Fréttir
Vinnustofa um hagnýtar aðferðir í meðferð og bata.
Þeir sem glíma við hinar ýmsu fíknir þurfa að horfast í augu við þann veruleika að hafa misst stjórn á neyslu og/eða hegðun. Þá fer það ferli í gang að komast í svokallað „fráhald“ frá efnum og hegðunum og síðan tekur við bataferli þar sem viðkomandi tileinkar sér nýjar hegðunarreglur til að fara eftir til að ná og viðhalda „bata“. Hlutverk ráðgjafa er að styðja við þetta ferli. FRÆ, [...]
Áföll og ofbeldi – orsakir og afleiðingar
Birtingarmyndir áfalla geta verið með ýmsum hætti en hafa verður í huga að upplifun fólks á áföllum er mismunandi. Atvik sem sumir upplifa sem áfall kann að hafa lítil sem engi áhrif á aðra. Slys, náttúruhamfarir, misnotkun, ofbeldi, vanræksla eða ástvinamissir eru dæmi um áföll. Áhrifin eru ýmiss konar, kvíði, streita og breytingar á hegðun sem oft verður leiðin til þess að takast á við [...]
Öll áfengisneysla eykur hættu á krabbameini
Í fjölda rannsókna hefur verið sýnt fram á tengsl milli áfengisneyslu og nokkurra tegunda krabbameina. Þess vegna er áfengisneysla flokkuð sem þekktur krabbameinsvaldur hjá Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnuninni (IARC). Um flest krabbamein gildir að því meira sem drukkið er og því lengri tíma sem drykkjan nær yfir því meiri líkur eru á að fá áfengistengt krabbamein. Að minnka áfengisdrykkju eða - sem er enn betra - að sleppa [...]
Skortur á þekkingu á áhrifum áfengis á krabbamein
Á netmálþingi um áfengi og krabbamein á Norðurlöndum sem haldið var að tilstuðlan samtakanna NordAN (Nordic Alcohol and Drug Policy Network) miðvikudaginn 28. október síðastliðinn voru fyrirlesarar sammála um að mikið vantaði á almenna þekkingu á tengslum áfengisneyslu og krabbameina, það er að áfengisneysla eykur verulega á hættuna á krabbameinum. Meðal fyrirlesara var Dr. Jóhanna Eyrún Torfadóttir frá Krabbameinsfélagi Íslands. Hún sagði meðal annars [...]
Fjórðungur Íslendinga með skaðlegt neyslumynstur áfengis
Fjórðungur Íslendinga með skaðlegt neyslumynstur áfengis Samkvæmt vöktun áhrifaþátta heilbrigðis meðal Íslendinga, 18 ára og eldri*, segjast um það bil 86% fullorðinna Íslendinga hafa drukkið a.m.k. eitt glas af áfengum drykk síðustu 12 mánuði árið 2019 og 34% sögðust drekka áfengi í hverri viku. Þá segjast 26% svarenda hafa orðið ölvaðir einu sinni í mánuði eða oftar síðastliðna 12 mánuði og fellur [...]
„Það er ekkert til í því að kannabisolía hafi lækningamátt við krabbameini“
Kannabis „Það er ekkert til í því að kannabisolía hafi lækningamátt við krabbameini“ Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði var í viðtali á Bylgjunni 23. febrúar en hann var gestur þáttarins ásamt Gunnari Bjarna Ragnarssyni, yfirlæknir og krabbameinslæknir á LSH. Þar ræddu þeir um mögulegan lækningamátt kannabis. „Það er mjög einfalt að meta þetta, ef maður skoðar þær rannsóknir sem hafa [...]
Áfengisfrumvarpið enn í nefnd
Áfengisfrumvarpið Áfengisfrumvarpið enn í nefnd Áfengisfrumvarpið var tekið fyrir á fundi allsherjar- og menntamálanefndar á Alþingi síðastliðinn þriðjudag. Til stóð að greiða atkvæði um hvort málið færi út úr nefnd og í 2. umræðu á þinginu. Formaður nefndarinnar ákvað hins vegar að fresta atkvæðagreiðslunni þar sem Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar, lagði fram nýjar upplýsingar í málinu sem hann vildi að nefndarmenn kynntu [...]
