Áfengismál

RÚV sektað vegna auglýsingar á áfengi

Fjöl­miðlanefnd hefur komist að þeirri niður­stöðu að með birt­ingu aug­lýs­ing­ar fyr­ir Eg­ils Gull 14. október 2015 á hafi Rík­is­út­varpið brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjöl­miðla um bann við viðskipta­boðum fyr­ir áfengi og er gert að greiða 250.000 króna stjórn­valds­sekt vegna brotsins.

Forsaga málsins er sú að Fjöl­miðlanefnd barst kvört­un frá For­eldra­sam­tök­um gegn áfengisaug­lýs­ing­um vegna umræddrar áfengisaug­lýs­ingar á RÚV. Í erindisamtakanna segir að um sé að ræða ,,auglýsinguna Egils Gull okkar bjór sem birtist í ýmsum myndum á RÚV, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Í þeim tilfellum sem fyrirbrigðið léttöl eða 2,25% (í eins smáu letri og frekast er unnt og leiftursnöggt) birtist, sem er ekki alltaf, þá er það án nokkurs samhengis við bæði mynd og texta hinnar raunverulegu auglýsingar sem er áfengisauglýsing um Egils Gull bjór. Auglýsingarnar eru í besta falli villandi og augljós megintilgangur þeirra að auglýsa áfengi, enda bjór ekki léttöl. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum óska eftir því að við þessu verði brugðist með formlegum hætti, enda með öllu óboðlegt að augljós og lögvarin réttindi barna og ungmenna til þess að vera laus við áfengisáróður sé virtur að vettugi.“

Fjölmiðlanefnd tekur undir þetta og telur ekki aug­ljóst að aug­lýs­ing­in vísaði til óá­fengs drykkj­ar, svo sem áskilið er í lög­um, held­ur vísaði hún þvert á móti til hinn­ar áfengu fram­leiðslu og vöru­um­búða sem notaðar eru und­ir áfeng­an bjór með 5% áfeng­is­inni­haldi.

Bjórframleiðendur hafa verið iðnir við að auglýsa bjór og nýta sér glufu í áfengislögum sem gerir þeim kleift að auglýsa áfengan bjór sem óáfengan með því einu að láta koma fram að um óáfengan drykk sé að ræða (minna en 2,25% áfengisinnihald) en nota umbúðir áfenga bjórsins að öðru leyti. Ekki hefur tekist, þrátt fyrir tilraunir í þá veru, að breyta lögunum þannig að ekki sé hægt að auglýsa bjór sem léttbjór nema að útlit þess léttbjórs sé frábrugðið útliti sterkari bjórtegunda. Niðurstaða Fjölmiðlanefndar vísar ekki til banns við áfengisauglýsingum í áfengislögum heldur ákvæða í fjölmiðlalögum en niðurstaðan er í sjálfu sér hin sama.

Ákvörðun fjöl­miðlanefnd­ar 

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.