FRÆ

FRÆ fagnar 20 ára afmæli

Fræðsla og forvarnir (FRÆ), fræðslu- og upplýsingamiðstöð í forvörnum og heilsueflingu var stofnuð 5. nóvember árið 1993. Í tilefni tuttugu ára starfsamælisins efndi miðstöðin til afmælisfagnaðar að Hallveigarstöðum við Túngötu í Reykjavík 26. nóvember síðastliðinn. Meðal gesta var Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, sem flutti ávarp, auk fjölda samstarfsfólks FRÆ í gegnum tíðina.

Árin eftir stofnun FRÆ voru sérstaklega viðburðarrík frá sjónarhóli forvarna. Ný hugsun ruddi sér rúms, nýjar nálganir litu dagsins ljós og fleiri voru kallaðir til en áður var. FRÆ tók, og hefur tekið, virkan þátt í þeirri þróun og viðhorfsbreytingu ávana- og vímuefnamálum og forvörnum sem orðið hefur á síðustu tveimur áratugum.

FRÆ lagði upp með ákveðnar grunnforsendur, eða leiðarljós, í starfinu. Miðstöðinni var ætlað að styrkja og efla ávana- og vímuvarnir í landinu með fjölbreyttu upplýsinga- og fræðslustarfi; afla upplýsinga um ávana- og vímuefnamál, starfrækja gagnasafn, veita fræðslu og upplýsingar um ávana- og vímuefnamál og veita ráðgjöf í forvörnum. Umfram allt hefur áhersla verið lögð á að byggja starfið á þekkingu, traustum rannsóknum og gagnreyndum aðferðum í forvörnum. Kjörorð FRÆ, þekking í þágu forvarna, endurspeglar þetta vel.

Lögð hefur verið áhersla á samstarf um verkefni og reynt að forðast að ráðast í viðfangsefni sem aðrir gerðu fyrir. Þannig hefur verið reynt að fylgja þeirri línu sem lögð var í upphafi um frumkvæði og nýjar leiðir; í stað þess að fylgja einungis annarra sporum og halda sig við hinar hefðbundnu.

Ávarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra

Ávarp Árna Einarssonar, framkvæmdastjóra FRÆ

Sjá Facebooksíðu FRÆ um FRÆ20

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.