Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis ræddi ólöglega netsölu áfengis á alþingi 17. maí síðastliðinn.  Sagði hún meðal annars ólíðandi að slíkar verslanir fái að starfa óáreittar þar sem starfsemi þeirra brjóti í bága við lög og tími sé til kominn að alþingi og framkvæmdavaldið geri eitthvað í málinu.

Þórunn furðar sig á því að ólögleg netsala áfengis hafi fengið að viðgangast á Íslandi árum saman vegna athafnaleysis þeirra sem bera ábyrgð á því að halda lög og reglu í landinu. Það sé alvarlegt mál og snúist um það hvort ÁTVR hafi einkasölurétt á smásölu áfengis eða ekki. Hún minnir á að áfengismálin eru lýðheilsumál og snúi ekki síst að börnum og ungmennum. Þórunn kallar eftir aðkomu alþingis og segir kominn tími til að hið háa alþingi sinni eftirlitshlutverki sínu gagnvart framkvæmdarvaldinu og komist til botns í því hvort aðgerðaleysi framkvæmdarvaldsins gagnvart þessari framgöngu muni halda áfram eða ekki. Og hvort það sé vilji meiri hluta Alþingis að svo sé.

Í máli sínu segir hún að Forvarnarsamtök hafi haft samband við hana og gert alvarlegar athugasemdir við tilveru þessara netverslana:

„Ég hef líka í höndunum erindi sem mér hefur borist sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá fulltrúum forvarnasamtaka hér á landi sem gera alvarlegar athugasemdir við það að í landinu starfi nú tugir netverslana með áfengi í trássi við gildandi lög, því að lögin eru alveg skýr.“

Við værum þakklát ef þú deilir þessari frétt ...

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar