Fréttir
Skammt að bíða niðurstöðu í kæru vegna ólöglegrar netsölu áfengis.
Fulltrúar Breiðfylkingar forvarnasamtaka áttu í fyrradag (5. mars 2025) góðan og upplýsandi fund með Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, ásamt fulltrúum frá ákærusviði embættisins, um stöðu kæru sem ÁTVR lagði fram á hendur aðilum sem selja áfengi í smásölu og afhenda neytendum beint af lager sem er á Íslandi, fyrir tæpum 5 árum, eða þann 16. júní 2020. Í bréfi samtakanna frá 14. febrúar síðastliðnum, þar sem óskað er [...]
Krabbameinsfélagið skorar á stjórnvöld að taka skýra afstöðu með lýðheilsu og fólkinu í landinu, virða gildandi lög og reglur og auðvelda ekki aðgengi að áfengi, tóbaks- og nikótínvörum.
Í ályktun aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem haldinn var 25. maí síðastliðinn er meðal annars heilbrigðisráðherra hvattur til þess, í samstarfi við önnur stjórnvöld, að setja forvarnir í forgang, með virkum stjórnvaldsaðgerðum til að efla lýðheilsu. Margir erlendis horfi til Íslands varðandi árangur í forvarnarmálum, tóbaksvörnum og áfengisneyslu ungmenna sérstaklega. Standa þurfi vörð um þennan árangur og gera enn betur. Aðalfundurinn skorar á stjórnvöld að taka skýra [...]
Heilbrigðisráðherra stendur eindregið með lýðheilsusjónarmiðum varðandi sölu og dreifingu á áfengi.
Í gær, 29. maí 2024, áttu fulltrúar Breiðfylkingar forvarnasamtaka fund með Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um ólöglega netsölu áfengis. Á fundinum lýstu samtökin áhyggjum sínum af því að ekki skuli vera farið að landslögum hvað varðar netsölu með áfengi á Íslandi sem felur í sér að áfengi er selt og afhent til neytenda á nokkrum mínútum af lager sem er innanlands og er því smásala [...]
Ólíðandi að áfengisnetverslanir fái að starfa óáreittar þar sem starfsemi þeirra brjóti í bága við lög.
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis ræddi ólöglega netsölu áfengis á alþingi 17. maí síðastliðinn. Sagði hún meðal annars ólíðandi að slíkar verslanir fái að starfa óáreittar þar sem starfsemi þeirra brjóti í bága við lög og tími sé til kominn að alþingi og framkvæmdavaldið geri eitthvað í málinu. Þórunn furðar sig á því að ólögleg netsala áfengis hafi fengið að viðgangast [...]
Ólöglegar netsölur áfengis sprottið upp hömlulaust.
,,Netsölurnar selja og afhenda áfengi í smásölu til neytenda þar sem áfengið er afhent af innlendum lager á örfáum mínútum eftir að pantað er, eða sent heim. Fyrirkomulag þetta er augljóst brot á einkarétti ÁTVR til smásölu. Þrátt fyrir kæru ÁTVR hefur lögreglan ekki sinnt þeirri kæru í tæp 4 ár. Fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem ÁTVR heyrir undir, hefur ekkert gert í stöðunni heldur. Róm [...]
Mikill meirihluti á móti lögleiðingu kannabisefna
Kannabis Mikill meirihluti á móti lögleiðingu kannabisefna Ný könnun MMR á afstöðu landsmanna til lögleiðingar á neyslu kannabisefna á Íslandi sýnir að mikill meirihluti er henni frekar eða mjög andvígur, eða 76,8 prósent sem er aukning um 1 prósentustig frá sams konar könnun sem gerð var í apríl í fyrra. Spurt var: Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ert þú því að neysla [...]
RÚV sektað vegna auglýsingar á áfengi
Áfengismál RÚV sektað vegna auglýsingar á áfengi Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að með birtingu auglýsingar fyrir Egils Gull 14. október 2015 á hafi Ríkisútvarpið brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi og er gert að greiða 250.000 króna stjórnvaldssekt vegna brotsins. Forsaga málsins er sú að Fjölmiðlanefnd barst kvörtun frá Foreldrasamtökum gegn [...]
Ungt fólk með undirskriftarsöfnun gegn áfengisfrumvarpinu
Áfengisfrumvarpið Ungt fólk með undirskriftarsöfnun gegn áfengisfrumvarpinu Ráðgjafarhópur Umboðsmanns Barna, Ungmennaráð Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og Núll prósent hreyfingin hafa sett af stað undirskriftarsöfnun gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengi undir yfirskriftinni „Okkar raddir skipta líka máli!“ Með þessu vill unga fólkið sýna í verki andstöðu sína við frumvarpið og bætast þar í stóran hóp félagasamtaka og áhugafólks [...]
