Kannabis

Mikill meirihluti á móti lögleiðingu kannabisefna

Ný könnun MMR á afstöðu landsmanna til lögleiðingar á neyslu kannabisefna á Íslandi sýnir að mikill meirihluti er henni frekar eða mjög andvígur, eða 76,8 prósent sem er aukning um 1 prósentustig frá sams konar könnun sem gerð var í apríl í fyrra. Spurt var: Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ert þú því að neysla kannabisefna verði gerð lögleg á Íslandi.

Eins og í fyrri könnunum MMR á þessu er talsverður munur á viðhorfi fólks eftir aldri og kyni. Einnig er munur á viðhorfunum eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk styður. Konur eru andvígari lögleiðingu en karlar og andstaðan eykst með auknum aldri. 74,8% íbúa höfuðborgarsvæðisins eru andvígir lögleiðingu en 84,9% íbúa á landsbyggðinni. Þeir sem eru með undir 400 þúsund króna heimilstekjum á mánuði eru ekki eins andvígir og þeir sem eru með hærri heimilistekjur. Stuðningafólk Pírata er frekar fylgjandi lögleiðingu kannabiss en stuðningsfólk annarra stjórnmálaflokka en stuðningsmenn Framsóknar og Samfylkingar andvígastir.

Könnun var gerð dagana 4. og 5. apríl 2016. Úrtak var 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Svarfjöldi 987 og 92,9% tóku afstöðu til spurningarinnar.

Sjá nánar um könnunina og framkvæmd hennar hér.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.