Í ályktun aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem haldinn var 25. maí síðastliðinn er meðal annars heilbrigðisráðherra hvattur til þess, í samstarfi við önnur stjórnvöld, að setja forvarnir í forgang, með virkum stjórnvaldsaðgerðum til að efla lýðheilsu. Margir erlendis horfi til Íslands varðandi árangur í forvarnarmálum, tóbaksvörnum og áfengisneyslu ungmenna sérstaklega. Standa þurfi vörð um þennan árangur og gera enn betur.

Aðalfundurinn skorar á stjórnvöld að taka skýra afstöðu með lýðheilsu og fólkinu í landinu, virða gildandi lög og reglur og auðvelda ekki aðgengi að áfengi, tóbaks- og nikótínvörum. Ef einhver vafi leiki á, láta lýðheilsuna njóta vafans. Markmiðið: að auðvelda almenningi að fylgja ráðleggingum embættis landlæknis um mataræði, hreyfingu og áfengisneyslu. Með samstilltu átaki er hægt að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu krabbameinum. Því lífið liggi við, segir í ályktuninni.

Sjá ályktunina hér.

Við værum þakklát ef þú deilir þessari frétt ...

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar