Áfengisfrumvarpið

Áfengisfrumvarpið enn í nefnd

Áfengisfrumvarpið var tekið fyrir á fundi allsherjar- og menntamálanefndar á Alþingi síðastliðinn þriðjudag. Til stóð að greiða atkvæði um hvort málið færi út úr nefnd og í 2. umræðu á þinginu. Formaður nefndarinnar ákvað hins vegar að fresta atkvæðagreiðslunni þar sem Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar, lagði fram nýjar upplýsingar í málinu sem hann vildi að nefndarmenn kynntu sér. Gagnrýndi Guðbjartur skort á upplýsingum um áhrif breytinganna sem fylgdu frumvarpinu og kallaði eftir upplýsingum um kostnað við framkvæmd þess.

Samkvæmt fréttum virðist ekki vera meirihluti fyrir frumvarpinu innan allsherjar- og menntamálanefndar. Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni styðja frumvarpið en þingmenn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar eru á móti því. Fulltrúi Bjartrar framtíðar mun ekki leggjast gegn því að málið verði afgreitt úr nefndinni til annarrar umræðu en hefur lýst því yfir að hann muni sitja hjá við afgreiðslu málsins í nefndinni.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.