Áfengisfrumvarpið

Áfengisfrumvarpið afgreitt úr nefnd

Áfeng­is­frum­varpið hef­ur nú verið af­greitt úr alls­herj­ar- og menntamálanefnd Alþing­is, en meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar samþykkti frumvarpið með tveim­ur breyt­ing­ar­til­lög­um.

Meiri­hlut­inn sam­an­stend­ur af þeim Unni Brá Konráðsdóttur og Vil­hjálmi Árna­syni frá Sjálf­stæðis­flokkn­um, Karli Garðars­syni úr Fram­sókn­ar­flokki, Guðmundi Stein­gríms­syni úr Bjartri framtíð og Helga Hrafni Gunn­ars­syni frá Pír­öt­um.

Fyrri breyt­ing­ar­til­lag­an sem gerð var í meðförum nefndarinnar fjall­ar um regl­ur í tengsl­um við það hvar megi selja og stilla fram áfengi í búðum. Hin breyt­ing­ar­til­lag­an er að í stað þess að allt áfeng­is­gjaldið fari í Lýðheilsu­sjóð muni helm­ing­ur fara þangað en helm­ing­ur til lög­regl­unn­ar til að sinna fé­lagsleg­um for­vörn­um.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.