Sala á íslensku neftóbaki hefur aukist mikið
Neftóbak Sala á íslensku neftóbaki hefur aukist mikið Í samantekt í DV og Kjarnanum í dag er fjallað um íslenska neftóbakið, þróun í neyslu og skaðleg innihaldsefni. Þar kemur m.a. fram að í íslenska neftóbakinu ,,Rudda“ er 115% meira nikótín en í sænska munntóbakinu General. Alls er magn nikótíns í íslenska neftóbakinu 2,8 prósent en 0,75 prósent í General snusinu sænska. [...]
Tímamót hjá FRÆ – nýtt aðsetur
FRÆ Tímamót hjá FRÆ - nýtt aðsetur Miðstöð FRÆ var í byrjun ársins flutt úr Brautarholti 4a yfir í Sigtún 42 þar sem þjónustumiðstöð UMFÍ er til húsa í Reykjavík. Staðsetning og starfsaðstaða eru til fyrirmyndar í Sigtúninu en verkefnið Evrópa unga fólksins er þar einnig með sitt aðsetur. Með þessum búferlaflutningum stefnir FRÆ á frekari breytingar og vonar stjórn FRÆ [...]
Áfengi er engin venjuleg neysluvara
Áfengi Áfengi er engin venjuleg neysluvaraÁ morgunfundi IOGT í Norræna húsinu 6. febrúar var fjallað um áfengismál undir yfirskriftinni "áfengi er engin venjuleg neysluvara". Í erindum Róberts Haraldssonar, Margrétar Maríu Sigurðardóttur, Rafns Jónssonar og Kjell-Ove Oskarsson kom fram að verði frumvarp til laga um að selja áfengi í matvöruverslunum samþykkt muni áfengisneysla aukast til muna hér á landi. Afleiðingarnar kæmu fram í auknum [...]
Áfengi getur valdið krabbameinum
Áfengi Áfengi getur valdið krabbameinum Alþjóðakrabbameinssamtökin (UICC) hafa valið 4. febrúar ár hvert til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini. Nú deyja rúmlega átta milljónir manna í heiminum á ári af völdum krabbameina. Samtökin hafa í tilefni þessa dags í ár ákveðið að vekja athygli á heilbrigðum lífsháttum, skipulegri leit að krabbameini, að meðferð verði í boði fyrir alla og [...]
Engar breytingar á ávana- og vímuefnaneyslu barna á grunnskólaaldri
Börn Engar breytingar á ávana- og vímuefnaneyslu barna á grunnskólaaldri Nýlega kom út skýrslan Ungt fólk 2014-grunnskólar sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í skýrslunni eru birtar niðurstöður úr rannsóknum Rannsókna & greiningar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi árið 2014 með samanburði við árin 2000, 2006, 2009 og 2012. Gagnasöfnun fór fram með spurningalistakönnun í febrúarmánuði 2014. Líkt [...]
Góður árangur af núgildandi áfengisstefnu
Áfengisstefna Góður árangur af núgildandi áfengisstefnu Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, FRÆ sem haldinn var 29. október síðastliðinn eru alþingismenn hvattir til þess að fella frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um að afnema einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis og gefa sölu áfengis frjálsa. Í ályktuninni er hvatt til þess [...]
Skref aftur á bak í vernd barna
Áfengisfrumvarpið Skref aftur á bak í vernd barnaÍ grein sem Þóra Jónsdóttir lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum skrifar á visir.is segir að Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsi yfir áhyggjum vegna tillögu sem liggur fyrir Alþingi um að afnema einkaleyfi ÁTVR á áfengissölu og leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Bent er m.a. á að sýnt hafi verið fram á með rannsóknum að aukið [...]
Stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur á móti áfengisfrumvarpi
Áfengisfrumvarpið Stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur á móti áfengisfrumvarpi Stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur samþykkkti á stjórnarfundi 23. október sl. ályktun þar sem eindregið er lagst gegn því að einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis verði afnumið og að smásala áfengis verði gefin frjáls eins og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Stjórnin segir að núverandi fyrirkomulag hafi gefist vel og að áfengisneysla [...]
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.




