Fréttir
Góður fundur með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra.
Það er okkur áhyggjuefni að svo virðist sem viðtækt sinnuleysi ríki gagnvart netsölu áfengis af hálfu stjórnvalda, sem gjarnan vísa í að lagaleg óvissa sé til staðar en gera þó ekkert til þess að eyða þeirri ætluðu óvissu fyrir atbeina dómstóla (ef með þarf) þannig að hægt sé að leggja fram afdráttarlausa staðfestingu á því hvort það fyrirkomulag sem er á netsölu áfengis hér á landi stenst lög eða [...]
Lögleyfing kannabiss ekki skilað tilætluðum árangri
Lögleyfing kannabiss ekki skilað tilætluðum árangri. Dagana 11. og 12. október síðastliðinn stóð NordAN, sem er samstarfsvettvangur félagasamtaka á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum um stefnumörkun og forvarnir í ávana- og vímuefnamálum, fyrir árlegri ráðstefnu sinni sem haldin var að þessu sinni í Helsinki. Yfirskrift ráðstefnunnar var ,,áfengi og vímuefni í samfélagi breytinga“ með tilvísun í að ávana- og vímuefnamál eru ekki undanþegin breytingum og við því [...]
Vitundarvakning um áhrif rafsígaretta
Vitundarvakning um áhrif rafsígaretta. Mikil vitundarvakning hefur orðið á áhrifum og skaðsemi rafsígaretta á stuttum tíma. Stöðugt koma fram vísbendingar um skaðsemi þeirra og fréttir af veikindum og mögulegum dauðsföllum sem rakin eru til notkunar á rafsígarettum. Viðbrögð við þessu endurspeglast í hertum takmörkunum á notkun og dreifingu á rafsígarettum og ákalli um að spyrna þurfi við fótum og herða regluverk og eftirlit með sölu [...]
Frumvarp til laga um félög til almannaheilla
Frumvarp til laga um félög til almannaheilla. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur lagt fram á alþingi frumvarp um almannaheillafélög. Frumvarpið heimilar félögum og félagasamtökum að skrá sig sérstaklega sem félag til almannaheilla og fá þannig endinguna .fta í fyrirtækjaskrá. Í frumvarpinu felast hagnýtar leiðbeiningar um stofnun og rekstur almannaheillafélaga þar sem vandaðir stjórnarhættir og fjármál eru höfð að leiðarljósi. Í frumvarpinu er í raun kveðið [...]
Slysum vegna fíkniefnaaksturs fjölgar
Slysum vegna fíkniefnaaksturs fjölgar. Í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi árið 2018 sem komin er út kemur fram að slysum vegna fíkniefnaaksturs hefur fjölgað, svo og slysum vegna framanákeyrslna. Hins vegar hafa ungir ökumenn sjaldan staðið sig betur og bæta sig mikið á milli ára. Slösuðum bifhjólamönnum, hjólreiðamönnum og fótgangandi fækkar á milli ára. Erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis slasast í minni mæli en undanfarin ár [...]
Forvarnir í desember
FRÆ Forvarnir í desember Eins og mörg undanfarin ár hefur FRÆ staðið fyrir skjábirtingum í desember; „gleðileg vímulaus jól og áramót, barnanna vegna“ og er að venju síðasta forvarnaverkefnið FRÆ á ári hverju. Einnig hefur FRÆ í desember vakið athygli á heimasíðu um óáfenga drykki þar sem eru góðir valkostir fyrir þá sem velja að gera sér dagamun með óáfengum hátíðardrykkjum. Starfsfólk [...]
FRÆ fagnar 20 ára afmæli
FRÆ FRÆ fagnar 20 ára afmæli Fræðsla og forvarnir (FRÆ), fræðslu- og upplýsingamiðstöð í forvörnum og heilsueflingu var stofnuð 5. nóvember árið 1993. Í tilefni tuttugu ára starfsamælisins efndi miðstöðin til afmælisfagnaðar að Hallveigarstöðum við Túngötu í Reykjavík 26. nóvember síðastliðinn. Meðal gesta var Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, sem flutti ávarp, auk fjölda samstarfsfólks FRÆ í gegnum tíðina. Árin eftir stofnun [...]
Forvarnir og snemmtæk íhlutun
Náum áttum Forvarnir og snemmtæk íhlutun Næstu fundur Náum áttum fjallar um uppeldi sem forvörn og mikilvægi þess að grípa snemma inní vandamál sem annars geta leitt til skaða. Byrgjum brunninn er yfirskrift fundarins og þar munu halda erindi þær Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor á Menntavísindasviði HÍ, sem fjallar um uppeldisaðferðir foreldra, Margrét Sigmarsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri PMTO á Íslandi fjallar um [...]
