Áfengisfrumvarpið

Stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur á móti áfengisfrumvarpi

Stjórn Krabba­meins­fé­lags Reykja­vík­ur samþykkkti á stjórnarfundi 23. október sl. ályktun þar sem eindregið er lagst gegn því að einka­leyfi Áfeng­is- og tób­aksversl­un­ar rík­is­ins á smá­sölu áfeng­is verði af­numið og að smá­sala áfeng­is verði gef­in frjáls eins og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Stjórn­in seg­ir að nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag hafi gef­ist vel og að áfengisneysla Íslendinga sé með því minnsta sem þekkist. Stjórnin hvetur því alþingismenn til að fella frumvarpið.

„Áfeng­isneysla er þekkt­ur og viður­kennd­ur áhættuþátt­ur gagn­vart mörg­um teg­und­um krabba­meina og hef­ur marg­vís­leg nei­kvæð áhrif á lýðheilsu. Öll viðleitni til að lág­marka neyslu áfeng­is er því veiga­mik­ill þátt­ur í krabba­meins­for­vörn­um og heilsu­efl­ingu. Rann­sókn­ir sýna að mik­il tengsl eru á milli aðgeng­is að áfengi og neyslu þess og að aukið fram­boð leiði til auk­inn­ar neyslu,“ seg­ir ennfremurí álykt­un stjórn­ar Krabba­meins­fé­lags­ Reykjavíkur.

Mikill meirihluti landsmanna á móti sölu áfengis í verslunum
Í nýrri könnun Fréttablaðsins kemur fam að tæp 70% landsmanna eru á móti sölu áfengis í verslunum. Þetta er umhugsunarvert fyrir alþingismenn sem nú fjalla um frumvarp Vilhjálms Árnasonar alþingismanns og fleiri um að afleggja einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) á smásölu áfengis og gefa smásölu áfengis frjálsa.  Ýmsir hafa orðið til þess að leggjast gegn frumvarpinu og hvetja alþingismenn til þess að fella það.

Sjá umfjöllun Fréttablaðsins

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.