Fréttir
Frábær fundur með félags- og húsnæðismálaráðherra – Velferð barna fer ekki saman við aukið aðgengi að áfengi.
Fulltrúar Breiðfylkingar forvarnasamtaka áttu í gær, 12. mars 2025, góðan fund með Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um samspil lýðheilsu, velferðar barna og stóraukinnar netsölu áfengis á Íslandi. Rætt var um félagslegar afleiðingar óhóflegrar áfengisneyslu s.s. vanrækslu barna, ofbeldis í nánum samböndum og meðal hópa barna, örorku, fötlunar, minni framleiðni, slysa- og sjúkdómabyrði. Þá er neysla áfengis oft upptaktur að fíkniefnaneyslu barna- og ungmenna. Ráðherrann tók hópnum fagnandi og [...]
Skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um um einkasölu ÁTVR á áfengi.
FRÆ-fræðsla og forvarnir eru meðal fimmtán félagasamtaka sem vinna að forvörnum og heilsueflingu og félaga heilbrigðisstétta á Íslandi sem hvetja stjórnvöld til þess að bregðast við netsölu áfengis í áskorun sem send var alþingismönnum, ráðherrum og fjölmiðlum í gær, 26. ágúst 2024. Í áskoruninni taka félögin undir orð heilbrigðisráðherra um þá yfirstandandi ógn sem nú steðjar að grundvallarmarkmiðum lýðheilsu vegna meintrar ólöglegrar netsölu áfengis, sem [...]
Forsendur lýðheilsu séu virtar á borði en ekki einungis í orði.
Fulltrúar Breiðfylkingar forvarnasamtaka áttu góðan fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, fjármála- og efnahagsráðherra 3. júlí síðastliðinn um ólöglega netsölu áfengis. Þökkuðu fulltrúarnir honum fyrir að hafa brugðist við og sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölunnar þar sem meðal annars er vakin athygli á að hún kunni að fela í sér brot á lögum, enda smásala áfengis bönnuð öðrum en ÁTVR. Ráðherrann var hvattur til þess að fylgja málin eftir, einnig [...]
Samanhópurinn vill afstýra því að netsala áfengis verði heimiluð. Veljum umhyggju í stað frjálshyggju og segjum nei við auknu aðgengi að áfengi.
Í yfirlýsingu sem birt er á vefsíðu hópsins segir að Ísland hafi í áratugi verið þekkt fyrir að sporna gegn áfengisnotkun barna og ungmenna. Stór þáttur í þessum árangri sé að á Íslandi er takmarkað aðgengi að áfengi, meðal annars ríkisrekin áfengisverslun, takmarkaður opnunartími og 20 ára aldursmark til áfengiskaupa. Það sé því merkilegt að fylgjast með því hve ákveðnir aðilar í stjórnkerfinu leggi mikla [...]
Samræmast fjárfestingar í áfengisiðnaðinum starfs- og siðareglum, stefnum og markmiðum lífeyrissjóða?
Að þessu spyr Björn Sævar Einarsson, formaður IOGT á Íslandi, í áhugaverðri grein á visir.is 20. júní síðastliðinn. Hann segir þar meðal annars: Að fjárfesta í áfengisiðnaðinum vinnur gegn markmiðum lífeyrissjóðanna, því áfengisneysla veldur sjúkdómum og elliglöpum þannig að lífeyrisþegar njóta skertra lífsgæða á eftirlaunaárunum. Áfengisneysla veldur einnig snemmbærum dauða, þannig að lífeyrisþegar njóta færri eftirlaunaára, eða sumir jafnvel deyja áður en þeir komast á [...]
Enn eykst andstaða landsmanna við áfengisfrumvarpið. Vandséð að flutningsmenn gangi erinda almennings eða samfélags.
Áfengisfrumvarp Enn eykst andstaða landsmanna við áfengisfrumvarpið. Vandséð að flutningsmenn gangi erinda almennings eða samfélags. Niðurstaða nýrrar könnunar Rúnars Vilhjálmssonar, félagsfræðiprófessors við Háskóla Íslands er að nærri sjö af hverjum tíu Íslendingum eru mótfallnir frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi um að heimila sölu á áfengi í verslunum. Fram kemur að 69,2 prósent landsmanna eru andvíg því að frumvarpið verði að lögum [...]
Velheppnað málþing um áfengismál
Áfengismál Velheppnað málþing um áfengismál Málþingið Áfengi, heilsa og samfélag sem FRÆ stóð fyrir síðastliðinn þriðjudag, 9. maí, í samstarfi við fleiri aðila tóks vel og lýstu þátttakendur yfir mikill ánægju með það. Málþingið var í tveimur hlutum. Annars vegar var sjónum beint að þekkingu á margþættum heilsufarslegum áhrifum og sjúdómabyrði vegna áfengisneyslu og þekktum áhrifum á ýmsa sjúkdóma, s.s. fíknsjúkdóma [...]
