Að þessu spyr Björn Sævar Einarsson, formaður IOGT á Íslandi, í áhugaverðri grein á visir.is 20. júní síðastliðinn. Hann segir þar meðal annars: Að fjárfesta í áfengisiðnaðinum vinnur gegn markmiðum lífeyrissjóðanna, því áfengisneysla veldur sjúkdómum og elliglöpum þannig að lífeyrisþegar njóta skertra lífsgæða á eftirlaunaárunum. Áfengisneysla veldur einnig snemmbærum dauða, þannig að lífeyrisþegar njóta færri eftirlaunaára, eða sumir jafnvel deyja áður en þeir komast á eftirlaun.

Hann segir að lífeyrissjóðir landsmanna segist upp til hópa vera með ábyrgar fjárfestingar, þar sem litið sé til umhverfismála, félagslegra málefna og ábyrgra stjórnarhátta. Ljóst sé þó að íslenskir lífeyrissjóðir hafi fjárfest í áfengisfyrirtækjum. Nú sé búið að tilkynna að Hagkaup, sem Hagar eiga, ætli að opna ólöglega netverslun í júní með sölu áfengis til almennings. Af 17 stærstu hluthöfum í Högum eru 13 lífeyrissjóðir og er Gildi lífeyrissjóður stærsti hluthafinn.

Í ljósi þessa brýnir hann bæði stjórnarmenn lífeyrissjóða og þau sem greiða iðgjöld í sjóðina: Ágætu stjórnarmenn lífeyrissjóða, samræmist opnun netsölu með áfengi í Hagkaupum og fjárfestingar í áfengisiðnaðinum starfs- og siðareglum, stefnum og markmiðum lífeyrissjóða? Samræmist það stefnu sjóðanna að fjárfesta í fyrirtækjum sem rýra lífsgæði sjóðsfélaga og almennings og setja þau í hættu? Ágætu félagsmenn, sem borgið ykkar iðgjöld í sjóðina, eruð þið sátt við að ykkar fé sé sett í áfengisiðnað, sem beinlínis styttir ævi margra og minnkar líkurnar á að félagsmenn njóti elliáranna?

Við værum þakklát ef þú deilir þessari frétt ...

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar