,,Netsölurnar selja og afhenda áfengi í smásölu til neytenda þar sem áfengið er afhent af innlendum lager á örfáum mínútum eftir að pantað er, eða sent heim. Fyrirkomulag þetta er augljóst brot á einkarétti ÁTVR til smásölu. Þrátt fyrir kæru ÁTVR hefur lögreglan ekki sinnt þeirri kæru í tæp 4 ár. Fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem ÁTVR heyrir undir, hefur ekkert gert í stöðunni heldur. Róm brennur og stjórnsýslan ypptir öxlum.“

Þetta segir Björn Sævar Einarsson, formaður IOGT á Íslandi, í beinskeyttri grein á visir.is 17. maí síðastliðinn. Í greininni bendir hann meðal annars á að þrýstingur á forsendum áfengisiðnaðarins á Íslandi gangi út á að knésetja áfengiseinkasölu ÁTVR. Með þessu sé gengið þvert á lýðheilsusjónarmið og tilmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem hefur um áratugaskeið lagt til við aðildarþjóðir sínar að unnið verði markvisst að því að draga úr heildarneyslu áfengis, ekki síst með því að takmarka framboð á áfengi, þ.á.m. með ríkiseinkasölu á áfengi.

Við værum þakklát ef þú deilir þessari frétt ...

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar