Áfengisfrumvarpið

Skref aftur á bak í vernd barna
Í grein sem Þóra Jónsdóttir lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum skrifar á visir.is segir að Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsi yfir áhyggjum vegna tillögu sem liggur fyrir Alþingi um að afnema einkaleyfi ÁTVR á áfengissölu og leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Bent er m.a. á að sýnt hafi verið fram á með rannsóknum að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu þess og aukin áfengisneysla sé líkleg til að hafa slæm áhrif á líf barna. Af þessum sökum vara samtökin við því að þingmenn stígi það skref að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum, því slíkt væri skref aftur á bak í vernd barna.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.