Ölvun

Ölvun áhættuþáttur vitglapa

Peter Nordström:  Erfðafræðilegir þættir hafa yfirleitt verið taldir skýra heilabilun (vitglöp) á unga aldri en sænsk rannsókn hefur leitt í ljós níu aðra áhættuþætti fyrir þessum sjúkdómi – þar er ölvun talinn sá veigamesti. Þó að flestir sem líða fyrir heilabilun fái sjúkdóminn á gamals aldri verða margir fyrir því að fá sjúkdóminn áður en þeir ná 65 ára aldri (Young-onset dementia-YOD). Heilabilun svo ungs fólks hefur aðallega verið tengd við gen, en margir aðrir þættir virðast koma til álita samkvæmt  rannsókn vísindamanna við háskólann í Umeå í Svíþjóð. Alls þjást 35.600.000 manns um allan heim af heilabilun og því er spáð að sá fjöldi tvöfaldist á hverju tuttugu ára tímabili.

Í rannsóknin var 488.484 sænskum karlmönnum sem sinntu lögbundinni herþjónustu á tímabilinu frá september 1969 til loka desember 1979 fylgt eftir næstu 37 ár. Á þeim 37 árum sem fylgst var með mönnunum greindust 487 með heilabilun (Young-onset dementia-YOD). Meðalaldur við greiningu var 54 ár.

Niðurstöðurnar benda til þess að áfengiseitrun – þ.e. væg eða alvarleg – fimmfaldi líkur á heilabilun. Heilablóðfall eða notkun geðlyfja næstum þrefölduðu áhættuna en það að þjást af þunglyndi eða eiga föður með vitglöp tæplega tvöfaldaði áhættuna.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.