Á netmálþingi um áfengi og krabbamein á Norðurlöndum sem haldið var að tilstuðlan samtakanna NordAN (Nordic Alcohol and Drug Policy Network) miðvikudaginn 28. október síðastliðinn voru fyrirlesarar sammála um að mikið vantaði á almenna þekkingu á tengslum áfengisneyslu og krabbameina, það er að áfengisneysla eykur verulega á hættuna á krabbameinum.

Meðal fyrirlesara var Dr. Jóhanna Eyrún Torfadóttir frá Krabbameinsfélagi Íslands. Hún sagði meðal annars í erindi sínu að í könnun sem gerð var í apríl 2019, meðal Íslendinga 18 ára og eldri, virtust mun færri gera sér grein fyrir áhættunni af áfengisneyslu en til dæmis reykingum og sólarljósi.

Í könnunni var spurt hversu mikla áhættu fólk teldi stafa af ýmsum þáttum á krabbamein. Með því að gefa þessum þáttum gildi á skalanum 1-5 (þar sem 1 merkti að áhættan væri engin og svo stighækkandi þannig að 5 merkt að fólk teldi áhættuna mikla) var niðurstaðan þessi:

Málþingið er liður í samstarfi NordAN og aðildarfélaga þess með þátttöku krabbameinsfélaga á Norðurlöndunum um að auka skilning almennings á tengslum áfengis og krabbameina. Framkvæmdastjóri NordAN, Lauri Beekmann, kynnti verkefnið á málþinginu.

Fyrirlesarar voru Dr Eeva Ollila frá Krabbameinsfélagi Finnlands, Carina Alm frá norska krabbameinsfélaginu, Dr. Jóhanna Eyrún Torfadóttir frá Krabbameinsfélagi Íslands, Anne Sofie Plum Christensen frá danska krabbameinsfélaginu og Per Leimar frá IOGT-NTO í Svíþjóð.

Málþingið er aðgengilegt á https://www.youtube.com/watch?v=62K2noUjVJ0&t=614s.

Við værum þakklát ef þú deilir þessari frétt ...

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar