Árlega látast um það bil eitt þúsund Svíar úr krabbameinum sem rakin eru til áfengisneyslu.

Árlega látast um það bil eitt þúsund Svíar úr krabbameinum sem rakin eru til áfengisneyslu.

Samkvæmd nýrri skýrslu sem gefin hefur verið út á vegum sænsku læknasamtakanna (SLS), bindindissamtakanna IOGT-NTO í Svíþjóð og rannsóknamiðstöðvarinnar CERA við Gautaborgarháskóla og kynnt var í dag látast árlega um það bil eitt þúsund Svíar úr krabbameinum sem rakin eru til áfengisneyslu. Dauðsföllum af krabbameinum sem rakin eru til áfengisneyslu hefur fjölgað um 7,3 prósent í Svíþjóð frá árinu 2001.

Sterkust er fylgnin á milli áfengisneyslu og krabbameina í ristli og endaþarmi hjá körlum og brjóstum hjá konum. Meira en tíu prósent af öllum dauðsföllum úr brjóstakrabbameini í Svíþjóð eru rakin til neyslu áfengis.

Í skýrslunni kemur einnig fram að Svíar eru sú þjóð innan Evrópusambandsins sem hefur minnsta þekkingu á tengslum áfengis og krabbameina. Minnt er á þá skyldu að upplýsa almenning og þá sem móta stefnu í lýðheilsumálum um skaðsemi áfengisneyslu en ný þekking á þessu sviði hafi ekki leitt til aukinnar fræðslu og upplýsingamiðlunar.

Í fréttatilkynningu sem fylgir útkomu skýrslunnar segir Stefán Lindgren, formaður SLS, að ,,þrátt fyrir að áfengi sé helsti áhættuþáttur krabbameina á eftir tóbaki sé þekking á því meðal heilbrigðisstétta takmörkuð. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk verði að upplýsa sjúklinga betur um áhættu af áfengisneyslu“.

Skýrslan er sú nýjasta í röð skýrslna um áfengi og samfélag. Hana má lesa hér.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.