Áfengismál
Málþing um áfengismál
Fræðsla og forvarnir boða til málþings um áfengismál þriðjudaginn 9. maí næstkomandi í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands, Krabbameinsfélag Reykjavíkur, SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, IOGT á Íslandi og Embætti landlæknis.
Fyrirlesarar eru sérfræðingar á ýmsum sviðum áfengismála eða sviðum sem tengjast áfengismálum.
Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ, Fræðslu og forvarna og formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur. og Rafn Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Embætti landlæknis flytja ávörp.
Aðrir fyrirlesarar eru:
Lára G Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum
Laufey Tryggvadóttir, faraldursfræðingur, klínískur prófessor við læknadeild og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands
Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi
Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum við læknadeild Háskóla Íslands
Kristina Sperkova, sálfræðingur og formaður alþjóðahreyfingar IOGT
Ágúst Mogensen, afbrotafræðingur, rannsóknarstjóri umferðarslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa
Guðbjörg S. Bergsdóttir, verkefnastjóri rannsókna og þróunar hjá Ríkislögreglustjóra
Halla Björk Marteinsdóttir, félagsfræðingur hjá Barnaverndarstofu
Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnisstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis
Málþingið er öllum opið og gjaldfrjálst. Skráning er á frae@forvarnir.is. Boðið verður upp á hressingu í hádegishléi kl. 12.30.
Fundarstjórar eru Ögmundur Jónasson og Siv Friðleifsdóttir, sem bæði eru fyrrverandi heilbrigðisráðherrar.
Sjá að öðru leyti meðfylgjandi dagskrá.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.