Áfengisfrumvarpið
Áfengisfrumvarpið afgreitt úr nefnd
Áfengisfrumvarpið hefur nú verið afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, en meirihluti nefndarinnar samþykkti frumvarpið með tveimur breytingartillögum.
Meirihlutinn samanstendur af þeim Unni Brá Konráðsdóttur og Vilhjálmi Árnasyni frá Sjálfstæðisflokknum, Karli Garðarssyni úr Framsóknarflokki, Guðmundi Steingrímssyni úr Bjartri framtíð og Helga Hrafni Gunnarssyni frá Pírötum.
Fyrri breytingartillagan sem gerð var í meðförum nefndarinnar fjallar um reglur í tengslum við það hvar megi selja og stilla fram áfengi í búðum. Hin breytingartillagan er að í stað þess að allt áfengisgjaldið fari í Lýðheilsusjóð muni helmingur fara þangað en helmingur til lögreglunnar til að sinna félagslegum forvörnum.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.