Stefnumál

Kallað eftir markvissum aðgerðum til þess að draga úr áfengisneyslu

Ráðuneyti félags- og heilbrigðismála í Finnlandi sendi í síðustu viku frá sér greinargerð sem ætluð er sem grunnur að endurskoðun á áfengislögum þar í landi. Takmarkanir á aðgengi að áfengi er lykilatriði að mati ráðuneytisins. Meðal ráðstafana sem ráðuneytið kallar eftir í því skyni eru styttri sölutími áfengis, hærri áfengisgjöld og lækkun leyfilegs áfengismagns í bjór og öðrum áfengum drykkjum sem seldir eru í verslunum.

Í greinargerðinni er einnig lagt til að sala áfengis verði bönnuð á sunnudögum og helgidögum og sölutími áfengis almennt styttur.

Áfengisgjald í Finnlandi var lækkað árið 2004, en hækkaði aftur á árunum 2008-2012. Leggur ráðuneytið til að gjaldið verði í framtíðinni hækkað reglulega á tveggja til þriggja ára fresti. Þá er lögð til tilkynningaskylda á meiriháttar innflutning á áfengi. Með því að ætlunin að stöðva ólöglegan innflutning áfengis, einkum frá Eistlandi.

Áhrifaríkasta leiðin til að draga úr áfengisneyslu, samkvæmt areinargerðinni, er að takmarka leyflegt áfengismagn í bjór og öðrum áfengum drykkjum sem seldir eru í almennum verslunum við 3,5% að hámarki og fylgja með því fordæmi Svía. Ráðuneytið leggur til að gripið verði til þessa ráðs þótt öðrum leiðum sem lagðar eru til verði hafnað.

Á aðeins einni mannsævi hefur neysla áfengis meðal karla í Finnlandi tvöfaldast og sexfaldast meðal kvenna. Ráðuneytið kallar eftir markvissum aðgerðum til þess að draga úr neyslunni og bendir á sem verðugt markmið að ná meðalneyslu af hreinum vínanda niður í 8 lítra fyrir árið 2020. Neyslan nemur nú 9,7 lítrum. Drög að nýjum lögum um áfengi verða líklega lögð fyrir finnska þingið vorið 2014.

Sjá hér.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.