Birtingarmyndir áfalla geta verið með ýmsum hætti en hafa verður í huga að upplifun fólks á áföllum er mismunandi. Atvik sem sumir upplifa sem áfall kann að hafa lítil sem engi áhrif á aðra. Slys, náttúruhamfarir, misnotkun, ofbeldi, vanræksla eða ástvinamissir eru dæmi um áföll. Áhrifin eru ýmiss konar, kvíði, streita og breytingar á hegðun sem oft verður leiðin til þess að takast á við erfiða lífsreynslu. Rannsóknir sýna að tengsl eru á milli áfalla í bernsku og unglingsárum og misnotkunar á vímuefnum. Jafnvel svo að meirihluti vímuefnaneytenda hafi einhvern tímann upplifað áfall á lífsleiðinni. FRÆ, ásamt Evrópufagráðinu í forvörnum og ráðgjöf, Ráðgjafarskóla Íslands og The INFACT School of Food Addiction, standa fyrir námskeiði 8. september næstkomandi þar sem fjallað verður um áföll og ofbeldi, orsakir og afleiðingar. Námskeiðið er öllum opið.

Dagskrá, fyrirlesarar og skráning

Vandi vegna ávana- og vímuefnaneyslu. Viðbrögð og úrræði.

Árni Einarsson, MA, ECPS, framkvæmdastjóri FRÆ-Fræðslu og forvarna, uppeldis- og menntunarfræðingur.

Hefð er fyrir því að skipta aðgerðum og viðbrögðum við vandanum í þrjú stig (Forvarnir-Íhlutun-Meðferð) sem saman mynda eina heild. Viðbrögðin fara eftir því á hvaða stigi vandinn (neyslan) er. Farið verður yfir aðgerðastigin þrjú, einkenni þeirra og afmörkun og gefin dæmi um aðgerðir á Íslandi, einkum á forvarnastiginu, og rætt um forsendur árangurs í forvörnum.

Uppeldisaðferðir og tengsl þeirra við hegðun barna og unglinga.

Sigurlína Davíðsdóttir, Ph.D., ECADS, ECPS, ECCS, professor emerita.

Hér verða skoðaðar kenningar Diane Baumrind um uppeldisaðferðir og áhrif þeirra á hegðun og hugsunarhátt ungmenna. Diane Baumrind gekk út frá tveimur aðalásum í uppeldi, þ.e. ástríki annars vegar og aga hins vegar. Uppeldi er flokkað eftir þessum ásum, leiðandi, skipandi, eftirlátt eða vanrækslu. Neysla vímuefna er meðal þess sem hefur tengsl við uppeldisaðferðir foreldra.

Áhættuhegðun ungmenna og viðbrögð samfélagsins við henni.

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir MA, ECADS. uppeldis- fíkni- og fjölskyldufræðingur.

Hér verða kynntir nokkrir þættir áhættuhegðunar sem ungmenni á Íslandi stunda helst nú, svo sem ofbeldishegðun, fíkniefna notkun, net ofbeldi og klám. Fjallað verður um birtingarmyndir áhættuhegðunar og skaðsemi hennar. Þá verður einnig fjallað um forvarnir og rætt um mikilvægi þeirra. Farið verður yfir viðbrögð samfélag foreldra og aðferðir til að styðja ungmenni í að verða ábyrg fyrir framtíð sinni.

Áhrif áfalla og ofbeldis í þróun matarfíknar og átraskana.

Esther Helga Guðmundsdóttir. MSc, ECADS, ECFAS, stýrir INFACT skólanum.

Í fyrirlestrinum verður farið yfir skimanir og greiningar sem geta greint sykur/matarfíkn og átraskanir. Skoðuð verður leiðni milli áfalla og ofbeldis og þróunar þessa vanda. Þá verður einnig rætt hvernig einkenni vandans koma fram (persónuleikabreytingar). Síðast verður farið yfir meðferðarúrræði og rannsóknir á meðferðarheldni.

Ofbeldi í fjölskyldum.

Kári Ómar Eyþórsson, ECADS, MPNLP, stýrir NLP Therapy, Einstaklings-og fjölskylduráðgjöf.

Hér verður rætt hvernig ofbeldismynstur verða til og hvernig þau skarast á við mynstur um frelsi líkt og kenningar Satir um frelsisstigin fimm. Félagslegt ofbeldi er það sem sést í auknum mæli og oft liggja sömu þræðir í gegnum þessa flokka og áhugavert er að skoða t.d. hverjir beita félagslegu ofbeldi. Leitast verður við að svara þessum spurningum: Hvernig reiðir okkur af þegar við komum frá ofbeldisaðstæðum og hvað heita draugarnir sem við berum?

Stefán Jóhannsson, MA, fjölskyldufræðingur stýrir námskeiðinu.

Skráning og þátttökugjald

Námskeiðið verður haldið í AKOGES salnum, Lágmúla 4, 108 Reykjavík 8. september 2021,  kl. 9:00 til 16:00 og gefur 6 einingar.

Þátttaka tilkynnist Evrópufagráðinu í forvörnum og ráðgjöf í netfang eurocert@xnet.is eða Stefáni í síma 8995210.  Nánari upplýsingar eru á: https://ec-board.com/?p=2009

Þátttökugjald er 6000 krónur og þarf að staðgreiða við innritun eða greiða fyrirfram til Evrópufagráðsins í banka á reikning 516-04-763741, kt. 541010-1730. EKKI ER MÖGULEGT AÐ GREIÐA MEÐ GREIÐSLUKORTI.

Við værum þakklát ef þú deilir þessari frétt ...

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar