Slysum vegna fíkniefnaaksturs fjölgar.
Í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi árið 2018 sem komin er út kemur fram að slysum vegna fíkniefnaaksturs hefur fjölgað, svo og slysum vegna framanákeyrslna. Hins vegar hafa ungir ökumenn sjaldan staðið sig betur og bæta sig mikið á milli ára. Slösuðum bifhjólamönnum, hjólreiðamönnum og fótgangandi fækkar á milli ára. Erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis slasast í minni mæli en undanfarin ár og slösuðum ferðamönnum fækkar einnig.
Alls slösuðust eða létust 1289 manns í umferðinni árið 2018, 18 manns dóu í fimmtán banaslysum og áttu karlmenn sök að máli í fjórtán þeirra. Ellefu þeirra látnu voru 36 ára eða yngri.
Umferðarslys og óhöpp eru talin kosta yfir 50 milljarða á ári, og er þá ekki talinn sá sársauki og sorg sem slysunum fylgja.
Sjá skýrsluna hér.