Málþing um áfengismál
Áfengismál Málþing um áfengismál Fræðsla og forvarnir boða til málþings um áfengismál þriðjudaginn 9. maí næstkomandi í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands, Krabbameinsfélag Reykjavíkur, SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, IOGT á Íslandi og Embætti landlæknis. Fyrirlesarar eru sérfræðingar á ýmsum sviðum áfengismála eða sviðum sem tengjast áfengismálum. Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ, Fræðslu og forvarna og formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur. og Rafn Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- [...]
Hefur áhyggjur af vaxandi notkun rafretta hjá börnum og ungmennum
Rafsígarettur Hefur áhyggjur af vaxandi notkun rafretta hjá börnum og ungmennum Í heimildarmynd frá BBC, Rafrettur- gæfa eða glapræði, er fjallað um rafrettur og áhrif þeirra á heilsuna og umhverfið. Í henni kemur m.a. fram að eftir einungi mánaðarnotkun greindust bólgur í öndunarvegi og í slímhúð hafði svokölluðum átfrumum fjölgað í lungunum en þær framkalla hvata sem geta skaðað öndunarveginn ef áreitið [...]
,,Við hljótum að hafa gert eitthvað rétt“
,,Við hljótum að hafa gert eitthvað rétt“ Á árlegri ráðstefnu NordAN (Nordic Alcohol and Drug Policy Network), sem haldin var í Osló dagana 14. – 16. október, var fjallað um þróunina í ávana- og vímuefnamálum ungmenna í Evrópu. Í yfirskrift ráðstefnunnar, Við hljótum að hafa gert eitthvað rétt, er vísað til þess að þróunin hefur almennt verið á réttri leið í löndum Evrópu, sérstaklega á Norðurlöndunum. Í [...]
Árlega látast um það bil eitt þúsund Svíar úr krabbameinum sem rakin eru til áfengisneyslu.
Árlega látast um það bil eitt þúsund Svíar úr krabbameinum sem rakin eru til áfengisneyslu. Árlega látast um það bil eitt þúsund Svíar úr krabbameinum sem rakin eru til áfengisneyslu. Samkvæmd nýrri skýrslu sem gefin hefur verið út á vegum sænsku læknasamtakanna (SLS), bindindissamtakanna IOGT-NTO í Svíþjóð og rannsóknamiðstöðvarinnar CERA við Gautaborgarháskóla og kynnt var í dag látast árlega um það [...]
Vilja að rafsígarettur falli undir tóbaksvarnalög
Rafsígarettur Vilja að rafsígarettur falli undir tóbaksvarnalög Samstarf félagasamtaka í forvörnum, SAFF, vill að brugðist sé við aukinni notkun rafsígaretta meðal ungmenna sem nýjar rannsóknir sýna. Samkvæmt þeim hafa rúmlega 25% nemenda í 10. bekk prófað rafrettur í ár, sem er um 11% aukning frá því í fyrra. Leggja samtökin til að rafrettur falli undir tóbaksvarnalög, m.a. til þess að takmarka [...]
Bættur lífsstíll gæti komið í veg fyrir helming krabbameinstilfella
Krabbamein Bættur lífsstíll gæti komið í veg fyrir helming krabbameinstilfella Í grein sem segir frá niðurstöðum nýrrar rannsóknar og birtist í tímaritinu JAMA Oncology í maí er því haldið fram að koma mætti í veg fyrir allt að helming dauðsfalla vegna krabbameina í Bandaríkjunum ef landsmenn hættu öllum reykingum, drægju úr áfengisneyslu, héldu líkamsþyngd í skefjum og hreyfðu sig í það minnsta í [...]
Frumvarp um að heimila meiri áfengiskaup í Fríhöfninni
Frumvarp Frumvarp um að heimila meiri áfengiskaup í Fríhöfninni Í frumvarpi sem fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi 4. apríl síðastliðinn er gert ráð fyrir að ferðamenn sem fara um Keflavíkurflugvöll geti keypt meira magn áfengis en nú er leyfilegt. Verði frumvarpið samþykkt rýmkar kvótinn fyrir bjór og léttvín talsvert frá því sem nú er. Samkvæmt frumvarpinu verður það magn sem leyfilegt verður að [...]
Bætir aukið aðgengi að áfengi samfélagið? Áfengi í verslanir?
Áfengisfrumvarpið Bætir aukið aðgengi að áfengi samfélagið? Áfengi í verslanir? Háskóli Íslands (Tómstunda- og félagsmálafræðibraut MVS ) og IOGT á Íslandi boðuðu til málþings 13. apríl síðastliðinn í samvinnu við Krabbameinsfélagið, Fræðslu og forvarnir og Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Málþingið var haldið í Háskóla Íslands við Stakkahlíð, var ókeypis og öllum opið. Tilefni málþingsins var áfengisfrumvarpið svokallaða sem nú liggur fyrir Alþingi. [...]
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.




