Ölvunarakstur
,,Það keyrir enginn óvart fullur“
Verslunarmannahelgin er mikil umferðar- og skemmtanahelgi. Skemmtanalífi Íslendinga fylgir almennt talsverð áfengisneysla. Skemmtanir verslunarmannahelga eru þar engin undantekning, nema síður sé. Verslunarmannahelginni fylgir þó sú sérstaka áhætta að margir eru jafnframt á ferðalagi, akandi á bílum eða öðrum vélknúnum ökutækjum. Ölvunarakstur er dauðans alvara, eins og allir vita og því þörf sérstakrar ábyrgðar og aðgæslu um þessa miklu ferðahelgi. Sú ábyrgð er í höndum hvers og eins.
Samgöngustofa bendir ökumönnum á þessa áhættu og minnir á að það tekur langan tíma fyrir áfengi að brotna niður í líkamanum. Algengt er að daginn eftir neyslu áfengis telji menn sig fullfæra um að stjórna ökutæki en við mælingu á áfengismagni komi annað í ljós. Í sumum tilfellum geti borgað sig að bíða í allt að 18 klukkustundir eða lengur áður en sest er undir stýri eftir áfengisneyslu, segir Samgöngustofa.
Sjá: http://ww2.us.is/umferdarstofa/umferdarfrettir/735
Þessu til viðbótar má benda á að tryggingarfélög eiga endurkröfurétt á hendur ökumanni sem veldur slysi undir áhrifum vímuefna eins og áfengis og magn þess í blóði þarf ekki að ná refsimörkum, þ.e. 0,5 prómill til að hægt sé að gera slíka kröfu á hendur ökumanni. Sé ökumaður valdur að banaslysi undir áhrifum er hann ákærður fyrir manndráp af gáleysi.
Sjá umfjöllun í fjölmiðlum:
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.