Félagasamtök á Norðurlöndum vilja sameiginlega lýðheilsumiðaða norræna áfengis- og tóbaksvarnastefnu
Stefnumál Félagasamtök á Norðurlöndum vilja sameiginlega lýðheilsumiðaða norræna áfengis- og tóbaksvarnastefnu NordAN, sem er samstarfsvettvangur um 90 norrænna félagasamtaka og félagsamtaka í Eystrasaltsríkjunum þremur, samþykkti á aðalfundi sínum sem haldinn var í Tallinn 13. október síðastliðinn ályktun þar sem skorað er á Norrænu ráðherranefndina að samþykkja tillögu um sameiginlega áfengis- og tóbaksstefnu fyrir Norðurlöndin. Tillagan, sem á uppruna sinn hjá Velferðarnefnd [...]
Vika 43 – vímuvarnavikan 2013
Vika 43 Vika 43 - vímuvarnavikan 2013 Vika 43 ársins er árlega, frá árinu 2004, tileinkuð vímuvörnum og er að þessu sinni dagana 21. - 28. okóber. Verkefnið varpar að þessu sinni kastljós á mikilvægi samstarfs í málaflokknum og hvernig viðamikið samræða leggur grunn að góðum árangri í vímuvörnum. Verkefnið er kynnt á heimasíðunni www.vika43.is og á fésbókarsíðunni vika43 en þar [...]
Áfengisneysla ekki einkamál neytandans
Áfengi Áfengisneysla ekki einkamál neytandans ,,Kostnaður samfélagsins vegna áfengismisnotkun er gríðarlegur. Viðleitni til þess að takmarka þann skaða sem áfengi veldur er því mikilvægur þáttur í að auka heilbrigði og velferð samfélaga okkar. En það eru ekki einugis þeir einir sem drekka áfengi sem eiga á hættu að skaða sig; heldur samfélagið allt, fjölskyldan og vinnufélagarnir.“ Þetta segir Ewa Persson Göransson [...]
Ölvun áhættuþáttur vitglapa
Ölvun Ölvun áhættuþáttur vitglapa Peter Nordström: Erfðafræðilegir þættir hafa yfirleitt verið taldir skýra heilabilun (vitglöp) á unga aldri en sænsk rannsókn hefur leitt í ljós níu aðra áhættuþætti fyrir þessum sjúkdómi – þar er ölvun talinn sá veigamesti. Þó að flestir sem líða fyrir heilabilun fái sjúkdóminn á gamals aldri verða margir fyrir því að fá sjúkdóminn áður en þeir ná [...]
Kallað eftir markvissum aðgerðum til þess að draga úr áfengisneyslu
Stefnumál Kallað eftir markvissum aðgerðum til þess að draga úr áfengisneyslu Ráðuneyti félags- og heilbrigðismála í Finnlandi sendi í síðustu viku frá sér greinargerð sem ætluð er sem grunnur að endurskoðun á áfengislögum þar í landi. Takmarkanir á aðgengi að áfengi er lykilatriði að mati ráðuneytisins. Meðal ráðstafana sem ráðuneytið kallar eftir í því skyni eru styttri sölutími áfengis, hærri áfengisgjöld [...]
NordAN ráðstefna: Alþjóðleg stefnumörkun í ávana- og fíkniefnamálum
Stefnumál NordAN ráðstefna: Alþjóðleg stefnumörkun í ávana- og fíkniefnamálum Ráðstefna NordAN verður haldin í Tallinn í Eistlandi dagana 12. og 13. október nk. Heiti og þema ráðstefnunnar að þessu sinni er: National policy with local implementation. Fjallað verður um tengsl alþjóðlegrar stefnumörkunar í ávana- og fíkniefnamálum, áhrif hennar á stefnumótun einstakra ríkja og hvernig stefnunni er hrint í framkvæmd á hverjum [...]
,,Það keyrir enginn óvart fullur“
Ölvunarakstur ,,Það keyrir enginn óvart fullur“ Verslunarmannahelgin er mikil umferðar- og skemmtanahelgi. Skemmtanalífi Íslendinga fylgir almennt talsverð áfengisneysla. Skemmtanir verslunarmannahelga eru þar engin undantekning, nema síður sé. Verslunarmannahelginni fylgir þó sú sérstaka áhætta að margir eru jafnframt á ferðalagi, akandi á bílum eða öðrum vélknúnum ökutækjum. Ölvunarakstur er dauðans alvara, eins og allir vita og því þörf sérstakrar ábyrgðar og aðgæslu [...]
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.




