Áfengi

Áfengi er engin venjuleg neysluvara

Á morgunfundi IOGT í Norræna húsinu 6. febrúar var fjallað um áfengismál undir yfirskriftinni „áfengi er engin venjuleg neysluvara“.  Í erindum Róberts Haraldssonar, Margrétar Maríu Sigurðardóttur, Rafns Jónssonar og Kjell-Ove Oskarsson kom fram að verði frumvarp til laga um að selja áfengi í matvöruverslunum samþykkt muni áfengisneysla aukast til muna hér á landi.  Afleiðingarnar kæmu fram í auknum vanda og kostnaði fyrir samfélagið.  Í máli sínu fjallaði Róbert um rök fylgjenda með tillögu um frjálsa áfengissölu og nefndi m.a. þá staðreynd að áfenginu mætti ekki líkja við aðrar neysluvörur eins og kex og brauð eins og flutningsmenn tillögunnar bæru fyrir sig, hvenær stæði lögreglan t.a.m. fyrir aðgerðum um að stöðva ökumenn undir „kexáhrifum“ ?

Róbert fjallaði ma um stöðuna á Bretlandseyjum eftir að Cameron komst til valda en hann hugðist taka á þeim vanda sem hann kallaði „áfengisfaraldur“ í landinu með ýmsum aðgerðum. Nú 4 árum síðar hafa flestar hugmyndir Camerons um áfengisvarnir verið slegnar útaf borðinu og taldi Róbert að áfengisframleiðendur hafi haft þar betur í umræðunni.  Á hverjum klukkutíma deyr einn Breti á klukkutíma vegna áfengisdrykkju.  Róbert ræddi einnig um hvernig Íslendingar bendi gjarnan á að aðrar þjóðir séu „menningalegri“ í sínum áfengismálum og Frakkland oft nefnt sem fyrirmyndarríkið en vandinn þar er enn meiri en hjá Bretum því þrír Frakkar láta lífið vegna áfengsineyslu á hverri klukkustund auk þess sem afleiðingar ölvunaraksturs er þar risavaxið vandamál.

Um morgunfundinn má lesa frekar á heimasíðu IOGT.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.