Þeir sem glíma við hinar ýmsu fíknir þurfa að horfast í augu við þann veruleika að hafa misst stjórn á neyslu og/eða hegðun. Þá fer það ferli í gang að komast í svokallað „fráhald“ frá efnum og hegðunum og síðan tekur við bataferli þar sem viðkomandi tileinkar sér nýjar hegðunarreglur til að fara eftir til að ná og viðhalda „bata“. Hlutverk ráðgjafa er að styðja við þetta ferli.

FRÆ, ásamt Evrópska fagráðinu í forvörnum og ráðgjöf, Infact skólanum og MFM miðstöðinni, stóðu fyrir vinnustofunni Fíkn  og frelsi, hagnýtar aðferðir í meðferð og bata, þann 17. febrúar síðastliðinn. Fyrirlesarar og kennarar voru Sigurlína Davíðsdóttir, Esther Helga Guðmundsdóttir, Árni Einarsson og Gunnar  Hersveinn.

Sigurlína kynnti ýmis hagnýt verkefni fyrir tólf spora vinnu í fíknimeðferð, Esther Helga um meðferðarleiðir, áskoranir og árangur varðandi matarfíkn, auk þess að fara yfir skimanir og greiningar fyrir sykur- og matarfíkn. Árni Einarsson og Gunnar Hersveinn ræddu saman og með þátttakendum hvað þurfi til þegar venda á kvæði sínu í kross og breyta um lífsvenjur og hvaða einstaklingsbundnir þættir og áhrifaþættir samfélagsins koma þar við sögu.

Sjá nánar um vinnustofuna og efni hennar á: https://ec-board.com/seminars/

Við værum þakklát ef þú deilir þessari frétt ...

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar