Fulltrúar Breiðfylkingar forvarnasamtaka áttu í gær, 12. mars 2025, góðan fund með Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um samspil lýðheilsu, velferðar barna og stóraukinnar netsölu áfengis á Íslandi. Rætt var um félagslegar afleiðingar óhóflegrar áfengisneyslu s.s. vanrækslu barna, ofbeldis í nánum samböndum og meðal hópa barna, örorku, fötlunar, minni framleiðni, slysa- og sjúkdómabyrði. Þá er neysla áfengis oft upptaktur að fíkniefnaneyslu barna- og ungmenna.

Ráðherrann tók hópnum fagnandi og undirstrikaði skýra stefnu Flokks fólksins um að ekki komi til greina að ÁTVR verði lagt niður og áfengi selt í almennum verslunum. Ráðherrann lýsti einnig yfir andstöðu við ólöglega netsölu áfengis sem hefur fengið að viðgangast án þess að brugðist hafi verið við af hálfu stjórnvalda. Þá fari ekki saman velferð barna og aukið aðgengi að áfengi.

Við værum þakklát ef þú deilir þessari frétt ...

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar