Fréttir2025-03-11T12:28:43+00:00

Fréttir

1403, 2025

Hvað hefur verið gert í fjármála- og efnahagsráðuneytinu á undanförnum fimm árum, á grundvelli skatta- og tollalaga, til að hafa eftirlit með því að innflutningur og sala áfengis fari fram með löglegum hætti? Stendur til að leggja ÁTVR niður og liggur fyrir lýðheilsumat á áhrifum þess?

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, og Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður flokksins, hafa lagt fram þrjár fyrirspurnir til núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, um sölu áfengis með tilliti til skatta- og tollalaga, eftirlit ráðuneytisins með sölu áfengis og hvort stefnt sé að því að leggja ÁTVR niður. Sigurður Ingi lagði fram eftirfarandi fyrirspurn á Alþingi 3. mars síðastliðinn til eftirmanns síns í ráðuneytinu og óskar [...]

2211, 2024

Norræna áfengisstefnan er sjálfbær leið til lýðheilsu.

Í áratugi hafa Norðurlöndin verið leiðandi í áfengisstefnu þar sem lýðheilsa, öryggi og samfélagsleg velferð er í forgangi. Há gjöld á áfengi, auglýsingabann og ríkisstýring á smásölu áfengis eru hornsteinar þessarar stefnu. Með þessari stefnu hefur tekist að halda áfengisneyslu tiltölulega lágri og draga úr þeirri byrði sem tjón vegna hennar veldur samfélaginu. Á aðalfundi  NordAN sem haldinn var í Osló 7. nóvember síðastliðinn var samþykkt ályktun þar sem [...]

2011, 2024

Villta vestrið í áfengissölu og notkun nikótínpúða stóreykst -Svör framboða til alþingiskosninga 2024 um nikótínpúða og ÁTVR.

Forvarnarsamtökum hafa borist svör við tveimur spurningum sem sendar voru í lok október til framboða sem bjóða fram á landsvísu til Alþingis þann 30. nóvember n.k. Spurningarnar tengjast mikilvægum lýðheilsumálum sem hafa verið áberandi í samfélagsumræðu síðustu mánaða og ára. Spurt var: Telur flokkur þinn rétt að stemma stigu við aukinni notkun nikótínpúða meðal barna og ungmenna? Ef já, til hvaða aðgerða viltu að stjórnvöld grípi? Vill flokkur þinn [...]

1410, 2024

Bús og bleikur október.

Það var ótrúlega ósmekklegt af dómsmálaráðherra að kynna, og leggja í samráðsgátt, frumvarp um að heimila einkaaðilum vefsölu á áfengi á sama tíma og Krabbameinsfélagið hleypti af stokkunum Bleiku slauf­unni, ár­legu ár­vekni- og fjár­öfl­un­ar­átaki félagsins í októbermánuði, til­einkað bar­átt­unni gegn krabba­meini hjá kon­um. Frumvarp ráðherrans felur í sér aukið aðgengi að áfengi sem reikna má með að leiði af sér aukna áfengisneyslu sem gengur þvert gegn áherslum og ábendingum [...]

210, 2024

Endurmetum umræðuna og goðsagnirnar um áfengi.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hleypir í dag af stokkunum verkefninu Redefine alcohol for a healthier, safer, and happier Europe. Verkefnið, sem stendur yfir mánuðina október og nóvember, er liður í átaki sem hófst árið 2022 (WHO/EU Evidence into Action Alcohol Project (EVID-ACTION)) og hefur að markmiði að kynna rannsóknarniðurstöður sem leggja má til grundvallar opinberri stefnu í þeirri viðleitni að sporna gegn áfengistengdum vanda í ríkjum Evrópu, meðal annars með krabbameinsforvarnir [...]

1510, 2019

Lögleyfing kannabiss ekki skilað tilætluðum árangri

Lögleyfing kannabiss ekki skilað tilætluðum árangri. Dagana 11. og 12. október síðastliðinn stóð NordAN, sem er samstarfsvettvangur félagasamtaka á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum um stefnumörkun og forvarnir í ávana- og vímuefnamálum, fyrir árlegri ráðstefnu sinni sem haldin var að þessu sinni í Helsinki. Yfirskrift ráðstefnunnar var ,,áfengi og vímuefni í samfélagi breytinga“ með tilvísun í að ávana- og vímuefnamál eru ekki undanþegin breytingum og við því [...]

410, 2019

Vitundarvakning um áhrif rafsígaretta

Vitundarvakning um áhrif rafsígaretta. Mikil vitundarvakning hefur orðið á áhrifum og skaðsemi rafsígaretta á stuttum tíma. Stöðugt koma fram vísbendingar um skaðsemi þeirra og fréttir af veikindum og mögulegum dauðsföllum sem rakin eru til notkunar á rafsígarettum. Viðbrögð við þessu endurspeglast í hertum takmörkunum á notkun og dreifingu á rafsígarettum og  ákalli um að spyrna þurfi við fótum og herða regluverk og eftirlit með sölu [...]