Áfengisfrumvarpið afgreitt úr nefnd
Áfengisfrumvarpið Áfengisfrumvarpið afgreitt úr nefnd Áfengisfrumvarpið hefur nú verið afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, en meirihluti nefndarinnar samþykkti frumvarpið með tveimur breytingartillögum. Meirihlutinn samanstendur af þeim Unni Brá Konráðsdóttur og Vilhjálmi Árnasyni frá Sjálfstæðisflokknum, Karli Garðarssyni úr Framsóknarflokki, Guðmundi Steingrímssyni úr Bjartri framtíð og Helga Hrafni Gunnarssyni frá Pírötum. Fyrri breytingartillagan sem gerð var í meðförum nefndarinnar fjallar um reglur [...]
Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum
Áfengisfrumvarpið Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum Norræna velferðarmiðstöðin, sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, stendur fyrir málþingi í Norræna húsinu 8. mars næstkomandi undir heitinu: Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum. Meðal þess sem fjallað verður um er með hvaða hætti fjölmiðlar fjalla um áfengi og önnur vímuefni. Leitað er svara við spurningum um hvernig rannsakendur og [...]
Ölvunardrykkja Íslendinga töluverð
Ölvun Ölvunardrykkja Íslendinga töluverð Í febrúarhefti Talnabrunns, fréttabréfi landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, er sagt frá niðurstöðum nýrrar könnunar um heilsuhegðun Íslendinga. Meðal þess sem þar kemur fram er að karlar drekka að jafnaði oftar áfengi en konur, eða að meðaltali fimm sinnum í mánuði en konur rúmlega þrisvar sinnum. Þegar spurt er um ölvunardrykkju, þ.e. neyslu á 5 áfengum drykkjum eða meira á [...]
Fleiri andvígir en fylgjandi sölu áfengis í matvöruverslunum
Áfengisfrumvarpið Fleiri andvígir en fylgjandi sölu áfengis í matvöruverslunum Í niðurstöðum netkönnunar sem gerð var dagana 22. október - 1. nóvember 2015 og sagt er frá í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að fleiri eru andvígir en fylgjandi því að leyft verði að selja áfengi í matvöruverslunum á Íslandi. Spurning Gallup var tvíþætt: Annars vegar var spurt: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) [...]
,,Núverandi áfengisstefna á Íslandi er góð viðleitni til að virða í senn einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið“
Áfengisfrumvarpið ,,Núverandi áfengisstefna á Íslandi er góð viðleitni til að virða í senn einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið“ Róbert H Haraldsson NEH-prófessor við Colgate háskólann í New York skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið um áfengisfrumvarpið svokallaða sem nú er rætt á Alþingi. Í greininni segir hann þá sem vilja sjá áfengi af öllum styrkleikaflokkum í matvöruverslunum sem víðast stundum tala eins og það [...]
Heildarneysla áfengis að aukast: Færri yngri karlar stunda ölvunardrykkju en fleiri yngri konur
Ölvun Heildarneysla áfengis að aukast Færri yngri karlar stunda ölvunardrykkju en fleiri yngri konur Í nýju fréttabréfi Embættis landlæknis, Talnabrunni (október 2015), eru skoðaðar nokkrar breytingar sem hafa orðið á áfengisneyslu Íslendinga á aldrinum 18–79 ára á árunum 2007, 2009 og 2012. Stuðst er við gögn úr rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga. Skoðuð er annars vegar áfengisneysla einu sinni í mánuði [...]
Fjölmenn ráðstefna um Heilsueflandi framhaldsskóla
Heilsuefling Fjölmenn ráðstefna um Heilsueflandi framhaldsskóla Mánudaginn 2. nóvember síðastliðinn stóðu Embætti landlæknis, Heimili og skóli og FRÆ að ráðstefnu um Heilsueflandi framhaldsskóla undir yfirskriftinni Opnum verkfærakisturnar. Ráðstefnan var vel sótt, en auk þátttakenda úr starfsliði skólanna voru þar líka þátttakendur úr röðum nemenda og foreldra. Inntakið í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli er að nálgast forvarnir út frá víðtæku og jákvæðu sjónarhorni [...]
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.




