Áfengi

Áfengisneysla ekki einkamál neytandans

,,Kostnaður samfélagsins vegna áfengismisnotkun er gríðarlegur. Viðleitni til þess að takmarka þann skaða sem áfengi veldur er því mikilvægur þáttur í að auka heilbrigði og velferð samfélaga okkar. En það eru ekki einugis þeir einir sem drekka áfengi sem eiga á hættu að skaða sig; heldur samfélagið allt, fjölskyldan og vinnufélagarnir.“ Þetta segir Ewa Persson Göransson framkvæmdastjóri Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar (Nordens Välfärdscenter) í inngangi að riti sem miðstöðin gaf út í desember 2012 þar sem fjallað er um þau margvíslegu áhrif sem neysla áfengis hefur á aðra en áfengisneytendur sjálfa.

Í stuttri samantekt um efni ritsins segir að skaðleg áhrif á þriðja aðila bitni á einstaklingum og samfélaginu með ýmsum hætti, s.s. með aukinni glæpastarfsemi, ofbeldi, félagslegum skaða, og líkamlegu og sálrænu tjóni. Þjáningar þess sem fyrir verður eru umtalsverðar og eins er kostnaður samfélagsins mikill. Til þess að lágmarka tjónið verði að víkka stefnuna í áfengismálum.  Virk stefna í forvarnarstarfi verði að taka þessa þætti inn í myndina þannig að hún nái einnig yfir tjón sem neysla áfengis veldur öðrum en einungis neytandanum sjálfum.

Í grein Árna Einarssonar er eftirfarandi samantekt úr ritinu á íslensku (Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar).

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.