FRÆ

Tímamót hjá FRÆ – nýtt aðsetur

Miðstöð FRÆ var í byrjun ársins flutt úr Brautarholti 4a yfir í Sigtún 42 þar sem þjónustumiðstöð UMFÍ er til húsa í Reykjavík. Staðsetning og starfsaðstaða eru til fyrirmyndar í Sigtúninu en verkefnið Evrópa unga fólksins er þar einnig með sitt aðsetur.  Með þessum búferlaflutningum stefnir FRÆ á frekari breytingar og vonar stjórn FRÆ og félagsfólk að aukinn kraftur komist í verkefni FRÆ á sviði forvarna og samstarfs.  Með stærri verkefnum FRÆ á árinu er einmitt aukið samráð félagasamtaka í forvörnum og byggist á því að skerpa betur umsvif og hlutverk Samstarfsráðs um forvarnir, en að því verkefni standa nú önnur 24 félagasamtök í landinu.  Sem fyrr eru allir áhugasamir velkomnir í heimsókn í aðsetur FRÆ í Sigtúni 42 en símar og heimaföng hafa ekki breyst við þessi húsaskipti; s 511 1588, frae@forvarnir.is og www.forvarnir.is.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.