Ölvun

Ölvunardrykkja Íslendinga töluverð

Í febrúarhefti Talnabrunns, fréttabréfi landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, er sagt frá niðurstöðum nýrrar könnunar um heilsuhegðun Íslendinga.

Meðal þess sem þar kemur fram er að karlar drekka að jafnaði oftar áfengi en konur, eða að meðaltali fimm sinnum í mánuði en konur rúmlega þrisvar sinnum. Þegar spurt er um ölvunardrykkju, þ.e. neyslu á 5 áfengum drykkjum eða meira á einum degi, segjast 35% karla drekka sig ölvaða einu sinni í mánuði eða oftar og um 18% kvenna. Karlar drekka sig ölvaða 18 sinnum á ári að meðaltali og konur að meðaltali 8 sinnum. Ölvunardrykkja yngri karla er algengari heldur en þeirra sem eldri eru. Þannig segjast 52% karla í aldurshópnum 18-24 ára drekka sig ölvaða einu sinni í mánuði eða oftar, samanborið við 30% karla í aldurshópnum 45-54 ára. Ölvunardrykkja kvenna einu sinni í mánuði eða oftar mælist 45% í aldurshópnum 18-24 ára, samanborið við 15% í aldurshópnum 45- 54 ára.

Áfram dregur úr daglegum reykingum Íslendinga. Hlutfall þeirra sem segjast reykja daglega er nú 10% en var 14% árið 2014. Þessi lækkun er í samræmi við aðrar kannanir á reykingum Íslendinga. Lítill munur er á milli kynja. Daglegar reykingar eru algengastar hjá fólki á aldrinum 45-54 ára, eða 14%, samanborið við 5% í aldurshópnum 18- 24 ára. Athyglisvert er að í yngsta aldurshópnum, 18-24 ára, hafa 73% aldrei reykt samanborið við 38% í aldurshópnum 45-54 ára.

Gallup gerði könnuna fyrir embættis dagana 26. nóvember til 15. desember 2015. Úrtakið var 2.819 einstaklingar af öllu landinu, 18 ára ára og eldri, sem valdir voru af handahófi. Þátttökuhlutfall var 61%.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.