnarsson

Skoðunarmenn ársreikninga: Þór Ólafsson og Sigurður Rúnar Jónmundsson

ÁRNI EINARSSON

Framkvæmdastjóri

Meistarapróf í Uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands 2005. Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Tjörnina 1975. BA í Uppeldis- og menntunarfræði frá Félagsvísindadeild HÍ 1988 og kennslufræði til kennsluréttinda 1982. Nám við University of Guelph í Kanada 2002. Ýmis námskeið í uppeldis-, fræðslu- og bindindismálum. Réttindi til að kenna námsefnið ,,Að ná tökum á tilverunni“ 1989. Grunnskólakennari 1975-1977. Verkefnastjóri í forvörnum á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins 1989. Þátttaka í fjölda ráðstefna og námstefna erlendis um æskulýðsmál og uppeldis- og vímuefnamál. Unnið við forvarnastarf hjá stofnunum, fyrirtækjum og forvarnasamtökum frá 1979. Stjórnarseta og formennska í ýmsum æskulýðs- og félagasamtökum um árabil, bæði innlendum og erlendum. Seta í bæjarstjórn 2002-2006 og aftur frá 2010-2018 og ýmsum nefndum og ráðum á sveitarstjórnarstigi 1998-2012.
Framkvæmdastjóri FRÆ síðan 1993.

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.