Áfengisfrumvarpið

Stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur á móti áfengisfrumvarpi
Stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur samþykkkti á stjórnarfundi 23. október sl. ályktun þar sem eindregið er lagst gegn því að einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis verði afnumið og að smásala áfengis verði gefin frjáls eins og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Stjórnin segir að núverandi fyrirkomulag hafi gefist vel og að áfengisneysla Íslendinga sé með því minnsta sem þekkist. Stjórnin hvetur því alþingismenn til að fella frumvarpið.
„Áfengisneysla er þekktur og viðurkenndur áhættuþáttur gagnvart mörgum tegundum krabbameina og hefur margvísleg neikvæð áhrif á lýðheilsu. Öll viðleitni til að lágmarka neyslu áfengis er því veigamikill þáttur í krabbameinsforvörnum og heilsueflingu. Rannsóknir sýna að mikil tengsl eru á milli aðgengis að áfengi og neyslu þess og að aukið framboð leiði til aukinnar neyslu,“ segir ennfremurí ályktun stjórnar Krabbameinsfélags Reykjavíkur.
Mikill meirihluti landsmanna á móti sölu áfengis í verslunum
Í nýrri könnun Fréttablaðsins kemur fam að tæp 70% landsmanna eru á móti sölu áfengis í verslunum. Þetta er umhugsunarvert fyrir alþingismenn sem nú fjalla um frumvarp Vilhjálms Árnasonar alþingismanns og fleiri um að afleggja einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) á smásölu áfengis og gefa smásölu áfengis frjálsa. Ýmsir hafa orðið til þess að leggjast gegn frumvarpinu og hvetja alþingismenn til þess að fella það.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.