Áfengi

Áfengi getur valdið krabbameinum

Alþjóðakrabbameinssamtökin (UICC) hafa valið 4. febrúar ár hvert til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini. Nú deyja rúmlega átta milljónir manna í heiminum á ári af völdum krabbameina.

Samtökin hafa í tilefni þessa dags í ár ákveðið að vekja athygli á heilbrigðum lífsháttum, skipulegri leit að krabbameini, að meðferð verði í boði fyrir alla og að lífsgæði fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur verði tryggð.

EuroCare, sem er samstarfsvettvangur evrópskra félagasamtaka sem vinna að ávana- og vímuvörnum, sendu frá sér ályktun í tilefni dagsins þar sem minnt er á að áfengi getur valdið krabbameinum. Fagna samtökin almennri vitund um krabbameinsforvarnir en benda á að tengsl áfengis og krabbameina gleymist oft í umræðu um krabbamein og krabbameinsforvarnir. Vilja samtökin að þessu sé meiri gaumur gefinn, fræðsla til almennings um tengsl áfengis og krabbameina verði aukin og heilbrigðisstarfsfólk og stjórnvöld láti meira að sér kveða.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.