Áfengisfrumvarpið

Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum

Norræna velferðarmiðstöðin, sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, stendur fyrir málþingi í Norræna húsinu 8. mars næstkomandi undir heitinu: Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum.

Meðal þess sem fjallað verður um er með hvaða hætti fjölmiðlar fjalla um áfengi og önnur vímuefni. Leitað er svara við spurningum um hvernig rannsakendur og fjölmiðlafólk geti bætt samskipti sín í milli og umfjöllun í fjölmiðlum um vímuefni og hvaða heimildum er treystandi.

Málstofan er hluti af hringferð Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar undir yfirskriftinni  „Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum.“

Fagfólk fer fyrir yfir góð dæmi og önnur síðri um umfjöllum um áfengi og önnur vímuefni. Sem dæmi má nefna hvernig íslenskir fjölmiðlar fjalla um hvort einkasala ríkisins á áfengi eigi rétt á sér eða ekki. Hvernig getum við forðast slagsíðu í umfjöllun fjölmiðlanna?

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.

2018-11-16T17:31:36+00:00mars 2, 2016|Categories: FRÆ fréttir|Tags: |