Náum áttum
Forvarnir og snemmtæk íhlutun
Næstu fundur Náum áttum fjallar um uppeldi sem forvörn og mikilvægi þess að grípa snemma inní vandamál sem annars geta leitt til skaða. Byrgjum brunninn er yfirskrift fundarins og þar munu halda erindi þær Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor á Menntavísindasviði HÍ, sem fjallar um uppeldisaðferðir foreldra, Margrét Sigmarsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri PMTO á Íslandi fjallar um PMT-Oregon aðferðina við að styrkja foreldrafærni og Lone Jensen, þroskaþjálfi hjá Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar fjallar um námskeiðið; uppeldi sem virkar, færni til framtíðar.
Fundarstjóri verður Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu og mun hún stjórna umræðum eftir að erindi hafa verið flutt. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að fólk skrái þátttöku sína á heimasíðunni naumattum.is.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.