Áfengisstefna

Góður árangur af núgildandi áfengisstefnu

Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, FRÆ sem haldinn var 29. október síðastliðinn eru alþingismenn hvattir til þess að fella frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um að afnema einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis og gefa sölu áfengis frjálsa. Í ályktuninni er hvatt til þess að lýðheilsusjónarmið og besta fyrirliggjandi þekking séu höfð að leiðarljósi við stefnumörkun sem varðar ávana- og vímuefni og minnt á að áfengi er engin venjuleg söluvara. Í ályktuninni segir einnig:

,,Áfengisneysla er einn af stærstu áhættuþáttum lýðheilsu og veldur samfélaginu miklu félagslegu og efnahagslegu tjóni. Öll viðleitni til þess að draga úr eða lág­marka neyslu áfeng­is er því stuðningur við heilsu einstaklinga, hag fjölskyldna, almenna velferð og dregur úr samfélagslegum kostnaði.

Rann­sókn­ir sýna að mik­il tengsl eru á milli aðgeng­is að áfengi og neyslu þess, þ.e. að aukið framboð leiði til auk­inn­ar neyslu. Að takmarka smásölu áfengis við áfengisverslanir sem falla undir almannavald, eins og nú er hér á landi, er hagkvæmur og áhrifaríkur þáttur í áfengisforvörnum. Kostnaðurinn við að takmarka aðgang að áfengi með einkasölu ríkisins er lítill í samanburði við þann kostnað sem af áfengisneyslu getur hlotist.

Nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag hefur gef­ist vel, m.a. með þeim árangri að áfengisneysla Íslendinga er með því minnsta sem þekkist. Góður árangur sem náðst hefur í barna- og unglingadrykkju hefur vakið alþjóðlega athygli og aðdáun. Hann rennir gildum stoðum undir þá áfengisstefnu sem mótuð hefur verið og fylgt á Íslandi. Þessum árangri má ekki stefna í hættu.”

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.