310, 2019

Frumvarp til laga um félög til almannaheilla

Frumvarp til laga um félög til almannaheilla. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur lagt fram á alþingi frumvarp um almannaheillafélög. Frumvarpið heimilar félögum og félagasamtökum að skrá sig sérstaklega sem félag til almannaheilla og fá þannig endinguna .fta í fyrirtækjaskrá. Í frumvarpinu felast hagnýtar leiðbeiningar um stofnun og rekstur almannaheillafélaga þar sem vandaðir stjórnarhættir og fjármál eru höfð að leiðarljósi. Í frumvarpinu er í raun kveðið [...]

905, 2019

Slysum vegna fíkniefnaaksturs fjölgar

Slysum vegna fíkniefnaaksturs fjölgar. Í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi árið 2018 sem komin er út kemur fram að slysum vegna  fíkniefnaaksturs hefur fjölgað, svo og slysum vegna framanákeyrslna. Hins vegar hafa ungir ökumenn sjaldan staðið sig betur og bæta sig mikið á milli ára. Slösuðum bifhjólamönnum, hjólreiðamönnum og fótgangandi fækkar á milli ára. Erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis slasast í minni mæli en undanfarin ár [...]

103, 2019

Loksins komin lög um rafsígarettur. Sambærilegar reglur um sölu þeirra og sölu sígaretta.

Loksins komin lög um rafsígarettur. Sambærilegar reglur um sölu þeirra og sölu sígaretta. Ný lög um rafsígarettur og áfyllingar fyrir þær taka gildi í dag. Í lögunum er kveðið á um innflutning, markaðssetningu, notkun og öryggi vörunnar og ráðstafanir til að sporna við notkun barna á rafsígarettum. Engin sérlög hafa gilt um rafsígarettur fyrr en nú. Kannanir hafa sýnt að það eru fyrst og fremst [...]

2002, 2019

Persónuvernd barna. Netið gleymir engu

Persónuvernd barna. Netið gleymir engu Á vel sóttum morgunverðarfundi Náum áttum samstarfshópsins í dag var fjallað um persónuvernd barna og áskoranir í skólasamfélaginu sem tengjast henni. Það er auðvelt að misnota persónuupplýsingar. Það þarf því til dæmis að huga vel að því sem við setjum á Netið og hafa hugfast að Netið gleymir engu. Skólar þurfa að setja sér verklagsreglur um söfnun, miðlun og varðveislu [...]

1902, 2019

FRÆ og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

FRÆ og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna FRÆ tekur heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fagnandi sem sameiginlegum grunnviðmiðum, eða framkvæmdaáætlun, í þágu mannkyns og jarðar og hefur skilgreint (eða öllu heldur rýnt) starf sitt með tilliti til þeirra. Starfsemi FRÆ er beinlínis liður í því að ná sumum þessara markmiða og sum markmiðin styðja við að ýmis markmið FRÆ komist til framkvæmda. Finna má tengsl starfsemi FRÆ við mörg þessara [...]

1102, 2019

Þeir sem oftast drekka sig ölvaða gera minna úr áhættunni af því en þeir sem drekka sig sjaldan ölvaða

Þeir sem oftast drekka sig ölvaða gera minna úr áhættunni af því en þeir sem drekka sig sjaldan ölvaða Í nýjasta Talnabrunni, Fréttabréfi landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, þar sem fjallað er um áfengis- og tóbaksnotkun Íslendinga 2018, kemur fram að sterk fylgni virðist vera milli mats á áhættu og tíðni ölvunardrykkju. Þannig mátu rúmlega 42% þeirra sem drukku sig ölvaða að jafnaði einu sinni í viku [...]

2012, 2018

ALLSGÁÐ : forvarnarverkefni

Börn líta áfengisneyslu öðrum augum en fullorðnir Á vefsíðu verkefnisins Allsgáð sem FRÆ, Fræðsla og forvarnir stendur að eru ábendingar til foreldra og forráðamanna um umgengni við áfengi um jól og áramót. Markmiðið með þessum ábendingum er að minna á að börn líta áfengisneyslu öðrum augum en fullorðnir. Hátíðarhöld í tilefni jóla og áramóta eru börnum sem búa við mikla áfengisneyslu foreldra [...]

712, 2017

ÁHRIF – Lýðheilsa og samfélag

ÁHRIF – Lýðheilsa og samfélag FRÆ – Fræðsla og forvarnir stóðu fyrir málþingi um áfengismál og forvarnir 9. maí 2017. Markmið málþingsins var að vekja athygli á og auka almenna þekkingu og vitund um fjölþætt áhrif áfengis á lýðheilsu og samfélag. Aukin þekking hvað þetta varðar eflir skilning á mikilvægi forvarna og lýðheilsusjónarmiða við stefnumörkun í áfengismálum. LÝÐHEILSA OG SAMFÉLAG Ráðstefnan var tvískipt. [...]

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.

    Fræðsla og forvarnir

    Hverafold 1-3, 112 Rekjavík

    Phone: +354 861 1582

    Go to Top